Karlrembulegustu fjölmiðlaatvik ársins 2013 í Bandaríkjunum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 18. desember 2013 13:15 Robin Thicke og Miley Cyrus gerðu allt vitlaust á MTV verðlaunahátíðinni. Huffington post birtir hjá sér lista yfir yfir 10 karlrembulegustu fjölmiðlaatvik ársins 2013.1. Steubenville-málið.Í fyrsta sæti setur miðillinn fjölmiðlaumfjöllun um Steubenville-málið sem vakti mikla athygli snemma á árinu, þar sem tveir framhaldsskólanemar voru sakfelldir fyrir að nauðga skólasystur sinni. Málið klauf bæinn Steubenville í tvær fylkingar, en drengirnir nýttu sér bágt ástand stúlkunnar sem hafði drukkið of mikið og fóru með hana á milli samkvæma í bænum, beittu hana kynferðislegu ofbeldi auk þess sem þeir mynduðu brotin og birtu meðal annars af henni myndir hálfnakinni á Instagram. Huffpost segir að fjölmiðlaumfjöllunin um málið næstum því verið eins hræðileg og hinn hryllilegi glæpur sem var framinn gegn stúlkunni. Áhersla fjölmiðla hafi öll verið á því að gera fórnarlömb úr nauðgurunum og syrgja það að þessir lofandi íþróttamenn færu í fangelsi. Miðillinn segir umfjöllunina hafa verið fyrir neðan allar hellur og hjálpað til við að viðhalda nauðgunarmenningunni sem varð þess valdandi að þessi skelfilega hópnauðgun átti sér stað.2. Robin Thicke og Miley Cyrus.Silfrið tekur atriði þessara tveggja listamanna sem vöktu gríðarlega athygli með framkomu sinni á MTV tónlistarverðlaunum. Huffington Post segir að Miley hafi verið krossfest eftir atriðið, þar sem gagnrýnendur kepptust við að finna að öllu sem fram fór á sviðinu af hennar hálfu, á meðan Thicke fékk lítið sem ekkert að finna fyrir því. Hans hegðun hafi verið alveg eins kynferðislegt, klæddur eins og dólgur og gekk um eins og hann „ætti“ Miley og aðra kvenkyns listamenn á sviðinu. Miðillinn minnir einnig á að lagið sem sungið var sé frá honum komið, ekki henni.3. Ashley Judd.Huffpost tilnefnir í þriðja lagi framboð þessarar frægu leikkonu, aðgerðarsinna sem stundaði nám í Harvard, til öldungardeildar Bandaríkjaþings. Miðillinn segir að um leið og tilkynnt var að Ashley íhugaði framboð hefði lagst yfir hana holskeifla pólitískra árása, eins karlrembulegar og þær gerast. Hún var ásökuð um að vera „með nauðganir á heilanum“ en hún hafði stigið fram sem fórnarlamb nauðgunnar.4. Konur í stjórnmálum.Huffington Post segir að umfjöllun um konur í stjórnmálum hafi verið sérstaklega léleg í ár. Vísar miðillinn sérstaklega til þess að konur hafi átt stærstan þátt í því að samið var um fjárlögin á Bandaríkjaþingi en ekki fengið það þakklæti sem þær áttu skilið.5. George Zimmermann.Málið gegn George Zimmermann vakti einnig mikla athygli á árinu en Zimmermann var sakaður um að hafa myrt ungan dreng í Flórída. Hann tók þátt í nágrannavörslu í hverfi sínu og taldi að um innbrotsþjóf hefði verið að ræða, en fórnarlambið var á leið heim til sín eftir að hafa skroppið út í búð eftir sælgæti. Talið var að um hatursglæp hefði verið að ræða þar sem drengurinn sem lést var blökkumaður og reis stór alda mótmæla upp í Bandaríkjunum vegna málsins þegar Zimmermann var sýknaður. Í kjölfarið sakaði fyrrverandi eiginkona Zimmermann hann um að hafa ógnað sér með byssu og var lögregla kölluð til að heimili foreldra hennar. Huffington post segir fjölmiðla hafa verið óttalega lélega við að fjalla um mál konunnar gegn Zimmermann, sem og önnur mál kvenna gegn honum sem lítið hafi farið fyrir í fjölmiðlum.Hér má sjá lista Huffington post í heild sinni. Fréttir ársins 2013 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Huffington post birtir hjá sér lista yfir yfir 10 karlrembulegustu fjölmiðlaatvik ársins 2013.1. Steubenville-málið.Í fyrsta sæti setur miðillinn fjölmiðlaumfjöllun um Steubenville-málið sem vakti mikla athygli snemma á árinu, þar sem tveir framhaldsskólanemar voru sakfelldir fyrir að nauðga skólasystur sinni. Málið klauf bæinn Steubenville í tvær fylkingar, en drengirnir nýttu sér bágt ástand stúlkunnar sem hafði drukkið of mikið og fóru með hana á milli samkvæma í bænum, beittu hana kynferðislegu ofbeldi auk þess sem þeir mynduðu brotin og birtu meðal annars af henni myndir hálfnakinni á Instagram. Huffpost segir að fjölmiðlaumfjöllunin um málið næstum því verið eins hræðileg og hinn hryllilegi glæpur sem var framinn gegn stúlkunni. Áhersla fjölmiðla hafi öll verið á því að gera fórnarlömb úr nauðgurunum og syrgja það að þessir lofandi íþróttamenn færu í fangelsi. Miðillinn segir umfjöllunina hafa verið fyrir neðan allar hellur og hjálpað til við að viðhalda nauðgunarmenningunni sem varð þess valdandi að þessi skelfilega hópnauðgun átti sér stað.2. Robin Thicke og Miley Cyrus.Silfrið tekur atriði þessara tveggja listamanna sem vöktu gríðarlega athygli með framkomu sinni á MTV tónlistarverðlaunum. Huffington Post segir að Miley hafi verið krossfest eftir atriðið, þar sem gagnrýnendur kepptust við að finna að öllu sem fram fór á sviðinu af hennar hálfu, á meðan Thicke fékk lítið sem ekkert að finna fyrir því. Hans hegðun hafi verið alveg eins kynferðislegt, klæddur eins og dólgur og gekk um eins og hann „ætti“ Miley og aðra kvenkyns listamenn á sviðinu. Miðillinn minnir einnig á að lagið sem sungið var sé frá honum komið, ekki henni.3. Ashley Judd.Huffpost tilnefnir í þriðja lagi framboð þessarar frægu leikkonu, aðgerðarsinna sem stundaði nám í Harvard, til öldungardeildar Bandaríkjaþings. Miðillinn segir að um leið og tilkynnt var að Ashley íhugaði framboð hefði lagst yfir hana holskeifla pólitískra árása, eins karlrembulegar og þær gerast. Hún var ásökuð um að vera „með nauðganir á heilanum“ en hún hafði stigið fram sem fórnarlamb nauðgunnar.4. Konur í stjórnmálum.Huffington Post segir að umfjöllun um konur í stjórnmálum hafi verið sérstaklega léleg í ár. Vísar miðillinn sérstaklega til þess að konur hafi átt stærstan þátt í því að samið var um fjárlögin á Bandaríkjaþingi en ekki fengið það þakklæti sem þær áttu skilið.5. George Zimmermann.Málið gegn George Zimmermann vakti einnig mikla athygli á árinu en Zimmermann var sakaður um að hafa myrt ungan dreng í Flórída. Hann tók þátt í nágrannavörslu í hverfi sínu og taldi að um innbrotsþjóf hefði verið að ræða, en fórnarlambið var á leið heim til sín eftir að hafa skroppið út í búð eftir sælgæti. Talið var að um hatursglæp hefði verið að ræða þar sem drengurinn sem lést var blökkumaður og reis stór alda mótmæla upp í Bandaríkjunum vegna málsins þegar Zimmermann var sýknaður. Í kjölfarið sakaði fyrrverandi eiginkona Zimmermann hann um að hafa ógnað sér með byssu og var lögregla kölluð til að heimili foreldra hennar. Huffington post segir fjölmiðla hafa verið óttalega lélega við að fjalla um mál konunnar gegn Zimmermann, sem og önnur mál kvenna gegn honum sem lítið hafi farið fyrir í fjölmiðlum.Hér má sjá lista Huffington post í heild sinni.
Fréttir ársins 2013 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira