Körfubolti

Býflugan snýr aftur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Býflugan Hugo
Býflugan Hugo Mynd/Gettyimages
Árið 2002 gaf NBA-deildin borginni Charlotte loforð, borgin var að missa körfuboltaliðið Charlotte Hornets til New Orleans og markmiðið var að stofna nýtt lið í borginni.

Charlotte Bobcats var stofnað árið 2004 en árangurinn hefur hingað til verið dapur og hefur liðið aðeins einu sinni komist í úrslitakeppnina. Á sama tíma hefur New Orleans Hornets átt nokkra stutta spretti í úrslitakeppninni.

Fyrir þetta tímabil var ákveðið að breyta Hornets nafninu í New Orleans Pelicans til að tengjast betur New Orleans svæðinu og er núverandi tímabil fyrsta tímabil liðsins undir merkjum pelíkanans. Michael Jordan, eigandi Bobcats var fljótur að óska eftir gamla nafninu sem var samþykkt af hálfu NBA deildarinnar.

Í hálfleik í leik Bobcats gegn Jazz í  gærkvöldi var nýja merkið loks kynnt og mun liðið spila undir merkjum Charlotte Hornets á næsta tímabili. Nú er bara að bíða og sjá hvort nýja merkið færi félaginu gæfu.









NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×