Annað ár úlfsins fram undan 8. janúar 2013 10:00 Árið 2012 var einstaklega gæfuríkt fyrir skagfirsku rappsveitina Úlfur Úlfur en þetta vinsæla tríó er staðráðið í að toppa sig tónlistarlega á nýja árinu. „Við erum að vinna í nýrri plötu og það gengur ógeðslega vel," segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur hljómsveitarinnar Úlfur Úlfur, en sveitin fagnar um þessar mundir ársafmæli plötunnar Föstudagurinn langi, þeirrar fyrstu frá sveitinni. „Ég er ófeiminn við að fullyrða að nýja efnið hljómar miklu betur en allt sem við höfum áður gert," bætir Arnar við. Það eru stór orð í ljósi árangurs fyrri plötunnar, en lög af henni voru með þeim mest spiluðu á útvarpsstöðvunum FM957 og Flass. Auk þess var lagið Ég er farinn valið lag ársins á hlustendaverðlaunum FM957. „Við erum búnir að vera að taka upp efni á plötuna síðasta hálfa árið," segir Arnar. Hið vinsæla lag Blóð og sígarettur, sem sveitin hljóðritaði eftir að síðasta plata kom út, fær ekki að vera með á plötunni. „Það er bara í lausu lofti á milli platna." Arnar vill engu lofa um útgáfudag plötunnar, en segir nýtt lag væntanlegt í spilun innan skamms. „Það heitir Sofðu vel og við erum að fara að taka upp myndband við það núna í janúar," segir Arnar. Hann segir lagið væntanlegt fljótlega eftir það. Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Árið 2012 var einstaklega gæfuríkt fyrir skagfirsku rappsveitina Úlfur Úlfur en þetta vinsæla tríó er staðráðið í að toppa sig tónlistarlega á nýja árinu. „Við erum að vinna í nýrri plötu og það gengur ógeðslega vel," segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur hljómsveitarinnar Úlfur Úlfur, en sveitin fagnar um þessar mundir ársafmæli plötunnar Föstudagurinn langi, þeirrar fyrstu frá sveitinni. „Ég er ófeiminn við að fullyrða að nýja efnið hljómar miklu betur en allt sem við höfum áður gert," bætir Arnar við. Það eru stór orð í ljósi árangurs fyrri plötunnar, en lög af henni voru með þeim mest spiluðu á útvarpsstöðvunum FM957 og Flass. Auk þess var lagið Ég er farinn valið lag ársins á hlustendaverðlaunum FM957. „Við erum búnir að vera að taka upp efni á plötuna síðasta hálfa árið," segir Arnar. Hið vinsæla lag Blóð og sígarettur, sem sveitin hljóðritaði eftir að síðasta plata kom út, fær ekki að vera með á plötunni. „Það er bara í lausu lofti á milli platna." Arnar vill engu lofa um útgáfudag plötunnar, en segir nýtt lag væntanlegt í spilun innan skamms. „Það heitir Sofðu vel og við erum að fara að taka upp myndband við það núna í janúar," segir Arnar. Hann segir lagið væntanlegt fljótlega eftir það.
Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“