Safnar peningum á Kickstarter 31. janúar 2013 07:00 Söfnunarherferð Bjarkar á Kickstarter.com er hafin. Björk Guðmundóttir hefur sett af stað herferð á síðunni Kickstarter.com til að safna peningum fyrir margmiðlunarverkefni sitt, Biophilia. Hún vill að Biophilia-öppin verði aðgengileg fyrir stýrikerfin Windows 8, Android og Macintosh. Alls vonast hún til að safna rúmum 75 milljónum króna. Björk sagði í viðtali við Fréttablaðið í fyrra að það stæði til að safna í gegnum Kickstarter og núna er það orðið að veruleika. „Þetta kostar svo rosalega mikið. Við vildum gera þetta strax í byrjun en gátum það ekki vegna þess að þetta var svo dýrt. Við hefðum þurft átta forritara í sex mánuði til að gera þetta," sagði hún í viðtalinu. Biophilia-öppin hafa hingað til verið aðgengileg fyrir iPhone, iPad og iPod. Þau eru hönnuð þannig að börn geta lært meira um vísindi og tónlist. „Verkefnið hefur gengið vel í mörgum borgum og vakið athygli hjá börnum og kennurum úti um allan heim, allt frá Suður-Ameríku til Austur-Asíu og Afríku," sagði Björk í yfirlýsingu sinni. „Mestur áhuginn hefur komið frá nemendum frá tekjulágum heimilum og skólum sem hafa úr litlu fjármagni að moða fyrir listnám. Eina leiðin til að færa þetta verkefni til þessa fólks var að endurhanna Biophilia fyrir Android og Windows 8," sagði tónlistarkonan. Þeir sem taka þátt í söfnuninni á Kickstarter fá sjálfir eitthvað fyrir sinn snúð, þar á meðal Biophilia-öpp, stuttermaboli og heimildarmynd á DVD um Biophilia. Þeir sem láta mestan pening af hendi rakna geta fengið miða á Biophilia-tónleika Bjarkar sem verða haldnir í París, San Francisco, Los Angeles og Tókýó á þessu ári. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Björk Guðmundóttir hefur sett af stað herferð á síðunni Kickstarter.com til að safna peningum fyrir margmiðlunarverkefni sitt, Biophilia. Hún vill að Biophilia-öppin verði aðgengileg fyrir stýrikerfin Windows 8, Android og Macintosh. Alls vonast hún til að safna rúmum 75 milljónum króna. Björk sagði í viðtali við Fréttablaðið í fyrra að það stæði til að safna í gegnum Kickstarter og núna er það orðið að veruleika. „Þetta kostar svo rosalega mikið. Við vildum gera þetta strax í byrjun en gátum það ekki vegna þess að þetta var svo dýrt. Við hefðum þurft átta forritara í sex mánuði til að gera þetta," sagði hún í viðtalinu. Biophilia-öppin hafa hingað til verið aðgengileg fyrir iPhone, iPad og iPod. Þau eru hönnuð þannig að börn geta lært meira um vísindi og tónlist. „Verkefnið hefur gengið vel í mörgum borgum og vakið athygli hjá börnum og kennurum úti um allan heim, allt frá Suður-Ameríku til Austur-Asíu og Afríku," sagði Björk í yfirlýsingu sinni. „Mestur áhuginn hefur komið frá nemendum frá tekjulágum heimilum og skólum sem hafa úr litlu fjármagni að moða fyrir listnám. Eina leiðin til að færa þetta verkefni til þessa fólks var að endurhanna Biophilia fyrir Android og Windows 8," sagði tónlistarkonan. Þeir sem taka þátt í söfnuninni á Kickstarter fá sjálfir eitthvað fyrir sinn snúð, þar á meðal Biophilia-öpp, stuttermaboli og heimildarmynd á DVD um Biophilia. Þeir sem láta mestan pening af hendi rakna geta fengið miða á Biophilia-tónleika Bjarkar sem verða haldnir í París, San Francisco, Los Angeles og Tókýó á þessu ári.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira