Daimler kaupir 5% í Aston Martin Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2013 13:45 Margir myndu gráta brotthvarf Aston Martin og vonandi að samstarfið við Mercedes Benz bæti afkomuna. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz hefur keypt 5% hlut í breska sportbílaframleiðandanum Aston Martin. Þessum hlut fylgir ekki réttur til stjórnarsetu í Aston Martin. Kaupin koma í kjölfar þess að fyrirtækin tvö höfðu í júní síðastliðnum bundist samkomulagi um þróun og smíði V8 véla í bíla Aston Martin. Með samstarfinu getur Aston Martin lækkað kostnað við þróun véla í bíla sína og nýtur þeirrar tækniþekkingar sem býr í herbúðum AMG-deildar Mercedes Benz. Aston Martin hefur átt bágt með að fjármagna þróun nýrra bíla sinna á meðan keppinautur eins og Rolls Royce hefur notið fjármagns frá eigandi sínum, BMW. Sama á við Bentley, sem er í eigu Volkswagen. Því var Aston Martin nauðugur einn kostur, að hefja samstarf við stóran framleiðanda, eða verða undir í samkeppninni. Rekstur Aston Martin hefur ekki gengið alltof vel að undaförnu og seldi það aðeins 3.800 bíla í fyrra, 10% minna en árið áður. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs tapaði Aston Martin 4,6 milljörðum króna, en árið á undan færði fyrirtækinu 4 milljarða tap. Það er vonandi að samstarfið við Mercedes Benz muni breyta gæfu Aston Martin. Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent
Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz hefur keypt 5% hlut í breska sportbílaframleiðandanum Aston Martin. Þessum hlut fylgir ekki réttur til stjórnarsetu í Aston Martin. Kaupin koma í kjölfar þess að fyrirtækin tvö höfðu í júní síðastliðnum bundist samkomulagi um þróun og smíði V8 véla í bíla Aston Martin. Með samstarfinu getur Aston Martin lækkað kostnað við þróun véla í bíla sína og nýtur þeirrar tækniþekkingar sem býr í herbúðum AMG-deildar Mercedes Benz. Aston Martin hefur átt bágt með að fjármagna þróun nýrra bíla sinna á meðan keppinautur eins og Rolls Royce hefur notið fjármagns frá eigandi sínum, BMW. Sama á við Bentley, sem er í eigu Volkswagen. Því var Aston Martin nauðugur einn kostur, að hefja samstarf við stóran framleiðanda, eða verða undir í samkeppninni. Rekstur Aston Martin hefur ekki gengið alltof vel að undaförnu og seldi það aðeins 3.800 bíla í fyrra, 10% minna en árið áður. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs tapaði Aston Martin 4,6 milljörðum króna, en árið á undan færði fyrirtækinu 4 milljarða tap. Það er vonandi að samstarfið við Mercedes Benz muni breyta gæfu Aston Martin.
Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent