NBA: Loksins sigur hjá Kidd og lærisveinum hans í Brooklyn Nets Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2013 07:05 Mynd/AP Brooklyn Nets endaði fimm leikja taphrinu í NBA-deildinni í körfubolta með naumum 102-100 sigri á Toronto Raptors í nótt. Los Angeles Lakers liðið náði ekki að framlengja þriggja leikja sigurgöngu sína. Andray Blatche skoraði 24 stig fyrir Brooklyn Nets, Joe Johnson var með 21 stig og Paul Pierce skoraði 16 stig. Þetta var fyrsti sigur lærisveina Jason Kidd síðan liðið vann Phoenix Suns 15. nóvember síðastliðinn. DeMar DeRozan skoraði 27 stig fyrir Toronto og Kyle Lowry var með 24 stig. „Þetta var var stórt. Við erum búnir að vera í vandræðum," sagði Kevin Garnett sem skoraði 12 stig fyrir Brooklyn. „Strákarnir í búningsklefanum sögðu hingað og ekki lengra. Það er mikið stolt í þessum hópi og þeir vissu hvað þurfti til í kvöld," sagði Jason Kidd en þetta var aðeins fjórði sigur liðsins í fjórtán leikjum á tímabilinu. John Wall var með 31 stig og 9 stoðsendingar fyrir Washington Wizards í 116-111 sigri á Los Angeles Lakers og Nene bætti við 30 stigum. Lakers var búið að vinna þrjá síðustu leiki sína en heldur áfram að vandræðast á útivelli. Lakers hefur aðeins unnið 1 af 6 útileikjum tímabilsins. Wall skoraði 11 stig á síðustu fjórum mínútum leiksins og hefur nú brotið 30 stiga múrinn í síðustu þremur leikjum. Jordan Farmar var atkvæðamestur hjá Lakers með 22 stig og 8 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 22 stig og gaf 8 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 102-101 sigur á New Orleans Pelicans. David Lee skoraði 19 stig og hinn 35 ára gamli Jermaine O'Neal bætti við 18 stigum og 8 fráköstum á 26 mínútum. Ryan Anderson var atkvæðamestur hjá Pelíkönunum með 21 stig og 12 fráköst. Orlando Magic endaði 17 leikja taphrinu á útivelli með 109-92 sigri á Atlanta Hawks. Þetta var fyrsti sigur liðsins utan Orlando síðan liðið vann í New Orleans 4. mars síðastliðinn. Arron Afflalo skoraði 26 stig fyrir Magic og þeir Victor Oladipo og Andrew Nicholson voru báðir með 18 stig. Jeff Teague og Al Horford voru stigahæstir hjá Atlanta með 15 stig hvor.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Brooklyn Nets 100-102 Washington Wizards - LA Lakers 116-111 Atlanta Hawks - Orlando Magic 92-109 New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 101-102 NBA Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Brooklyn Nets endaði fimm leikja taphrinu í NBA-deildinni í körfubolta með naumum 102-100 sigri á Toronto Raptors í nótt. Los Angeles Lakers liðið náði ekki að framlengja þriggja leikja sigurgöngu sína. Andray Blatche skoraði 24 stig fyrir Brooklyn Nets, Joe Johnson var með 21 stig og Paul Pierce skoraði 16 stig. Þetta var fyrsti sigur lærisveina Jason Kidd síðan liðið vann Phoenix Suns 15. nóvember síðastliðinn. DeMar DeRozan skoraði 27 stig fyrir Toronto og Kyle Lowry var með 24 stig. „Þetta var var stórt. Við erum búnir að vera í vandræðum," sagði Kevin Garnett sem skoraði 12 stig fyrir Brooklyn. „Strákarnir í búningsklefanum sögðu hingað og ekki lengra. Það er mikið stolt í þessum hópi og þeir vissu hvað þurfti til í kvöld," sagði Jason Kidd en þetta var aðeins fjórði sigur liðsins í fjórtán leikjum á tímabilinu. John Wall var með 31 stig og 9 stoðsendingar fyrir Washington Wizards í 116-111 sigri á Los Angeles Lakers og Nene bætti við 30 stigum. Lakers var búið að vinna þrjá síðustu leiki sína en heldur áfram að vandræðast á útivelli. Lakers hefur aðeins unnið 1 af 6 útileikjum tímabilsins. Wall skoraði 11 stig á síðustu fjórum mínútum leiksins og hefur nú brotið 30 stiga múrinn í síðustu þremur leikjum. Jordan Farmar var atkvæðamestur hjá Lakers með 22 stig og 8 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 22 stig og gaf 8 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 102-101 sigur á New Orleans Pelicans. David Lee skoraði 19 stig og hinn 35 ára gamli Jermaine O'Neal bætti við 18 stigum og 8 fráköstum á 26 mínútum. Ryan Anderson var atkvæðamestur hjá Pelíkönunum með 21 stig og 12 fráköst. Orlando Magic endaði 17 leikja taphrinu á útivelli með 109-92 sigri á Atlanta Hawks. Þetta var fyrsti sigur liðsins utan Orlando síðan liðið vann í New Orleans 4. mars síðastliðinn. Arron Afflalo skoraði 26 stig fyrir Magic og þeir Victor Oladipo og Andrew Nicholson voru báðir með 18 stig. Jeff Teague og Al Horford voru stigahæstir hjá Atlanta með 15 stig hvor.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Brooklyn Nets 100-102 Washington Wizards - LA Lakers 116-111 Atlanta Hawks - Orlando Magic 92-109 New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 101-102
NBA Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn