Árstíðir hlaut evrópsk verðlaun 16. janúar 2013 07:00 verðlaunuð Hljómsveitin Árstíðir hefur hlotið tónlistarverðlaunin Eiserner-Eversteiner. Árstíðir hefur hlotið evrópsku tónlistarverðlaunin Eiserner-Eversteiner. Þau eru veitt framúrskarandi evrópskum hljómsveitum í Þýskalandi á hverju ári. „Þetta mun opna Þýskalandsmarkaðinn mikið fyrir okkur. Umboðsmaðurinn okkar er byrjaður að plana tvö tónleikaferðalög um Þýskaland næsta sumar,“ segir Ragnar Ólafsson úr Árstíðum. Sveitinni hefur einnig verið boðið á hátíðina Rudolstadt í júlí, sem er stærsta þjóðlagatónlistarhátíð Þýskalands. Fjöldi hljómsveita sendi inn umsóknir vegna tónlistarverðlaunanna Eiserner-Eversteiner. Átta hljómsveitir voru tilnefndar úr þeim hópi og þær tóku þátt í hljómsveitakeppninni Folkherbst. Hún er haldin ár hvert í þýsku borginni Plauer. Þar er bæði keppt um áheyrendaverðlaun og viðurkenningu dómnefndar atvinnumanna, og Árstíðir hlaut viðurkenningu dómnefndarinnar. Hljómsveitin er á leiðinni til Þýskalands til þess að taka á móti verðlaununum, sem hljóða upp á um hálfa milljón króna. Af því tilefni spilar hún á hátíðartónleikum í tónleikahöllinni Malzhaus í Plauen 26. janúar. Fleira er fram undan hjá Árstíðum, því hljómsveitin hitar upp fyrir sænsku rokkarana í Pain of Salvation á þriggja vikna tónleikaferðalagi, þar sem hljómsveitirnar munu flakka um fjórtán lönd. Ragnar Sólberg er meðlimur sænsku hljómsveitarinnar og kynnti söngvara hennar fyrir Árstíðum á sínum tíma. Síðasta plata Árstíða, Svefns og vöku skil, hefur verið gefin út í Þýskalandi og fengið góða dóma. - fb Tónlist Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Árstíðir hefur hlotið evrópsku tónlistarverðlaunin Eiserner-Eversteiner. Þau eru veitt framúrskarandi evrópskum hljómsveitum í Þýskalandi á hverju ári. „Þetta mun opna Þýskalandsmarkaðinn mikið fyrir okkur. Umboðsmaðurinn okkar er byrjaður að plana tvö tónleikaferðalög um Þýskaland næsta sumar,“ segir Ragnar Ólafsson úr Árstíðum. Sveitinni hefur einnig verið boðið á hátíðina Rudolstadt í júlí, sem er stærsta þjóðlagatónlistarhátíð Þýskalands. Fjöldi hljómsveita sendi inn umsóknir vegna tónlistarverðlaunanna Eiserner-Eversteiner. Átta hljómsveitir voru tilnefndar úr þeim hópi og þær tóku þátt í hljómsveitakeppninni Folkherbst. Hún er haldin ár hvert í þýsku borginni Plauer. Þar er bæði keppt um áheyrendaverðlaun og viðurkenningu dómnefndar atvinnumanna, og Árstíðir hlaut viðurkenningu dómnefndarinnar. Hljómsveitin er á leiðinni til Þýskalands til þess að taka á móti verðlaununum, sem hljóða upp á um hálfa milljón króna. Af því tilefni spilar hún á hátíðartónleikum í tónleikahöllinni Malzhaus í Plauen 26. janúar. Fleira er fram undan hjá Árstíðum, því hljómsveitin hitar upp fyrir sænsku rokkarana í Pain of Salvation á þriggja vikna tónleikaferðalagi, þar sem hljómsveitirnar munu flakka um fjórtán lönd. Ragnar Sólberg er meðlimur sænsku hljómsveitarinnar og kynnti söngvara hennar fyrir Árstíðum á sínum tíma. Síðasta plata Árstíða, Svefns og vöku skil, hefur verið gefin út í Þýskalandi og fengið góða dóma. - fb
Tónlist Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira