Jón Gnarr vill nýtt ríkisfang Kristján Hjálmarsson skrifar 25. nóvember 2013 11:35 Jón Gnarr er ósáttur við mannanfnanefnd. Jón Gnarr borgarstjóri óskar eftir nýju ríkisfangi á Facebooksíðu sinni. Ástæðan er sú að hann fær ekki nafnið Gnarr samþykkt hjá þjóðskrá. Í pistli sem borgarstjórinn skrifar kemur fram að Jón hafi nefnt dóttur sína Camillu í höfuðið á langömmu hennar. Þegar hann fékk staðfestingu á nafni hennar senda heim var búið að breyta nafninu í Kamilla. „Ég hélt að þetta væri misskilningur en eftir símtal til þjóðskrár var mér tjáð að C er nú bannað í íslenska stafrófinu,“ segir Jón á Facebooksíðu sinni. Í bréfinu, sem er skrifað á ensku, segir borgarstjórinn meðal annars frá því að hann hafi verið skírður Jón Gunnar Kristinsson. Á unglingsaldri hafi hann breytt nafninu sínu í Jón Gnarr og hann hafi verið kallaður það síðan. „En það er ekki lögbundna nafnið mitt,“ skrifar Jón og útskýrir síðan að ný ættarnöfn séu bönnuð hér á landi. “Það er til að vernda einhverja íslenska hefð bla-bla-bla,“ segir Jón. Hann segir einni frá því hvernig innflytjendur hafi verið neyddir til að taka upp íslensk nöfn. Það sé hins vegar mannréttindabrot og því hafi íslensk stjórnvöld þurft að breyta þessum reglum. „Íslenskir foreldrar mega ekki nefna börnin sín Jesú. Innflytjendur eiga hins vegar börn sem eru nefnd Jesú,“ segir Jón meðal annars. „Ef ég myndi vilja taka upp ættarnafnið Reykjavík yrði mér synjað um það en ef Jim Reykjavík myndi flytja hingað til lands mætti hann halda nafninu. Það er ósanngjarnt, heimskuleg lög gegn sköpunargleði,“ segir Jón sem ætlar að berjast fyrir því að taka upp Gnarr nafnið. „Ég hef ekki efni á því að fara í mál við ríkið. Og ég gæti tapað. En ég gæti flutt til annars lands þar sem nafnið mitt yrði samþykkt og þar af leiðandi yrði það sjálfkrafa samþykkt hér. Ekkert vandamál. Svo hvar get ég fengið ríkisborgararétt? Einhverjar hugmyndir? Ég heiti Jón. Jón Gnarr. Getur einhver hjálpað mér?“ Með færslunni lætur Jón lagið My Name Is með rapparanum Eminem fylgja með. Post by Jón Gnarr. Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Jón Gnarr borgarstjóri óskar eftir nýju ríkisfangi á Facebooksíðu sinni. Ástæðan er sú að hann fær ekki nafnið Gnarr samþykkt hjá þjóðskrá. Í pistli sem borgarstjórinn skrifar kemur fram að Jón hafi nefnt dóttur sína Camillu í höfuðið á langömmu hennar. Þegar hann fékk staðfestingu á nafni hennar senda heim var búið að breyta nafninu í Kamilla. „Ég hélt að þetta væri misskilningur en eftir símtal til þjóðskrár var mér tjáð að C er nú bannað í íslenska stafrófinu,“ segir Jón á Facebooksíðu sinni. Í bréfinu, sem er skrifað á ensku, segir borgarstjórinn meðal annars frá því að hann hafi verið skírður Jón Gunnar Kristinsson. Á unglingsaldri hafi hann breytt nafninu sínu í Jón Gnarr og hann hafi verið kallaður það síðan. „En það er ekki lögbundna nafnið mitt,“ skrifar Jón og útskýrir síðan að ný ættarnöfn séu bönnuð hér á landi. “Það er til að vernda einhverja íslenska hefð bla-bla-bla,“ segir Jón. Hann segir einni frá því hvernig innflytjendur hafi verið neyddir til að taka upp íslensk nöfn. Það sé hins vegar mannréttindabrot og því hafi íslensk stjórnvöld þurft að breyta þessum reglum. „Íslenskir foreldrar mega ekki nefna börnin sín Jesú. Innflytjendur eiga hins vegar börn sem eru nefnd Jesú,“ segir Jón meðal annars. „Ef ég myndi vilja taka upp ættarnafnið Reykjavík yrði mér synjað um það en ef Jim Reykjavík myndi flytja hingað til lands mætti hann halda nafninu. Það er ósanngjarnt, heimskuleg lög gegn sköpunargleði,“ segir Jón sem ætlar að berjast fyrir því að taka upp Gnarr nafnið. „Ég hef ekki efni á því að fara í mál við ríkið. Og ég gæti tapað. En ég gæti flutt til annars lands þar sem nafnið mitt yrði samþykkt og þar af leiðandi yrði það sjálfkrafa samþykkt hér. Ekkert vandamál. Svo hvar get ég fengið ríkisborgararétt? Einhverjar hugmyndir? Ég heiti Jón. Jón Gnarr. Getur einhver hjálpað mér?“ Með færslunni lætur Jón lagið My Name Is með rapparanum Eminem fylgja með. Post by Jón Gnarr.
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira