Tölum saman um betri hverfi Jón Gnarr skrifar 14. janúar 2013 06:00 Í fyrra óskaði Reykjavíkurborg eftir hugmyndum frá borgarbúum að smærri verkefnum í hverfum borgarinnar. Borgarbúar tóku vel við sér og komu með nærri 400 góðar hugmyndir. Embættismenn og hverfaráð Reykjavíkurborgar fóru síðan yfir hugmyndirnar og var kosið á milli 182 hugmynda í rafrænum íbúakosningum. Þar af kusu borgarbúar 124 hugmyndir sem komu til framkvæmda í fyrrasumar og haust. Hafa nú yfir 100 verkefni verið framkvæmd. Aðeins lítill hluti bíður vors. Þetta tilraunaverkefni tókst afar vel og ég þori að fullyrða að mikill meirihluti þessara verkefna er í anda þeirra hugmynda sem íbúar settu fram. Kjörsókn var um 8,1%, í sumum hverfum um og yfir 10 prósent. Samt má enn gera betur. Óánægjuraddir heyrðust varðandi einstök verkefni og snerust þær m.a. um að borgin framkvæmdi hugmyndirnar eftir sínu höfði en ekki íbúanna. Þá kom fram sú gagnrýni að dýrari verkefni vantaði á hugmyndalistana sem kosið var um. Í ár vil ég sjá enn fleiri borgarbúa taka þátt og við þurfum einnig að tryggja virkara samráð um framkvæmdirnar. Í dag verður opnað fyrir góðar hugmyndir í verkefnið Betri hverfi á samráðsvefnum Betri Reykjavík. Þar geta Reykvíkingar sett inn nýjar hugmyndir, skoðað og stutt við hugmyndir annarra. Hægt verður að setja inn hugmyndir til 15. febrúar nk. Rafrænar íbúakosningar um efstu hugmyndir verða síðan haldnar dagana 14.-19. mars. Reykjavíkurborg leggur aftur 300 milljónir í svokallaða hverfapotta á þessu ári til að koma þeim verkefnum í framkvæmd sem kosin verða. Á næstu vikum mun ég funda með íbúum í hverfum Reykjavíkur og fara yfir verkefni síðasta árs og óska eftir uppbyggilegum hugmyndum. Þar mun íbúum gefast kostur á því að bjóða fram þjónustu sína varðandi eftirfylgni verkefna. Með því viljum við tryggja að verkefnin sem koma til framkvæmda verði í anda þeirra hugmynda sem íbúar setja fram. Ég hlakka til og hvet alla Reykvíkinga til að mæta á fundina. Reykjavík er frábær borg en við getum gert hana enn betri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í fyrra óskaði Reykjavíkurborg eftir hugmyndum frá borgarbúum að smærri verkefnum í hverfum borgarinnar. Borgarbúar tóku vel við sér og komu með nærri 400 góðar hugmyndir. Embættismenn og hverfaráð Reykjavíkurborgar fóru síðan yfir hugmyndirnar og var kosið á milli 182 hugmynda í rafrænum íbúakosningum. Þar af kusu borgarbúar 124 hugmyndir sem komu til framkvæmda í fyrrasumar og haust. Hafa nú yfir 100 verkefni verið framkvæmd. Aðeins lítill hluti bíður vors. Þetta tilraunaverkefni tókst afar vel og ég þori að fullyrða að mikill meirihluti þessara verkefna er í anda þeirra hugmynda sem íbúar settu fram. Kjörsókn var um 8,1%, í sumum hverfum um og yfir 10 prósent. Samt má enn gera betur. Óánægjuraddir heyrðust varðandi einstök verkefni og snerust þær m.a. um að borgin framkvæmdi hugmyndirnar eftir sínu höfði en ekki íbúanna. Þá kom fram sú gagnrýni að dýrari verkefni vantaði á hugmyndalistana sem kosið var um. Í ár vil ég sjá enn fleiri borgarbúa taka þátt og við þurfum einnig að tryggja virkara samráð um framkvæmdirnar. Í dag verður opnað fyrir góðar hugmyndir í verkefnið Betri hverfi á samráðsvefnum Betri Reykjavík. Þar geta Reykvíkingar sett inn nýjar hugmyndir, skoðað og stutt við hugmyndir annarra. Hægt verður að setja inn hugmyndir til 15. febrúar nk. Rafrænar íbúakosningar um efstu hugmyndir verða síðan haldnar dagana 14.-19. mars. Reykjavíkurborg leggur aftur 300 milljónir í svokallaða hverfapotta á þessu ári til að koma þeim verkefnum í framkvæmd sem kosin verða. Á næstu vikum mun ég funda með íbúum í hverfum Reykjavíkur og fara yfir verkefni síðasta árs og óska eftir uppbyggilegum hugmyndum. Þar mun íbúum gefast kostur á því að bjóða fram þjónustu sína varðandi eftirfylgni verkefna. Með því viljum við tryggja að verkefnin sem koma til framkvæmda verði í anda þeirra hugmynda sem íbúar setja fram. Ég hlakka til og hvet alla Reykvíkinga til að mæta á fundina. Reykjavík er frábær borg en við getum gert hana enn betri.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun