Match Fixing? Örn Bárður Jónsson skrifar 12. febrúar 2013 06:00 Í knattspyrnuheiminum er nú rætt um hagræðingu á úrslitum leikja víða um lönd. Fótbolti lýtur leikreglum þar sem gerðar eru þær kröfur að leikmenn séu heiðarlegir og sannir, sæki fram til sigurs og standi með sínu liði og félagi en semji ekki um niðurstöðu leiksins fyrirfram. Mér kom þetta í hug þegar mér barst til eyrna að á Alþingi væru menn farnir að möndla með mikilvæg grundvallaratriði og ætli jafnvel að semja um mörkin í „stjórnarskrárkappleiknum". Við þekkjum orðið valdabraskarar eða Power Brokers á ensku sem vísar til þeirra sem víla og díla með valdið. Nú geri ég mér glögga grein fyrir því að myndhvörf er hægt að nota að vissu marki og bið fólk að oftúlka ekki líkinguna við fótboltann. Líkingin er þó sett fram í fullri alvöru til að minna þá 35 þingmenn á, sem samþykktu að spyrja þjóðina um meginefni frumvarps Stjórnlagaráðs, að standa með eigin samvisku en glúpna hvorki né digna á síðustu mínútum síðari hálfleiks. Nýlega talaði forseti vor tæpitungulaust um fv. forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown, í viðtali við erlendan fjölmiðil. Inntak orða hans var að Íslendingar muni seint gleyma illum leik hans í refskák valdsins gagnvart þjóð í miklum vanda. Afleik Browns má líkja við fordæðuskap gagnvart þjóðinni sem mun geyma hann sér í minni löngu eftir að Bretar hafa sent hann í ómælisdjúp gleymskunnar ef marka má spádóm þjóðhöfðingjans. Með hliðsjón af þessum áfellisdómi forsetans vil ég halda því fram að þjóðin muni ekki heldur gleyma þeim sem gætu hugsanlega svikið hana á örlagastund. Munið, háttvirtir þingmenn, að 83 af hverjum 100 vilja að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu verði lýstar þjóðareign! Munið að 67 af hverjum 100 vilja að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá! Munið að meirihluti vill Þjóðkirkju í stjórnarskrá, persónukjör, jöfnun atkvæða og rýmkun heimilda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu! Munið! Þjóðin man þetta og ég trúi því að hún muni ekki gleyma hvernig málin fara á Alþingi á þeim örlagaríku mánuðum sem fram undan eru! Að endingu minni ég á orð séra Hallgríms Péturssonar um réttlæti og heiðarleika: Vei þeim dómara, er veit og sér, víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. Háttvirtir þingmenn! Ekkert Match Fixing! Ljúkið leiknum með sóma! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í knattspyrnuheiminum er nú rætt um hagræðingu á úrslitum leikja víða um lönd. Fótbolti lýtur leikreglum þar sem gerðar eru þær kröfur að leikmenn séu heiðarlegir og sannir, sæki fram til sigurs og standi með sínu liði og félagi en semji ekki um niðurstöðu leiksins fyrirfram. Mér kom þetta í hug þegar mér barst til eyrna að á Alþingi væru menn farnir að möndla með mikilvæg grundvallaratriði og ætli jafnvel að semja um mörkin í „stjórnarskrárkappleiknum". Við þekkjum orðið valdabraskarar eða Power Brokers á ensku sem vísar til þeirra sem víla og díla með valdið. Nú geri ég mér glögga grein fyrir því að myndhvörf er hægt að nota að vissu marki og bið fólk að oftúlka ekki líkinguna við fótboltann. Líkingin er þó sett fram í fullri alvöru til að minna þá 35 þingmenn á, sem samþykktu að spyrja þjóðina um meginefni frumvarps Stjórnlagaráðs, að standa með eigin samvisku en glúpna hvorki né digna á síðustu mínútum síðari hálfleiks. Nýlega talaði forseti vor tæpitungulaust um fv. forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown, í viðtali við erlendan fjölmiðil. Inntak orða hans var að Íslendingar muni seint gleyma illum leik hans í refskák valdsins gagnvart þjóð í miklum vanda. Afleik Browns má líkja við fordæðuskap gagnvart þjóðinni sem mun geyma hann sér í minni löngu eftir að Bretar hafa sent hann í ómælisdjúp gleymskunnar ef marka má spádóm þjóðhöfðingjans. Með hliðsjón af þessum áfellisdómi forsetans vil ég halda því fram að þjóðin muni ekki heldur gleyma þeim sem gætu hugsanlega svikið hana á örlagastund. Munið, háttvirtir þingmenn, að 83 af hverjum 100 vilja að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu verði lýstar þjóðareign! Munið að 67 af hverjum 100 vilja að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá! Munið að meirihluti vill Þjóðkirkju í stjórnarskrá, persónukjör, jöfnun atkvæða og rýmkun heimilda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu! Munið! Þjóðin man þetta og ég trúi því að hún muni ekki gleyma hvernig málin fara á Alþingi á þeim örlagaríku mánuðum sem fram undan eru! Að endingu minni ég á orð séra Hallgríms Péturssonar um réttlæti og heiðarleika: Vei þeim dómara, er veit og sér, víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. Háttvirtir þingmenn! Ekkert Match Fixing! Ljúkið leiknum með sóma!
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun