Körfubolti

Rodman hittir Kim Jong-Un bara seinna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Félagarnir á körfuboltaleik í Norður-Kóreu.
Félagarnir á körfuboltaleik í Norður-Kóreu.
Fyrrverandi körfuknattleikskappinn Dennis Rodman yfirgaf Norður-Kóreu á mánudag.

Rodman staðfesti við fréttastofu Reuters að hafa ekki hitt Kim Jong-Un, leiðtoga Norður-Kóreu. Hann sagðist hins vegar ekkert vera að stressa sig á því. Hann myndi bara hitta hann seinna. Rodman hefur áður sagt að góður vinskapur sé hjá þeim félögum.

Rodman sagði í viðtali við AP í gær að hann hefði ekki hitt Kim. Hann kom til Norður-Kóreu á fimmtudag sléttri viku eftir aftöku frænda leiðtogans.

Talið er að Rodman sé að ganga frá plönum um að koma með tólf fyrrum NBA-leikmenn til Pyongyang í stjörnuleik þann 8. janúar, afmælisdag leiðtogans.

Rodman er þekktasti Bandaríkjamaðurinn sem hefur hitt Kim síðan hann tók við völdum af föður sínum seint á árinu 2011.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×