Kobe byrjaði á því að gefa stoðsendingu í leiknum og var síðan frekar ryðgaður. Hann setti niður tvö af níu skotum sínum í leiknum og endaði með 9 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar.
"Mér fannst ég geta hlaupið endalaust. Nú þarf bara að koma sér í leikform," sagði Bryant brattur eftir leikinn.
Amir Johnson var stigahæstur hjá Raptors með 32 stig og DeMar DeRozan skoraði 26.
Úrslit:
NY Knicks-Boston 73-114
Detroit-Miami 95-101
Houston-Orlando 98-88
Oklahoma-Indiana 118-94
LA Lakers-Toronto 94-104