Við erum of grandalausir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. febrúar 2013 08:00 Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur áhyggjur af þróun mála. Mynd/Vilhelm Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur evrópska lögreglan, Europol, komið upp um gríðarlega spillingu í knattspyrnuheiminum. Átján mánaða rannsókn þeirra leiddi í ljós að úrslitum hefði verið hagrætt í 680 leikjum um allan heim. Ekki tókst það alltaf en leikmönnum eða dómurum var þó mútað. Rannsóknin teygði anga sína til 30 landa og Fréttablaðið spurði Þóri Hákonarson, framkvæmdastjóra KSÍ, að því hvort rannsóknin hefði teygt anga sína til Íslands. „Við heyrðum aldrei neitt frá Europol. Ég myndi telja líklegt að við hefðum verið með í ráðum ef þeir vildu rannsaka Ísland," segir Þórir sem var þá nýbúinn að sjá fréttirnar. „Þetta er alveg ótrúlegt. Að sama skapi er þetta eitthvað sem menn hafa óttast í langan tíma." Þó svo að Ísland hafi ekki verið með í þessari rannsókn hafa komið upp slík mál á Íslandi. „Það hefur ekki komið upp mál þar sem er hægt að segja hreint að það hafi verið keypt þrjú stig. Það er ekkert staðfest tilvik. Það eru samt vísbendingar um að slíkt hafi verið reynt á Íslandi," segir Þórir en KSÍ kom í veg fyrir að Letti stofnaði 3. deildar lið á Íslandi í fyrra með eigin leikmönnum. Sami aðili hafði líka lýst yfir áhuga á því að taka yfir Grindavík. „Hver er fjárhagslegur ávinningur af því að stofna félag á Íslandi? Hvað er þar í gangi? Það blasti alveg við. Svo kom upp mál árið 2008 en leikmaður HK leitaði þá til leikmanns Grindavíkur um að hafa áhrif á gang mála. Grindvíkingurinn tilkynnti sínu félagi um málið og þeir fóru með það í okkur. Það mál var því stöðvað," segir Þórir, en báðir leikmenn eru af erlendu bergi brotnir. „Það var svindlari að spila á Íslandi síðasta sumar. Það er svo einfalt. Hann hefur játað það fyrir rétti," segir Þórir, en hann vísar þar til Erdzan Beciri, leikmanns Víkings Ólafsvíkur. Hann viðurkenndi að hafa þegið tæpar 2 milljónir króna fyrir að hafa áhrif á gang mála í Slóveníu. Aðeins þremur dögum síðar var hann orðinn leikmaður Víkings. Hvorki félagið né KSÍ vissu af þessum dómi Beciri, sem lék 11 leiki með Víkingi í fyrra. Hann var einnig leikmaður HK er það mál komst upp 2008. Ekki er þó vitað hvort hann sé HK-ingurinn sem var tilkynntur til KSÍ vegna þess máls. Beciri þessi hefur viðurkennt að hafa hagrætt úrslitum leikja í Króatíu og hann er grunaður um sömu iðju í fleiri löndum að því er fram kemur í frétt fótbolti.net á dögunum. „Það er óhætt að segja að við höfum áhyggjur af þróun mála enda hafa svona hlutir verið að gerast allt í kringum okkur. Fullt af málum í Finnlandi og frestaðir leikir í Noregi vegna gruns um svindl. Því miður er þetta úti um alla Evrópu," segir Þórir ákveðinn og bætir við: „Mesta hættan er sú að menn eru allt of grandalausir. Félögin og samfélagið halda að þetta eigi ekkert við á Íslandi. Það er mesta hættan. Við megum hafa áhyggjur af þessu og vonandi verða þessar nýjustu fréttir til þess að vekja félögin og almenning til umhugsunar um meinið." Íslenski boltinn Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur evrópska lögreglan, Europol, komið upp um gríðarlega spillingu í knattspyrnuheiminum. Átján mánaða rannsókn þeirra leiddi í ljós að úrslitum hefði verið hagrætt í 680 leikjum um allan heim. Ekki tókst það alltaf en leikmönnum eða dómurum var þó mútað. Rannsóknin teygði anga sína til 30 landa og Fréttablaðið spurði Þóri Hákonarson, framkvæmdastjóra KSÍ, að því hvort rannsóknin hefði teygt anga sína til Íslands. „Við heyrðum aldrei neitt frá Europol. Ég myndi telja líklegt að við hefðum verið með í ráðum ef þeir vildu rannsaka Ísland," segir Þórir sem var þá nýbúinn að sjá fréttirnar. „Þetta er alveg ótrúlegt. Að sama skapi er þetta eitthvað sem menn hafa óttast í langan tíma." Þó svo að Ísland hafi ekki verið með í þessari rannsókn hafa komið upp slík mál á Íslandi. „Það hefur ekki komið upp mál þar sem er hægt að segja hreint að það hafi verið keypt þrjú stig. Það er ekkert staðfest tilvik. Það eru samt vísbendingar um að slíkt hafi verið reynt á Íslandi," segir Þórir en KSÍ kom í veg fyrir að Letti stofnaði 3. deildar lið á Íslandi í fyrra með eigin leikmönnum. Sami aðili hafði líka lýst yfir áhuga á því að taka yfir Grindavík. „Hver er fjárhagslegur ávinningur af því að stofna félag á Íslandi? Hvað er þar í gangi? Það blasti alveg við. Svo kom upp mál árið 2008 en leikmaður HK leitaði þá til leikmanns Grindavíkur um að hafa áhrif á gang mála. Grindvíkingurinn tilkynnti sínu félagi um málið og þeir fóru með það í okkur. Það mál var því stöðvað," segir Þórir, en báðir leikmenn eru af erlendu bergi brotnir. „Það var svindlari að spila á Íslandi síðasta sumar. Það er svo einfalt. Hann hefur játað það fyrir rétti," segir Þórir, en hann vísar þar til Erdzan Beciri, leikmanns Víkings Ólafsvíkur. Hann viðurkenndi að hafa þegið tæpar 2 milljónir króna fyrir að hafa áhrif á gang mála í Slóveníu. Aðeins þremur dögum síðar var hann orðinn leikmaður Víkings. Hvorki félagið né KSÍ vissu af þessum dómi Beciri, sem lék 11 leiki með Víkingi í fyrra. Hann var einnig leikmaður HK er það mál komst upp 2008. Ekki er þó vitað hvort hann sé HK-ingurinn sem var tilkynntur til KSÍ vegna þess máls. Beciri þessi hefur viðurkennt að hafa hagrætt úrslitum leikja í Króatíu og hann er grunaður um sömu iðju í fleiri löndum að því er fram kemur í frétt fótbolti.net á dögunum. „Það er óhætt að segja að við höfum áhyggjur af þróun mála enda hafa svona hlutir verið að gerast allt í kringum okkur. Fullt af málum í Finnlandi og frestaðir leikir í Noregi vegna gruns um svindl. Því miður er þetta úti um alla Evrópu," segir Þórir ákveðinn og bætir við: „Mesta hættan er sú að menn eru allt of grandalausir. Félögin og samfélagið halda að þetta eigi ekkert við á Íslandi. Það er mesta hættan. Við megum hafa áhyggjur af þessu og vonandi verða þessar nýjustu fréttir til þess að vekja félögin og almenning til umhugsunar um meinið."
Íslenski boltinn Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn