Vilja senda drápshvalinn heim Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2013 15:09 Tilikum og Gísli hvalafræðingur sem hefur ekki trú á að sýningagripir nái að aðlagast náttúrunni á ný. Háhyrningurinn Tilikum, sem þegar hefur drepið þrjár manneskjur, er hugsanlega á leið heim til Íslands. Sjávarútvegsráðuneytið staðfestir þetta í samtali við fréttastofu, en Morgunblaðið greindi frá því að hugsanlega stæði þetta til og hugsanlega sé um Tilikum að ræða; fyrir liggur umsókn frá bandarískum aðilum, með aðkomu Seaworld, að ráðuneytið veiti leyfi. Og um er að ræða hinn heimsþekkta Tilikum – sem er til dæmis í til umfjöllunar í heimildarmyndinni Blackfish.Ráðuneytið með málið til umfjöllunar Í málaskrá ráðuneytisins kemur fram að umsóknin barst í ágúst. Erindið er frá Qualia inc., frá Tracy E.L.Poured og er afrit sent Sea World. Óskað er eftir því að ráðuneytið veiti leyfi til þess að Tilikum verði fluttur til síns heima eftir áratuga dvöl sem sýningargripur. „Það er ekki búið að taka afstöðu til erindisins. En, hér gæti verið nýtt Keikó-ævintýri í uppsiglingu,“ segir starfsmaður ráðuneytisins. „Þau vilja losna við hann. En, þetta virðast vera fjársterkir aðilar.“ Fleiri munu koma að málinu svo sem yfirdýralæknisembættið en rannsaka þarf vel hvort um sjúkdómahættu geti verið að ræða auk þess sem leitað verður til Hafrannsóknarstofnunar, en þar starfar Gísli Víkingsson og svo skemmtilega vill til að þeir sem vilja koma Tilikum heim, settu sig einmitt í samband við Gísla í sumar með það fyrir augum að fá hann til liðs við sig. Gísli hafnaði því.Vondar minningar tengdar KeikóMenn hugsa til Keikó þegar erindi sem þetta er annars vegar. „Það tókst nú ekki beint vel,“ segir Gísli. Eins og mörgum er enn í fersku minni var kvikmyndastjarnan Keikó, sem einmitt veiddist við Íslandsstrendur þá ungur tarfur, var fluttur til Íslands með ærnum tilkostnaði og hann hafður í skipalægi í Vestmannaeyjum. Þar vann hann sér það helst til frægðar að reyna sig kynferðislega við gúmmídekk sem voru í læginu. Reynt var að fá hann til að aðlagast sínum fyrrum heimkynnum í hafinu, en Keikó synti yfir til Noregs þar sem hann drapst. „Ég hef persónulega ekki trú á svona dæmi; að kálfur sem tekinn er ungur og geymdur áratugum saman í ýmsum sædýrasöfnum, geti bjargað sér í náttúrunni eftir það.“Dráparinn frá Íslandi Tilikum var, líkt og Keikó, veiddur við Íslandsstrendur, nánar tiltekið í Berufirði þann 9. Nóvember árið 1983 og var þá tveggja vetra gamall. „Á þessu tímabili, á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, voru töluvert margir háhyrningar fangaðir á síldveiðimiðum við landið. Síðan voru þeir geymdir í Sædýrasafninu í Hafnarfirði áður en þeir voru fluttir út,“ segir Gísli. Þetta var fyrirtæki á vegum Jóns Kr. Gunnarssonar, aðalhvatamanns og stofnanda Sædýrasafnsins sem stóð að veiðunum og stóð hagnaður af sölu dýranna lengi vel undir rekstri safnsins. Þegar háhyrningarnir höfðu verið veiddir voru þeir settir í stóra laug og þurfti menn í blautbúningum til að leiða þá um laugina; svo vankaðir voru hvalirnir. Þeir hefðu annars lagst á hliðina og drukknað.Keikó, sem þess vegna gæti verið frændi Tilikums, kominn til Noregs þar sem hann drapst, saddur lífdaga.Hafnaði því að taka þáttTilikum er veiddur á svipuðum tíma og Keikó og gæti þess vegna verið frændi hans. Og þeim svipar til hvors annars því bakugginn er ekki reistur. „Hugsanlega eitthvað skyldur. Ég veit ekki hvort það hafi verið eitthvað kannað,“ segir Gísli. „Þetta var núna í sumar sem ég var beðinn um að taka þátt í þessu af þessum vísindamönnum sem standa að þessu. Ég afþakkaði það. Ég hef hreinlega ekki trú á svona aðferðafræði. Þakkaði bara pent.“ Gísli segir að það hafi meðal annars verið að teknu tilliti til reynslunnar af Með Keikó-ævintýrinu. „Jújú, þar voru gríðarlegir peningar til staðar. Og fyrst það tókst ekki með þeim öllum tilkostnaði, þá held ég að ekki sé fýsilegt að reyna aftur.“Stórhættulegur hvalurTilikum var upphaflega fluttur til Kanada, í sædýragarðinn Sealand of the Pacific. Í febrúar rann Keltie Byrne, nemi í sjávarlíffræði, í laugina þar sem Tilkum við annan háhyrning voru geymdir. Þeir réðust á hana og léku sér að henni, leikur sem endaði með því að hún drukknaði. Þar með var ferill Tilikums sem drápshveli hafið. Frá Kanada var Tilikum fluttur til SeaWorld og í júlí 1999 fannst illa útleikið og nakið lík manns að nafni Daniel P. Dukes í lauginni hjá Tilikum. Dukes hafði þá laumast í laugina til Tilikum og fer engum sögum af því hvernig útreið hann fékk nóttina þá en ljóst er að skemmtunin sú breyttist fljótlega í martröð. Og strax næsta ár drap Tilikum Dwwn Brancheau, þjálfara sinn, og urðu tugir gesta vitni af því þegar háhyrningurinn drekkti henni. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að bjarga málum. Talsmenn SeaWorld héldu því fram að um slys hafi verið að ræða en vitni sögðust hafa séð Tilikum bíta í hönd Brancheau og draga hana þannig ofan í laugina.Nánar verður fjallað um málið á Stöð 2 í kvöld. Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Háhyrningurinn Tilikum, sem þegar hefur drepið þrjár manneskjur, er hugsanlega á leið heim til Íslands. Sjávarútvegsráðuneytið staðfestir þetta í samtali við fréttastofu, en Morgunblaðið greindi frá því að hugsanlega stæði þetta til og hugsanlega sé um Tilikum að ræða; fyrir liggur umsókn frá bandarískum aðilum, með aðkomu Seaworld, að ráðuneytið veiti leyfi. Og um er að ræða hinn heimsþekkta Tilikum – sem er til dæmis í til umfjöllunar í heimildarmyndinni Blackfish.Ráðuneytið með málið til umfjöllunar Í málaskrá ráðuneytisins kemur fram að umsóknin barst í ágúst. Erindið er frá Qualia inc., frá Tracy E.L.Poured og er afrit sent Sea World. Óskað er eftir því að ráðuneytið veiti leyfi til þess að Tilikum verði fluttur til síns heima eftir áratuga dvöl sem sýningargripur. „Það er ekki búið að taka afstöðu til erindisins. En, hér gæti verið nýtt Keikó-ævintýri í uppsiglingu,“ segir starfsmaður ráðuneytisins. „Þau vilja losna við hann. En, þetta virðast vera fjársterkir aðilar.“ Fleiri munu koma að málinu svo sem yfirdýralæknisembættið en rannsaka þarf vel hvort um sjúkdómahættu geti verið að ræða auk þess sem leitað verður til Hafrannsóknarstofnunar, en þar starfar Gísli Víkingsson og svo skemmtilega vill til að þeir sem vilja koma Tilikum heim, settu sig einmitt í samband við Gísla í sumar með það fyrir augum að fá hann til liðs við sig. Gísli hafnaði því.Vondar minningar tengdar KeikóMenn hugsa til Keikó þegar erindi sem þetta er annars vegar. „Það tókst nú ekki beint vel,“ segir Gísli. Eins og mörgum er enn í fersku minni var kvikmyndastjarnan Keikó, sem einmitt veiddist við Íslandsstrendur þá ungur tarfur, var fluttur til Íslands með ærnum tilkostnaði og hann hafður í skipalægi í Vestmannaeyjum. Þar vann hann sér það helst til frægðar að reyna sig kynferðislega við gúmmídekk sem voru í læginu. Reynt var að fá hann til að aðlagast sínum fyrrum heimkynnum í hafinu, en Keikó synti yfir til Noregs þar sem hann drapst. „Ég hef persónulega ekki trú á svona dæmi; að kálfur sem tekinn er ungur og geymdur áratugum saman í ýmsum sædýrasöfnum, geti bjargað sér í náttúrunni eftir það.“Dráparinn frá Íslandi Tilikum var, líkt og Keikó, veiddur við Íslandsstrendur, nánar tiltekið í Berufirði þann 9. Nóvember árið 1983 og var þá tveggja vetra gamall. „Á þessu tímabili, á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, voru töluvert margir háhyrningar fangaðir á síldveiðimiðum við landið. Síðan voru þeir geymdir í Sædýrasafninu í Hafnarfirði áður en þeir voru fluttir út,“ segir Gísli. Þetta var fyrirtæki á vegum Jóns Kr. Gunnarssonar, aðalhvatamanns og stofnanda Sædýrasafnsins sem stóð að veiðunum og stóð hagnaður af sölu dýranna lengi vel undir rekstri safnsins. Þegar háhyrningarnir höfðu verið veiddir voru þeir settir í stóra laug og þurfti menn í blautbúningum til að leiða þá um laugina; svo vankaðir voru hvalirnir. Þeir hefðu annars lagst á hliðina og drukknað.Keikó, sem þess vegna gæti verið frændi Tilikums, kominn til Noregs þar sem hann drapst, saddur lífdaga.Hafnaði því að taka þáttTilikum er veiddur á svipuðum tíma og Keikó og gæti þess vegna verið frændi hans. Og þeim svipar til hvors annars því bakugginn er ekki reistur. „Hugsanlega eitthvað skyldur. Ég veit ekki hvort það hafi verið eitthvað kannað,“ segir Gísli. „Þetta var núna í sumar sem ég var beðinn um að taka þátt í þessu af þessum vísindamönnum sem standa að þessu. Ég afþakkaði það. Ég hef hreinlega ekki trú á svona aðferðafræði. Þakkaði bara pent.“ Gísli segir að það hafi meðal annars verið að teknu tilliti til reynslunnar af Með Keikó-ævintýrinu. „Jújú, þar voru gríðarlegir peningar til staðar. Og fyrst það tókst ekki með þeim öllum tilkostnaði, þá held ég að ekki sé fýsilegt að reyna aftur.“Stórhættulegur hvalurTilikum var upphaflega fluttur til Kanada, í sædýragarðinn Sealand of the Pacific. Í febrúar rann Keltie Byrne, nemi í sjávarlíffræði, í laugina þar sem Tilkum við annan háhyrning voru geymdir. Þeir réðust á hana og léku sér að henni, leikur sem endaði með því að hún drukknaði. Þar með var ferill Tilikums sem drápshveli hafið. Frá Kanada var Tilikum fluttur til SeaWorld og í júlí 1999 fannst illa útleikið og nakið lík manns að nafni Daniel P. Dukes í lauginni hjá Tilikum. Dukes hafði þá laumast í laugina til Tilikum og fer engum sögum af því hvernig útreið hann fékk nóttina þá en ljóst er að skemmtunin sú breyttist fljótlega í martröð. Og strax næsta ár drap Tilikum Dwwn Brancheau, þjálfara sinn, og urðu tugir gesta vitni af því þegar háhyrningurinn drekkti henni. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að bjarga málum. Talsmenn SeaWorld héldu því fram að um slys hafi verið að ræða en vitni sögðust hafa séð Tilikum bíta í hönd Brancheau og draga hana þannig ofan í laugina.Nánar verður fjallað um málið á Stöð 2 í kvöld.
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira