Mikilvægt að lifa í raunveruleikanum Freyr Bjarnason skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Ellefta mars kemur út önnur plata bandaríska tónlistarmannsins Johns Grant, Pale Green Ghosts. Hún var tekinn upp hérlendis á tíu mánuðum í samstarfi við Bigga Veiru úr GusGus og kemur írska söngkonan Sinéad O"Connor við sögu sem gestur. Fyrsta platan hans, Queen of Denmark, hlaut frábæra dóma gagnrýnenda og valdi breska tímaritið Mojo hana bestu plötu ársins 2010. Hinn 44 ára Grant, sem er uppalinn í Denver í Colorado, varð ástfanginn af Íslandi eftir að hann spilaði á Airwaves-hátíðinni 2011 og hefur verið búsettur hérlendis í rúmt ár. Hann flutti hingað þegar mikið gekk á í hans lífi því skömmu áður hafði hann greinst með HIV-veiruna og glímdi við veikindi tengdum henni til að byrja með. "Ég þurfti að venjast því að vera á Íslandi, sem var ekki auðvelt í fyrstu, þrátt fyrir að ég hafi verið spenntur fyrir öllu hér," segir Grant. "En það er alltaf gott að vera á nýjum stað í kringum nýtt fólk sem þekkir ekki alla galla þína enn," bætir hann við og heldur áfram: "Ég kom til Íslands í janúar og það var mikið myrkur. HIV-veiran var farin að hafa virkileg áhrif á mig og ég var alltaf mjög þreyttur. Svo fór ég að taka lyf í mars og mér fór smám saman að batna. Núna er næstum ár liðið og mér líður mun betur. Ég er mun líkari sjálfum mér og á auðveldara með að fara fram úr á morgnana."Skammast sín fyrir veikindinÞú greindir opinberlega frá veikindum þínum á tónleikum í London. Hvers vegna? "Af því að lagið sem ég var að fara að syngja fjallaði um þau. Líklega sagði ég þetta af því að mér leið eins og ég ætti ekki að gera það. Ég á samt ekki að vera hræddur við það þótt ég skammist mín stundum fyrir þetta. Ég held að ég hafi sagt frá þessu af því að þegar ég var yngri þurfti allt að vera leyndarmál. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að lifa í raunveruleikanum."Ætlar að búa áfram á Íslandi Queen of Denmark var afar persónuleg plata þar sem Grant gerði upp fortíðina og söng um baráttu sína við áfengis- og eiturlyfjafíkn, misheppnuð ástarsambönd og um það hvernig hann tókst á við samkynhneigð sína. Þar hjálpaði það honum ekki að vera alinn upp hjá trúaðri fjölskyldu í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Titillag nýju plötunnar er undir áhrifum frá raftónlist og er mjög frábrugðið lögunum á Queen of Denmark. Aðspurður segir Grant nýju plötuna ekki vera alla þannig því sum lög séu í ætt við lögin á þeirri síðustu. "Ég er mjög ánægður með plötuna. Ég er að leyfa fólki að kynnast mér aðeins betur og mínum göllum. Þarna er líka eitt lag sem heitir Black Belt þar sem ég syng um galla annars manns, því ég er reiður yfir því að hann elskar mig ekki lengur. Það er ekki skynsamlegt að hugsa þannig en við gerum það samt stundum enda erum við öll mannleg." Grant hreifst fyrst af Íslandi á níunda áratugnum, bæði í gegnum fyrstu plötu Sykurmolanna og vegna landslagsmynda sem vinur hans hafði tekið á Íslandi. Hann ætlar að búa hér áfram, enda búinn að fá atvinnuleyfi í eitt ár í viðbót. Aðspurður segir hann Ísland hafi verið áhrifavald á nýju plötunni. "Það er lag í lok plötunnar sem heitir Glacier sem er líklega mikilvægasta lagið á henni. Það fjallar um að halda áfram með lífið, taka ábyrgð á eigin lífi og lifa því. Ekki hafa áhyggjur af því sem aðrir halda heldur gera það sem þú veist að þú þarft að gera. Það er ekki auðvelt fyrir mig."Vill ekki spila í Denver Útgáfutónleikar Johns Grant verða haldnir í Silfurbergi í Hörpu 16. mars. Eftir það fer Grant í tónleikaferð um heiminn með hljómsveit sinni sem eru skipuð þeim Chris Pemberton, Pétri Hallgrímssyni, Jakobi Smára Magnússyni og Kristni Agnarssyni. Meðal annars er förinni heitið til Ástralíu í lok ársins og á hinar ýmsu tónlistarhátíðir í sumar.Ætlarðu að spila í Denver? "Ég veit það ekki. Ég þyrfti að spila þar en ég kvíði fyrir því. Náunginn sem mörg laganna minna fjalla um býr þar og ég veit að hann myndi líklega mæta á tónleikana mína. Og það vil ég ekki að gerist. Það er asnalegt að segja þetta en þetta er satt." Líkir Megasi við Serge GainsbourgEins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur Grant verið að semja enska texta fyrir væntanlega plötu Ásgeirs Trausta fyrir erlendan markað. Upptökum lauk um síðustu helgi og segir Grant Ásgeir vera afar hæfileikaríkan tónlistarmann. "Hann er mjög sérstakur. Ég get ekki bent nákvæmlega á hvað það er en honum eru allir vegir færir,“ segir hann. Grant hefur einnig kynnst verkum Megasar, hefur miklar mætur á honum og segir hann vera Serge Gainsbourg Íslendinga [hinn sáluga franska tónlistarmann]. Að auki segist hann hafa áhuga á að vinna með áhrifavaldi sínum Björk en hefur ekki enn lagt í að ganga upp að henni og óska eftir samstarfi. Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ellefta mars kemur út önnur plata bandaríska tónlistarmannsins Johns Grant, Pale Green Ghosts. Hún var tekinn upp hérlendis á tíu mánuðum í samstarfi við Bigga Veiru úr GusGus og kemur írska söngkonan Sinéad O"Connor við sögu sem gestur. Fyrsta platan hans, Queen of Denmark, hlaut frábæra dóma gagnrýnenda og valdi breska tímaritið Mojo hana bestu plötu ársins 2010. Hinn 44 ára Grant, sem er uppalinn í Denver í Colorado, varð ástfanginn af Íslandi eftir að hann spilaði á Airwaves-hátíðinni 2011 og hefur verið búsettur hérlendis í rúmt ár. Hann flutti hingað þegar mikið gekk á í hans lífi því skömmu áður hafði hann greinst með HIV-veiruna og glímdi við veikindi tengdum henni til að byrja með. "Ég þurfti að venjast því að vera á Íslandi, sem var ekki auðvelt í fyrstu, þrátt fyrir að ég hafi verið spenntur fyrir öllu hér," segir Grant. "En það er alltaf gott að vera á nýjum stað í kringum nýtt fólk sem þekkir ekki alla galla þína enn," bætir hann við og heldur áfram: "Ég kom til Íslands í janúar og það var mikið myrkur. HIV-veiran var farin að hafa virkileg áhrif á mig og ég var alltaf mjög þreyttur. Svo fór ég að taka lyf í mars og mér fór smám saman að batna. Núna er næstum ár liðið og mér líður mun betur. Ég er mun líkari sjálfum mér og á auðveldara með að fara fram úr á morgnana."Skammast sín fyrir veikindinÞú greindir opinberlega frá veikindum þínum á tónleikum í London. Hvers vegna? "Af því að lagið sem ég var að fara að syngja fjallaði um þau. Líklega sagði ég þetta af því að mér leið eins og ég ætti ekki að gera það. Ég á samt ekki að vera hræddur við það þótt ég skammist mín stundum fyrir þetta. Ég held að ég hafi sagt frá þessu af því að þegar ég var yngri þurfti allt að vera leyndarmál. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að lifa í raunveruleikanum."Ætlar að búa áfram á Íslandi Queen of Denmark var afar persónuleg plata þar sem Grant gerði upp fortíðina og söng um baráttu sína við áfengis- og eiturlyfjafíkn, misheppnuð ástarsambönd og um það hvernig hann tókst á við samkynhneigð sína. Þar hjálpaði það honum ekki að vera alinn upp hjá trúaðri fjölskyldu í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Titillag nýju plötunnar er undir áhrifum frá raftónlist og er mjög frábrugðið lögunum á Queen of Denmark. Aðspurður segir Grant nýju plötuna ekki vera alla þannig því sum lög séu í ætt við lögin á þeirri síðustu. "Ég er mjög ánægður með plötuna. Ég er að leyfa fólki að kynnast mér aðeins betur og mínum göllum. Þarna er líka eitt lag sem heitir Black Belt þar sem ég syng um galla annars manns, því ég er reiður yfir því að hann elskar mig ekki lengur. Það er ekki skynsamlegt að hugsa þannig en við gerum það samt stundum enda erum við öll mannleg." Grant hreifst fyrst af Íslandi á níunda áratugnum, bæði í gegnum fyrstu plötu Sykurmolanna og vegna landslagsmynda sem vinur hans hafði tekið á Íslandi. Hann ætlar að búa hér áfram, enda búinn að fá atvinnuleyfi í eitt ár í viðbót. Aðspurður segir hann Ísland hafi verið áhrifavald á nýju plötunni. "Það er lag í lok plötunnar sem heitir Glacier sem er líklega mikilvægasta lagið á henni. Það fjallar um að halda áfram með lífið, taka ábyrgð á eigin lífi og lifa því. Ekki hafa áhyggjur af því sem aðrir halda heldur gera það sem þú veist að þú þarft að gera. Það er ekki auðvelt fyrir mig."Vill ekki spila í Denver Útgáfutónleikar Johns Grant verða haldnir í Silfurbergi í Hörpu 16. mars. Eftir það fer Grant í tónleikaferð um heiminn með hljómsveit sinni sem eru skipuð þeim Chris Pemberton, Pétri Hallgrímssyni, Jakobi Smára Magnússyni og Kristni Agnarssyni. Meðal annars er förinni heitið til Ástralíu í lok ársins og á hinar ýmsu tónlistarhátíðir í sumar.Ætlarðu að spila í Denver? "Ég veit það ekki. Ég þyrfti að spila þar en ég kvíði fyrir því. Náunginn sem mörg laganna minna fjalla um býr þar og ég veit að hann myndi líklega mæta á tónleikana mína. Og það vil ég ekki að gerist. Það er asnalegt að segja þetta en þetta er satt." Líkir Megasi við Serge GainsbourgEins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur Grant verið að semja enska texta fyrir væntanlega plötu Ásgeirs Trausta fyrir erlendan markað. Upptökum lauk um síðustu helgi og segir Grant Ásgeir vera afar hæfileikaríkan tónlistarmann. "Hann er mjög sérstakur. Ég get ekki bent nákvæmlega á hvað það er en honum eru allir vegir færir,“ segir hann. Grant hefur einnig kynnst verkum Megasar, hefur miklar mætur á honum og segir hann vera Serge Gainsbourg Íslendinga [hinn sáluga franska tónlistarmann]. Að auki segist hann hafa áhuga á að vinna með áhrifavaldi sínum Björk en hefur ekki enn lagt í að ganga upp að henni og óska eftir samstarfi.
Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira