Í ár hlutu lög á borð við Get Lucky með Daft Punk, Royals með Lorde, Blurred Lines með Robin Thicke og Miley Cyrus lögin We Can't Stop og Wrecking Ball gríðarlega spilun á skemmtistöðum og útvarpsstöðvum um allan heim.
Nú hefur tónlistarmaðurinn Chad Neidt tekið sig til og valið 20 ofspiluðustu lög ársins 2013, og soðið þau saman í tónlistarmyndband sem er einnar mínútu langt.
Sjón er sögu ríkari.