Óskilgreind fegurð Freyr Bjarnason skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Fimmtánda hljóðversplata Nick Cave & the Bad Seeds, Push the Sky Away, kemur út 18. febrúar. Þetta er fyrsta plata hljómsveitarinnar án stofnmeðlimsins Micks Harvey, sem sagði skilið við Cave og félaga fyrir þremur árum. Þar með er forsprakkinn Nick Cave orðinn eini upphaflegi meðlimur The Bad Seeds sem er enn í bandinu en á þessu ári eru þrjátíu ár liðin frá stofnun þess. Eftir að hafa fylgt eftir síðustu plötu, Dig Lazarus, Dig!!! sem kom út 2008, lagðist hljómsveitin í híði á meðan Cave sneri sér að öðrum hugðarefnum. Önnur plata hliðarsveitar hans, Grinderman, kom út 2010 og í fyrra kom út glæpamyndin Lawless sem Cave samdi handritið að og bjó einnig til tónlistina við í samstarfi við Warren Ellis, félaga sinn úr The Bad Seeds og Grinderman. Push the Sky Away þykir rólegri og hlýlegri en Dig Lazarus, Dig!!! en á þeirri plötu var rokkið áberandi. Smáskífulögin tvö, We No Who U R og Jubilee Street bera vott um það og minna á plöturnar Boatman's Call og No More Shall We Part. Upptökur fóru fram í hljóðverinu La Fabrique á gömlum herragarði í suðurhluta Frakklands og annaðist Nick Launay, sem hefur unnið með Cave í mörg ár, upptökustjórn. "Ég mæti inn í hljóðverið með slatta af ómótuðum hugmyndum. Það eru The Bad Seeds sem breyta þeim í eitthvað töfrandi," sagði hinn 55 ára Cave, sem segir nýju plötuna hafa yfir óskilgreindri fegurð að ráða. "Við erum búnir að gera einhverjar fimmtán plötur og við ættum eiginlega ekki að vera að gera áhugaverðar eða merkilegar plötur svona seint á ferlinum. Þess vegna erum við frekar stoltir," sagði hann við tímaritið Uncut. Push the Sky Away kemur út í viðhafnarútgáfu, meðfram hinum hefðbundnu, eða í harðspjaldabók með 32 blaðsíðum með handskrifuðum textum og myndum. Mynddiskur fylgir einnig útgáfunni með myndefni frá listamönnunum Iain Forysth og Jane Pollard. Nick Cave & the Bad Seeds ætla að fylgja Push the Sky Away eftir á heldur óhefðbundinn hátt. Auk þess að fara í tónleikaferð um heiminn spilar sveitin á fjórum tónleikum í fjórum mismunandi borgum, London, París, Berlín og Los Angeles, dagana 10. til 18. febrúar. Á hverjum tónleikum spilar sveitin ásamt strengjasveit og kór, auk þess sem sýnd verður stuttmynd um gerð plötunnar. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Fimmtánda hljóðversplata Nick Cave & the Bad Seeds, Push the Sky Away, kemur út 18. febrúar. Þetta er fyrsta plata hljómsveitarinnar án stofnmeðlimsins Micks Harvey, sem sagði skilið við Cave og félaga fyrir þremur árum. Þar með er forsprakkinn Nick Cave orðinn eini upphaflegi meðlimur The Bad Seeds sem er enn í bandinu en á þessu ári eru þrjátíu ár liðin frá stofnun þess. Eftir að hafa fylgt eftir síðustu plötu, Dig Lazarus, Dig!!! sem kom út 2008, lagðist hljómsveitin í híði á meðan Cave sneri sér að öðrum hugðarefnum. Önnur plata hliðarsveitar hans, Grinderman, kom út 2010 og í fyrra kom út glæpamyndin Lawless sem Cave samdi handritið að og bjó einnig til tónlistina við í samstarfi við Warren Ellis, félaga sinn úr The Bad Seeds og Grinderman. Push the Sky Away þykir rólegri og hlýlegri en Dig Lazarus, Dig!!! en á þeirri plötu var rokkið áberandi. Smáskífulögin tvö, We No Who U R og Jubilee Street bera vott um það og minna á plöturnar Boatman's Call og No More Shall We Part. Upptökur fóru fram í hljóðverinu La Fabrique á gömlum herragarði í suðurhluta Frakklands og annaðist Nick Launay, sem hefur unnið með Cave í mörg ár, upptökustjórn. "Ég mæti inn í hljóðverið með slatta af ómótuðum hugmyndum. Það eru The Bad Seeds sem breyta þeim í eitthvað töfrandi," sagði hinn 55 ára Cave, sem segir nýju plötuna hafa yfir óskilgreindri fegurð að ráða. "Við erum búnir að gera einhverjar fimmtán plötur og við ættum eiginlega ekki að vera að gera áhugaverðar eða merkilegar plötur svona seint á ferlinum. Þess vegna erum við frekar stoltir," sagði hann við tímaritið Uncut. Push the Sky Away kemur út í viðhafnarútgáfu, meðfram hinum hefðbundnu, eða í harðspjaldabók með 32 blaðsíðum með handskrifuðum textum og myndum. Mynddiskur fylgir einnig útgáfunni með myndefni frá listamönnunum Iain Forysth og Jane Pollard. Nick Cave & the Bad Seeds ætla að fylgja Push the Sky Away eftir á heldur óhefðbundinn hátt. Auk þess að fara í tónleikaferð um heiminn spilar sveitin á fjórum tónleikum í fjórum mismunandi borgum, London, París, Berlín og Los Angeles, dagana 10. til 18. febrúar. Á hverjum tónleikum spilar sveitin ásamt strengjasveit og kór, auk þess sem sýnd verður stuttmynd um gerð plötunnar.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira