Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Hamar 64-53 | Haukar í þriðja sæti yfir jólin Elvar Geir Magnússon á Ásvöllum skrifar 13. desember 2013 19:45 Haukakonur unnu 11 stiga sigur á Hamri í úrvalsdeild kvenna í kvöld, 64-53. Heimaliðið reyndist sterkara í lokin en Hamar var einu stigi yfir að loknum fyrri hálfleik. Þetta var síðasti leikur þessara liða fyrir jólafrí. Haukar eru með 18 stig, tveimur stigum á eftir Keflavík og Snæfelli sem mætast á morgun. Hamar er í fjórða sæti með 12 stig en getur dottið niður í fimmta sætið eftir leikina á morgun.Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka: Ætla að hætta þessari neikvæðni "Ég er ánægður með sigurinn og fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik voru nokkuð góðar. En við klárum leikinn mjög illa og ég er mjög ósáttur við það," sagði Bjarni eftir leikinn. "Mér fannst vanta meiri grimmd í að klára leikinn undir lokin, við eigum ekki að leyfa okkur svona vitleysu í desember. Þetta þarf ég að fara yfir með stelpunum." "En stigin eru góð... ég ætla að hætta þessari neikvæðni. Við erum komin í jólafrí og erum á góðum stað í þriðja sæti. Það hefur verið stígandi í þessu og við erum á góðum stað eftir erfiða byrjun. Nú kemur smá frí en svo æfum við vel milli jóla og nýárs, svo byrja lætin í janúar. Við eigum fullt af leikjum í byrjun og það verður gaman."Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Hamars: Lele Hardy komst upp með of mikið"Þetta er hundfúlt. Við komum ekki tilbúnar í þetta. Það er eitthvað vanmat í gangi, ég veit ekki af hverju við ættum að vera að vanmeta Haukana. Við vorum of mikið að pæla í að Lele Hardy væri eitthvað veik," sagði Hallgrímur. "Við héldum að við gætum labbað yfir eitt sterkasta lið landsins. Við gerum það ekki þegar við komum bara á öðrum fætinum. Haukaliðið kom mér ekkert á óvart. Þetta er vel skipað og vel þjálfað lið. " "Lele Hardy spilaði einhverjar 26 mínútur og fékk að hoppa yfir bakið á okkur hægri vinstri til að ná í sóknarfráköst. Það var bara einu sinni dæmd villa á hana. Ég er mjög ósáttur við það. Það er leiðinlegt þegar leikmenn fá svona mikla virðingu frá dómurunum."Haukar-Hamar 64-53 (13-11, 12-15, 22-15, 17-12) Haukar: Margrét Rósa Hálfdanardóttir 15/6 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 12, Lele Hardy 12/25 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6, Auður Íris Ólafsdóttir 6, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5/5 fráköst/9 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 3. Hamar: Fanney Lind Guðmundsdóttir 18/10 fráköst, Di'Amber Johnson 16/4 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 11/11 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 4/9 fráköst, Jenný Harðardóttir 4. Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Eggert Þór AðalsteinssonLeiklýsing: Haukar - Hamar | TölfræðiLEIK LOKIÐ | 64-53 Viðtöl koma inn rétt á eftir. Fjórði leikhluti | Staðan er 62-53 Níu stiga munur þegar 1:26 er eftir og Hamar með boltann. Fjórði leikhluti | Staðan er 60-49 3 mín eftir. Smá kæruleysi hljóp í heimastúlkur og Hamar skoraði tvær körfur með stuttu millibili. Bjarni þjálfari Hauka tók leikhlé og messaði aðeins yfir sínu liði. Fjórði leikhluti | Staðan er 60-45 Dagbjört Samúelsdóttir að setja niður þriggja stiga körfu þegar 3:30 er eftir. Haukar með öll spil á hendi... Fjórði leikhluti | Staðan er 57-44 Haukaliðið virðist með ágætis tök á þessu núna. Hefur einfaldlega verið talsvert ákveðnara í seinni hálfleiknum og breiddin meiri. Hamarsliðið þarf að gera betur. 5 og hálf mínúta eftir. Fjórði leikhluti |Staðan er 54-42 Hin stórefnilega Sylvía Rún Hálfdánardóttir að skora glæsilega þriggja stiga körfu og setti svo tvö til viðbótar stuttu síðar, ansi mikilvægt fyrir Hauka sem ná tólf stiga forystu. Sylvía með 12 stig hingað til. Þriðja leikhluta lokið | Staðan er 47-41 Enn er allt í járnum og það stefnir í hörkuspennu í síðasta fjórðungnum. Margrét Rósa með 15 stig fyrir Hauka en Fanney Guðmunds með 17 stig fyrir gestina. Þriðji leikhluti | Staðan er 42-34 Það hefur fjölgað hægt og bítandi í húsinu. Stuðningsmenn Hauka láta í sér heyra en hljóðlátara er yfir þeim tíu stuðningsmönnum Hamars sem mættir eru. Þriðji leikhluti | Staðan er 37-28 Margrét Rósa Hálfdánardóttir skoraði 6 stig fyrstu tvo leikhlutana en byrjar seinni hálfleikinn af frábærum krafti, er komin með 12 stig alls. Þriðji leikhluti | Staðan er 35-26 Frábær byrjun Haukastúlkna í seinni hálfleik. Greinilegt að hálfleiksræðan hefur peppað þær vel. 10-0 kafli hér í upphafi seinni hálfleiksins. Stigahæstar í hálfleik: Margrét Rósa Hálfdánardóttir er með 6 stig fyrir Hauka og Sylvía Rún Hálfdánardóttir með 5 stig. Fanney Lind Guðmundsdóttir og DiAmber Johnson hafa að mestu séð um hlutina hjá Hamri, Fanney með 10 stig og Johnson 7 stig. Öðrum leikhluta lokið | Staðan er 25-26 Hamar fékk tvö vítaköst í lok hálfleiksins sem bæði fóru niður. Við skoðum stigahæstu leikmenn eftir smá.Annar leikhluti | Staðan er 20-20 Með góðum kafla hafa gestirnir frá Hveragerði náð að jafna leikinn. Fyrsta leikhluta lokið | Staðan er 13-11 Leikurinn er í járnum enda munar aðeins tveimur stigum á liðunum. Fimm leikmenn heimakvenna eru komnir á blað en þrír hjá Hvergerðingum.Fyrir leik: Lele Hardy er klár í slaginn með Haukunum í dag. Sú bandaríska fékk mikla krampa í tapleik Hauka gegn Snæfelli á dögunum. Hafið Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, á orði að hann hefði aldrei séð annað eins. Fyrir leik: Keflavík er í toppsæti deildarinnar með 20 stig eftir 13 leiki. Liðið deilir reyndar toppsætinu með liði Snæfells. Heimakonur í Haukum eru fjórum stigum á eftir Suðurnesjakonum en geta minnkað bilið í tvö stig með sigri í kvöld. Fyrir leik: Komið þið sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og Hamars lýst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Haukakonur unnu 11 stiga sigur á Hamri í úrvalsdeild kvenna í kvöld, 64-53. Heimaliðið reyndist sterkara í lokin en Hamar var einu stigi yfir að loknum fyrri hálfleik. Þetta var síðasti leikur þessara liða fyrir jólafrí. Haukar eru með 18 stig, tveimur stigum á eftir Keflavík og Snæfelli sem mætast á morgun. Hamar er í fjórða sæti með 12 stig en getur dottið niður í fimmta sætið eftir leikina á morgun.Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka: Ætla að hætta þessari neikvæðni "Ég er ánægður með sigurinn og fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik voru nokkuð góðar. En við klárum leikinn mjög illa og ég er mjög ósáttur við það," sagði Bjarni eftir leikinn. "Mér fannst vanta meiri grimmd í að klára leikinn undir lokin, við eigum ekki að leyfa okkur svona vitleysu í desember. Þetta þarf ég að fara yfir með stelpunum." "En stigin eru góð... ég ætla að hætta þessari neikvæðni. Við erum komin í jólafrí og erum á góðum stað í þriðja sæti. Það hefur verið stígandi í þessu og við erum á góðum stað eftir erfiða byrjun. Nú kemur smá frí en svo æfum við vel milli jóla og nýárs, svo byrja lætin í janúar. Við eigum fullt af leikjum í byrjun og það verður gaman."Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Hamars: Lele Hardy komst upp með of mikið"Þetta er hundfúlt. Við komum ekki tilbúnar í þetta. Það er eitthvað vanmat í gangi, ég veit ekki af hverju við ættum að vera að vanmeta Haukana. Við vorum of mikið að pæla í að Lele Hardy væri eitthvað veik," sagði Hallgrímur. "Við héldum að við gætum labbað yfir eitt sterkasta lið landsins. Við gerum það ekki þegar við komum bara á öðrum fætinum. Haukaliðið kom mér ekkert á óvart. Þetta er vel skipað og vel þjálfað lið. " "Lele Hardy spilaði einhverjar 26 mínútur og fékk að hoppa yfir bakið á okkur hægri vinstri til að ná í sóknarfráköst. Það var bara einu sinni dæmd villa á hana. Ég er mjög ósáttur við það. Það er leiðinlegt þegar leikmenn fá svona mikla virðingu frá dómurunum."Haukar-Hamar 64-53 (13-11, 12-15, 22-15, 17-12) Haukar: Margrét Rósa Hálfdanardóttir 15/6 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 12, Lele Hardy 12/25 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6, Auður Íris Ólafsdóttir 6, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5/5 fráköst/9 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 3. Hamar: Fanney Lind Guðmundsdóttir 18/10 fráköst, Di'Amber Johnson 16/4 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 11/11 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 4/9 fráköst, Jenný Harðardóttir 4. Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Eggert Þór AðalsteinssonLeiklýsing: Haukar - Hamar | TölfræðiLEIK LOKIÐ | 64-53 Viðtöl koma inn rétt á eftir. Fjórði leikhluti | Staðan er 62-53 Níu stiga munur þegar 1:26 er eftir og Hamar með boltann. Fjórði leikhluti | Staðan er 60-49 3 mín eftir. Smá kæruleysi hljóp í heimastúlkur og Hamar skoraði tvær körfur með stuttu millibili. Bjarni þjálfari Hauka tók leikhlé og messaði aðeins yfir sínu liði. Fjórði leikhluti | Staðan er 60-45 Dagbjört Samúelsdóttir að setja niður þriggja stiga körfu þegar 3:30 er eftir. Haukar með öll spil á hendi... Fjórði leikhluti | Staðan er 57-44 Haukaliðið virðist með ágætis tök á þessu núna. Hefur einfaldlega verið talsvert ákveðnara í seinni hálfleiknum og breiddin meiri. Hamarsliðið þarf að gera betur. 5 og hálf mínúta eftir. Fjórði leikhluti |Staðan er 54-42 Hin stórefnilega Sylvía Rún Hálfdánardóttir að skora glæsilega þriggja stiga körfu og setti svo tvö til viðbótar stuttu síðar, ansi mikilvægt fyrir Hauka sem ná tólf stiga forystu. Sylvía með 12 stig hingað til. Þriðja leikhluta lokið | Staðan er 47-41 Enn er allt í járnum og það stefnir í hörkuspennu í síðasta fjórðungnum. Margrét Rósa með 15 stig fyrir Hauka en Fanney Guðmunds með 17 stig fyrir gestina. Þriðji leikhluti | Staðan er 42-34 Það hefur fjölgað hægt og bítandi í húsinu. Stuðningsmenn Hauka láta í sér heyra en hljóðlátara er yfir þeim tíu stuðningsmönnum Hamars sem mættir eru. Þriðji leikhluti | Staðan er 37-28 Margrét Rósa Hálfdánardóttir skoraði 6 stig fyrstu tvo leikhlutana en byrjar seinni hálfleikinn af frábærum krafti, er komin með 12 stig alls. Þriðji leikhluti | Staðan er 35-26 Frábær byrjun Haukastúlkna í seinni hálfleik. Greinilegt að hálfleiksræðan hefur peppað þær vel. 10-0 kafli hér í upphafi seinni hálfleiksins. Stigahæstar í hálfleik: Margrét Rósa Hálfdánardóttir er með 6 stig fyrir Hauka og Sylvía Rún Hálfdánardóttir með 5 stig. Fanney Lind Guðmundsdóttir og DiAmber Johnson hafa að mestu séð um hlutina hjá Hamri, Fanney með 10 stig og Johnson 7 stig. Öðrum leikhluta lokið | Staðan er 25-26 Hamar fékk tvö vítaköst í lok hálfleiksins sem bæði fóru niður. Við skoðum stigahæstu leikmenn eftir smá.Annar leikhluti | Staðan er 20-20 Með góðum kafla hafa gestirnir frá Hveragerði náð að jafna leikinn. Fyrsta leikhluta lokið | Staðan er 13-11 Leikurinn er í járnum enda munar aðeins tveimur stigum á liðunum. Fimm leikmenn heimakvenna eru komnir á blað en þrír hjá Hvergerðingum.Fyrir leik: Lele Hardy er klár í slaginn með Haukunum í dag. Sú bandaríska fékk mikla krampa í tapleik Hauka gegn Snæfelli á dögunum. Hafið Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, á orði að hann hefði aldrei séð annað eins. Fyrir leik: Keflavík er í toppsæti deildarinnar með 20 stig eftir 13 leiki. Liðið deilir reyndar toppsætinu með liði Snæfells. Heimakonur í Haukum eru fjórum stigum á eftir Suðurnesjakonum en geta minnkað bilið í tvö stig með sigri í kvöld. Fyrir leik: Komið þið sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og Hamars lýst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti