Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 28-23 | Stjörnustúlkur meistarar Anton Ingi Leifsson skrifar 14. desember 2013 12:15 Mynd/Vilhelm Stjörnustúlkur urðu í dag deildarbikarmeistarar í handbolta. Þær unnu nokkuð öruggan fimm marka sigur á Gróttu. Lykillinn að sigrinum var góður endir á fyrri hálfleik og frábær byrjun í síðari hálfleik. Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði fyrstu tvö mörk leiksins fyrir Stjörnuna, en þá rönkuðu Gróttustelpur við sér og skoruðu næstu tvö mörk. Liðin héldust í hendur nærri allan fyrir hálfleikinn eða þangað til í stöðunni 10-10. Ekki var mikið um varnarleik og markvörslu fyrstu tuttugu mínúturnar. Sóknarleikurinn var í fyrirrúmi. Í stöðunni 10-10 skildu leiðir. Stjarnan skoraði sex mörk gegn tveimur frá Gróttu og þar fór Helena Rut Örvarsdóttir fremst í flokki en hún skoraði fjögur mörk af þessum sex og alls fimm í fyrri hálfleik. Staðan 16-12 í hálfleik, mikið skorað og lítið um varnir sem fyrr segir. Garðbæingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti, skoruðu þrjú fyrstu mörkin og Florentina var í banastuði í markinu. Munurinn fór í sjö mörk eftir tíu mínútur í síðari hálfleik og þá var eigilega ekki að spyrja að því hvort liðið ynni. Stjarnan gaf aldrei Gróttu séns á að narta í hælana a sér og spilaði þennan leik virkilega fagmannlega, ef svo mætti að orði komast. Frábær varnarleikur og markvarsla skóp sigurinn en Stjarnan sigldi fram úr í lok síðari hálfleiks og byrjun þess síðari. Ekki verður tekið að Gróttustúlkum að þær gáfu sig alla í verkefnið en erfiður leikur í gær tók sinn toll. Helena Rut Örvarsdóttir var markahæst með sjö mörk hjá Stjörnunni, en næst kom Sólveig Lára Kjærnested með sex mörk. Florentina Stanciu varði sextán skot. Hjá Gróttu voru Laufey Ásta Guðmundsdóttir og Lene Burmo markahæstar með fimm mörk hvor. Íris Björk varði ellefu skot í markinu og Elín Jóna tvö.Skúli: Enn pláss í bikaraskápunum „Fyrst og fremst var það bara frábær vörn og frábær markvarsla. Þetta hljómar klisjukennt en við byrjuðum ekki þannig í dag. Svo kom þetta. Síðan var þetta bara flottur karakter og síðan var ég ánægður með líkamlegt ástand á liðinu, mér finnst það gott," sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, við Vísi strax að leik loknum. „Við missum lykilmann eins og Rakel úr liðinu en það koma bara aðrar og stíga upp. Við missum þó aldrei sjálfstraustið og það er mikilvæg eign í okkar vopnabúri." „Það voru margar að spila frábærlega en Helena stóð uppúr. Hún er ungur leikmaður og kom inn í fjarveru Rakelar og spilaði frábærlega, ekki síst í vörn." „Þetta er fyrsti titillinn síðan 2010. Það er enn pláss í bikaraskápunum hjá Stjörnunni," sagði Skúli kampakátur að lokum.Kári: Leikurinn í gær tók mikinn kraft úr okkur „Við byrjuðum leikinn ágætlega, svona fyrstu tuttugu mínúturnar. Kannski er það aðalástæðan að við vorum að spila gífurlega erfiðan leik í gær og tók mikinn kraft úr okkur. Þær voru að spila fremur léttan leik í gær," sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, við Vísi að leik loknum. „Maður fann það á mínu liði að það var minna eftir á tanknum hjá okkur heldur en hjá Stjörnunni. Ég er þó gífurlega stoltur af mínu liði að hafa náð inn í þennan úrslitaleik." „Þetta er vonandi fyrsta skrefið af mörgum í að Grótta stígi aftur það skref að verða eitt af bestu kvennaliðum landsins. Þetta er risaskref að komast í þennan deildarbikar en ég hefði viljað gefa Stjörnunni meiri mótspyrnu. Þær voru nánast komnar með þetta þegar tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleik," sagði Kári að lokum.Jóna Margrét: Frábær vörn og markvarsla „Þetta var bara frábær vörn og markvarsla. Við börðumst allan tímann og það skóp þennan sigur að mínu mati," sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, við Vísi strax að leik loknum. „Við vissum það að ef við myndum gefa þeim smá von þá myndu þær saxa á okkur. Við vildum ekki að það myndi gerast. Maður finnur ekkert neikvætt til að ræða um á svona dögum." „Við getum farið í eitthver smáatriði, en við náðum allar að spila fínan bolta. Þetta er bara rétt að byrja, en við stefnum á að taka alla titlana. Það verður hins vegar bara koma í ljós," sagði Jóna Margrét við Vísi. Íslenski handboltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Stjörnustúlkur urðu í dag deildarbikarmeistarar í handbolta. Þær unnu nokkuð öruggan fimm marka sigur á Gróttu. Lykillinn að sigrinum var góður endir á fyrri hálfleik og frábær byrjun í síðari hálfleik. Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði fyrstu tvö mörk leiksins fyrir Stjörnuna, en þá rönkuðu Gróttustelpur við sér og skoruðu næstu tvö mörk. Liðin héldust í hendur nærri allan fyrir hálfleikinn eða þangað til í stöðunni 10-10. Ekki var mikið um varnarleik og markvörslu fyrstu tuttugu mínúturnar. Sóknarleikurinn var í fyrirrúmi. Í stöðunni 10-10 skildu leiðir. Stjarnan skoraði sex mörk gegn tveimur frá Gróttu og þar fór Helena Rut Örvarsdóttir fremst í flokki en hún skoraði fjögur mörk af þessum sex og alls fimm í fyrri hálfleik. Staðan 16-12 í hálfleik, mikið skorað og lítið um varnir sem fyrr segir. Garðbæingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti, skoruðu þrjú fyrstu mörkin og Florentina var í banastuði í markinu. Munurinn fór í sjö mörk eftir tíu mínútur í síðari hálfleik og þá var eigilega ekki að spyrja að því hvort liðið ynni. Stjarnan gaf aldrei Gróttu séns á að narta í hælana a sér og spilaði þennan leik virkilega fagmannlega, ef svo mætti að orði komast. Frábær varnarleikur og markvarsla skóp sigurinn en Stjarnan sigldi fram úr í lok síðari hálfleiks og byrjun þess síðari. Ekki verður tekið að Gróttustúlkum að þær gáfu sig alla í verkefnið en erfiður leikur í gær tók sinn toll. Helena Rut Örvarsdóttir var markahæst með sjö mörk hjá Stjörnunni, en næst kom Sólveig Lára Kjærnested með sex mörk. Florentina Stanciu varði sextán skot. Hjá Gróttu voru Laufey Ásta Guðmundsdóttir og Lene Burmo markahæstar með fimm mörk hvor. Íris Björk varði ellefu skot í markinu og Elín Jóna tvö.Skúli: Enn pláss í bikaraskápunum „Fyrst og fremst var það bara frábær vörn og frábær markvarsla. Þetta hljómar klisjukennt en við byrjuðum ekki þannig í dag. Svo kom þetta. Síðan var þetta bara flottur karakter og síðan var ég ánægður með líkamlegt ástand á liðinu, mér finnst það gott," sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, við Vísi strax að leik loknum. „Við missum lykilmann eins og Rakel úr liðinu en það koma bara aðrar og stíga upp. Við missum þó aldrei sjálfstraustið og það er mikilvæg eign í okkar vopnabúri." „Það voru margar að spila frábærlega en Helena stóð uppúr. Hún er ungur leikmaður og kom inn í fjarveru Rakelar og spilaði frábærlega, ekki síst í vörn." „Þetta er fyrsti titillinn síðan 2010. Það er enn pláss í bikaraskápunum hjá Stjörnunni," sagði Skúli kampakátur að lokum.Kári: Leikurinn í gær tók mikinn kraft úr okkur „Við byrjuðum leikinn ágætlega, svona fyrstu tuttugu mínúturnar. Kannski er það aðalástæðan að við vorum að spila gífurlega erfiðan leik í gær og tók mikinn kraft úr okkur. Þær voru að spila fremur léttan leik í gær," sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, við Vísi að leik loknum. „Maður fann það á mínu liði að það var minna eftir á tanknum hjá okkur heldur en hjá Stjörnunni. Ég er þó gífurlega stoltur af mínu liði að hafa náð inn í þennan úrslitaleik." „Þetta er vonandi fyrsta skrefið af mörgum í að Grótta stígi aftur það skref að verða eitt af bestu kvennaliðum landsins. Þetta er risaskref að komast í þennan deildarbikar en ég hefði viljað gefa Stjörnunni meiri mótspyrnu. Þær voru nánast komnar með þetta þegar tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleik," sagði Kári að lokum.Jóna Margrét: Frábær vörn og markvarsla „Þetta var bara frábær vörn og markvarsla. Við börðumst allan tímann og það skóp þennan sigur að mínu mati," sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, við Vísi strax að leik loknum. „Við vissum það að ef við myndum gefa þeim smá von þá myndu þær saxa á okkur. Við vildum ekki að það myndi gerast. Maður finnur ekkert neikvætt til að ræða um á svona dögum." „Við getum farið í eitthver smáatriði, en við náðum allar að spila fínan bolta. Þetta er bara rétt að byrja, en við stefnum á að taka alla titlana. Það verður hins vegar bara koma í ljós," sagði Jóna Margrét við Vísi.
Íslenski handboltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira