Stuðningsgrein: Guðbjartur sú gerð stjórnmálamanns sem þjóðin þarfnast Ólína Þorvarðardóttir skrifar 21. janúar 2013 06:00 Sæll má sá stjórnmálaflokkur vera sem hefur af mannvali að státa, þar sem flokksmenn eiga um góða kosti að velja til forystu og trúnaðarverka. Slík staða er nú uppi í Samfylkingunni sem þessa dagana kýs sér nýjan formann í allsherjaratkvæðagreiðslu innan flokksins. Tveir öflugir og frambærilegir frambjóðendur hafa nú gefið kost á sér til formennskunnar. Báðir yrðu vandanum vaxnir og vel að verkefninu komnir. Má því segja að flokkurinn standi frammi fyrir ákveðnu lúxusvandamáli, að gera upp á milli þeirra Guðbjarts Hannessonar og Árna Páls Árnasonar. Báðir eru jafnaðarmenn af lífi og sál. Árni Páll er mælskur og rökfastur. Hann hefur framtíðarsýn, skarpa hugsun og metnað til að gegna forystuhlutverki. Það er vel. Guðbjartur Hannesson hefur verið farsæll skólastjórnandi og sveitarstjórnarmaður um langt árabil, síðar forseti Alþingis og nú velferðarráðherra. Hann hefur í sínu fari tvo mikilvæga eiginleika forystumanns. Þeir eiginleikar eru annars vegar metnaður til að ná árangri og hins vegar auðmýkt gagnvart mistökum. Hvort tveggja hefur hann sannað með verkum sínum. Þar með hefur hann sýnt karakterstyrk og æðruleysi sem er til eftirbreytni. Ég hef starfað með Guðbjarti Hannessyni í fjögur ár og veit því hversu annt honum er um grunngildi jafnaðarstefnunnar. Tel ég ekki á neinn annan hallað þó sagt sé að Guðbjartur Hannesson sé sú gerð stjórnmálamanns sem Samfylkingin og samfélag okkar þurfi hvað mest á að halda eins og sakir standa. Íslenskt samfélag hefur átt um sárt að binda eftir Hrun. Sársauki þjóðarinnar hefur m.a. birst okkur í óbilgjarnri umræðu, hávaða og dómhörku sem þarf að linna eigi okkur betur að farnast. Við slíkar aðstæður tel ég mikilvægt að hefja grunngildi jafnaðarstefnunnar til vegs og virðingar á ný, en einnig nýjar aðferðir í stjórnmálum og rökræðu. Við þurfum að hefja friðsemd og umhyggju til vegs og virðingar í samfélagi okkar. Til þess þurfum við forystufólk sem lætur sér annt um fólk og yfirvegun stjórna gjörðum sínum. Ég efast ekki um að báðir þessir menn eru færir um slíkt – hvor með sínum hætti. Það er engu að síður niðurstaða mín að Guðbjartur Hannesson sé maðurinn sem Samfylkingin og stjórnmálaumræðan þarfnast um þessar mundir. Þess vegna styð ég Guðbjart Hannesson til formennsku í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sæll má sá stjórnmálaflokkur vera sem hefur af mannvali að státa, þar sem flokksmenn eiga um góða kosti að velja til forystu og trúnaðarverka. Slík staða er nú uppi í Samfylkingunni sem þessa dagana kýs sér nýjan formann í allsherjaratkvæðagreiðslu innan flokksins. Tveir öflugir og frambærilegir frambjóðendur hafa nú gefið kost á sér til formennskunnar. Báðir yrðu vandanum vaxnir og vel að verkefninu komnir. Má því segja að flokkurinn standi frammi fyrir ákveðnu lúxusvandamáli, að gera upp á milli þeirra Guðbjarts Hannessonar og Árna Páls Árnasonar. Báðir eru jafnaðarmenn af lífi og sál. Árni Páll er mælskur og rökfastur. Hann hefur framtíðarsýn, skarpa hugsun og metnað til að gegna forystuhlutverki. Það er vel. Guðbjartur Hannesson hefur verið farsæll skólastjórnandi og sveitarstjórnarmaður um langt árabil, síðar forseti Alþingis og nú velferðarráðherra. Hann hefur í sínu fari tvo mikilvæga eiginleika forystumanns. Þeir eiginleikar eru annars vegar metnaður til að ná árangri og hins vegar auðmýkt gagnvart mistökum. Hvort tveggja hefur hann sannað með verkum sínum. Þar með hefur hann sýnt karakterstyrk og æðruleysi sem er til eftirbreytni. Ég hef starfað með Guðbjarti Hannessyni í fjögur ár og veit því hversu annt honum er um grunngildi jafnaðarstefnunnar. Tel ég ekki á neinn annan hallað þó sagt sé að Guðbjartur Hannesson sé sú gerð stjórnmálamanns sem Samfylkingin og samfélag okkar þurfi hvað mest á að halda eins og sakir standa. Íslenskt samfélag hefur átt um sárt að binda eftir Hrun. Sársauki þjóðarinnar hefur m.a. birst okkur í óbilgjarnri umræðu, hávaða og dómhörku sem þarf að linna eigi okkur betur að farnast. Við slíkar aðstæður tel ég mikilvægt að hefja grunngildi jafnaðarstefnunnar til vegs og virðingar á ný, en einnig nýjar aðferðir í stjórnmálum og rökræðu. Við þurfum að hefja friðsemd og umhyggju til vegs og virðingar í samfélagi okkar. Til þess þurfum við forystufólk sem lætur sér annt um fólk og yfirvegun stjórna gjörðum sínum. Ég efast ekki um að báðir þessir menn eru færir um slíkt – hvor með sínum hætti. Það er engu að síður niðurstaða mín að Guðbjartur Hannesson sé maðurinn sem Samfylkingin og stjórnmálaumræðan þarfnast um þessar mundir. Þess vegna styð ég Guðbjart Hannesson til formennsku í Samfylkingunni.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun