Reglur vantar um jarðnot á Íslandi Kolbeinn Óttarsson Proppé og Páll Hilmarsson skrifar 16. febrúar 2013 06:00 Rudolph Walter Lamprecht á átta jarðir á Íslandi, þar af sjö lögbýli. Vísir/Pjetur „Við lásum Íslendingasögurnar í skóla í Sviss og ég heillaðist af landinu. Ég hafði sérstaka mynd af Íslandi í huga mér og þegar ég kom hingað í fyrsta sinn komst ég að því að landið var nákvæmlega eins og ég hafði ímyndað mér það.“ Þetta segir Svisslendingurinn Rudolph Walter Lamprecht, sem hefur undanfarin ár keypt jarðir á Íslandi. Hann á nú sex jarðir að fullu og þá sjöundu að hluta. Nokkur styr hefur staðið um kaup erlendra auðmanna á íslenskum jörðum. Lamprecht segist vel skilja varfærni Íslendinga í þessum efnum. Það þurfi hins vegar ekki að vera slæmt að útlendingar eigi jarðir á Íslandi. Sjálfur sé hann rekinn áfram af áhuga sínum á náttúruvernd. „Náttúruvernd réði fyrst og fremst jarðakaupum mínum. Auðvitað vil ég skapa verðmæti, en ég tel að það þurfi að gera mun meira í náttúruvernd á Íslandi en gert er. Hér er nægt landrými en það skortir reglur um landnotkun. Það er allt of lítið skipulag á byggingum hérna; menn reisa hús hér, stærra hús þar og hlöðu hérna. Þið hafið svo mikið rými að þið hugið ekki nóg að skipulaginu. En með þessu áframhaldi mun ekki líða á löngu þar til þið áttið ykkur á því að rýmið er takmarkað. Fyrir mér snýst þetta fyrst og fremst um náttúruvernd. Ísland virðist svo grænt og náttúrulegt en það má ekki gleyma því að stór landsvæði eru merkt jarðvegseyðingu. Fyrir þúsund árum var allt hér viði vaxið, en skógurinn hefur verið höggvinn niður og mikil jarðvegseyðing myndast.“Milljónatuga skógrækt Lamprecht hefur ekki látið sitt eftir liggja þegar kemur að skógrækt. Hann plantaði um 320 þúsund plöntum í Heiðardal og öll vinnan við það kostaði hann yfir 400 þúsund dollara, vel yfir 50 milljónir íslenkra króna. „Ég plantaði bara íslenskum trjám, birki og víði. Svo lét ég girða fyrir ágangi sauðfjár og vona að komandi kynslóðir muni njóta lítils birkiskógar þarna. Náttúruvernd er mín helsta driffjöður. ég held líka að með breyttu gróðurfari muni skordýrafánan breytast og það bæti fuglalíf og skilyrði fiska. Það er markmið mitt.“ Lamprecht hyggst því reyna að endurheimta aftur það náttúrufar sem hann segir hafa ríkt hér á landi. Auk þess að planta trjám hyggst hann fylla upp í frárennslisskurði í Heiðardal og endurheimta þannig votlendi með tilheyrandi fuglalífi. Þá hyggst hann rífa þær byggingar sem eru í Heiðardalnum, utan sumarhúsið sem hann dvelur í. Þannig verði dalurinn sem náttúrulegastur. „Ég vil rækta skóg, koma í veg fyrir jarðvegseyðingu og minnka ummerki um mannvist eins og hægt er með því að fjarlægja byggingarnar. Ég vil koma landinu í sem upprunalegast ástand með því að fylla upp í skurðina.“Lamprecht á allan Heiðardal og hefur fest kaup á jörðum í Geithellnadal í Álftarfirði. Hann segir það vaka fyrir sér að vernda náttúruna.Fréttablaðið/PjeturÓtti við utanaðkomandi Lamprecht segist skilja umræðuna um útlendinga sem kaupi íslenskt land. Íslendingar séu eyþjóð og hann mundi sýna sömu viðbrögð væri hann Íslendingur. „Það sem þarf að gera er að skilgreina hvað kaupandinn má gera á jörðinni. Það þarf að vera skýrt, en það má ekki neyða eigandann til að stunda hefðbundinn búskap. Í mínu tilfelli tel ég til dæmis að það sé betra að vernda náttúruna en að planta rófum og hafa sauðfé sem étur öll trén mín. Ef einhver segir við mig: Rudy, þú þarft sjálfur að stunda hér hefðbundinn búskap, þá mun ég segja að hann hafi rangt fyrir sér. Svo stór hluti af Íslandi hefur verið lagður undir landbúnað og ég skil það vel. Þannig lifði fólk af í gegnum aldirnar og ég virði það. Í dag þarf þjóðin ekki svona mikið landflæmi til að lifa af. Það þurfti fyrir hálfri öld, en það er liðin tíð. Ég held að náttúruvernd sé mikilvæg. Sauðfé og skógrækt fara ekki saman, kindurnar éta trén. Ég girði því skógræktina af til að verja trén.“ Lamprecht segir að óttinn við uppkaup útlendinga sé skiljanlegur, hann sé einnig til staðar í Sviss. Þetta séu hins vegar fyrst og fremst tilfinningarök. Eignarhald sé ekki vandamál ef skýrar reglur gilda um landnot.Verða að vera reglur Þar kemur að leiðarstefinu í hugmyndum Lamprechts varðandi jarðnotkun. Hann telur allt of fáar reglur gilda hér á landi. Séu reglurnar skýrar skipti engu máli hver eigi jarðirnar. „Ég skil áhyggjurnar varðandi eignarhald útlendinga, en ef skýrar reglur gilda um landnotkun af hverju er það þá vandamál? Það mun ekki gerast að útlendingar eigi 30 til 40 prósent af íslensku landi. Þetta eru tilfinningarök, sem eru skiljanleg og er að finna alls staðar í Evrópu. Ég heyrði að ráðherra í ríkisstjórninni hefði viljað setja reglur um að það yrði að yrkja jarðir á hefðbundinn hátt. En af hverju hefur hefðbundinn búskapur dregist svo saman? Af því að það er ekki efnahagslega hagkvæmt að stunda hann. Ég ætla ekki að stunda búskap á landi sem ég vil vernda. Það skortir reglur um landnotkun og þá reglur sem auka verðmætið. Ef ráðherra segir að maður verði að búa á jörðunum þá er það ekki regla heldur hugmynd. Ég mundi vilja segja við hann, með fullri virðingu, að þá hugmynd verði að skoða betur. Er það í raun góð regla? Er það besta leiðin til að auka verðmæti jarðanna? Ég held ekki. Það sem mun gerast er að útlendingar munu ekki kaupa neinar jarðir. Ég setti allt þetta fé í skógrækt af því að ég veit að það eykur gildi landsins. Aðrir útlendingar munu ekki gera slíkt hið sama ef krafan er uppi um að þeir búi hérna.“ Lamprecht segir að skipta eigi landinu upp í svæði. Stunda landbúnað á ákveðnum svæðum, reisa sumarhús á öðrum, vera með iðnað á sérstökum svæðum og afmarka ákveðin svæði fyrir verndun.“ „Ef reglur eru skýrar, hvert er þá vandamálið? Landið verður ekki svart þó útlendingar eigi það. Grasið deyr ekki. Þessi rök snúast fyrst og fremst um tilfinningar.“Allir velkomnir á jarðirnar mínar Lamprecht segir þær kjaftasögur hafa komist á kreik að hann vildi loka landsvæðum sínum fyrir umferð og banna veiði í Heiðarvatni. Það sé algjör firra, hann hafi ekki sett upp eina einustu keðju eða hlið á landareignum sínum. Allir geti keypt sér veiðileyfi í vatninu, en þar fór veiðileyfasala fram áður en hann keypti jörðina, og farið um jarðir hans. „En menn verða þá að virða reglur og aka á vegunum. Ég sætti mig ekki við það þegar fólk ekur utan vega. Það er ekki ég sem það geri, heldur Íslendingarnir á ofurjeppunum sínum. Þeir eru að eltast við hreindýr og aka þar sem þeim sýnist. Virði menn umgengni við landið eru þeir velkomnir á mínar jarðir.“ Tengdar fréttir Fasteignamat lögbýla 121 milljarður Kind er kind er kind og sullur er sullur er sullur segir í ágætri bók. Það er hins vegar ekki svo að jörð sé jörð sé jörð. Jarðirnar eru mjög misstórar, að ekki sé nú talað um verðmætar. 15. febrúar 2013 06:00 Ríkið er langstærsti jarðeigandinn Reglulega skjóta upp kollinum áhyggjur af því að jarðir séu að safnast á fárra hendur og auðmenn séu að eignast Ísland. Undanfarið hefur óttinn beinst að erlendum auðmönnum. Sé málið skoðað kemur þó í ljós að lítið hefur verið um jarðasöfnun og eignarhald 14. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
„Við lásum Íslendingasögurnar í skóla í Sviss og ég heillaðist af landinu. Ég hafði sérstaka mynd af Íslandi í huga mér og þegar ég kom hingað í fyrsta sinn komst ég að því að landið var nákvæmlega eins og ég hafði ímyndað mér það.“ Þetta segir Svisslendingurinn Rudolph Walter Lamprecht, sem hefur undanfarin ár keypt jarðir á Íslandi. Hann á nú sex jarðir að fullu og þá sjöundu að hluta. Nokkur styr hefur staðið um kaup erlendra auðmanna á íslenskum jörðum. Lamprecht segist vel skilja varfærni Íslendinga í þessum efnum. Það þurfi hins vegar ekki að vera slæmt að útlendingar eigi jarðir á Íslandi. Sjálfur sé hann rekinn áfram af áhuga sínum á náttúruvernd. „Náttúruvernd réði fyrst og fremst jarðakaupum mínum. Auðvitað vil ég skapa verðmæti, en ég tel að það þurfi að gera mun meira í náttúruvernd á Íslandi en gert er. Hér er nægt landrými en það skortir reglur um landnotkun. Það er allt of lítið skipulag á byggingum hérna; menn reisa hús hér, stærra hús þar og hlöðu hérna. Þið hafið svo mikið rými að þið hugið ekki nóg að skipulaginu. En með þessu áframhaldi mun ekki líða á löngu þar til þið áttið ykkur á því að rýmið er takmarkað. Fyrir mér snýst þetta fyrst og fremst um náttúruvernd. Ísland virðist svo grænt og náttúrulegt en það má ekki gleyma því að stór landsvæði eru merkt jarðvegseyðingu. Fyrir þúsund árum var allt hér viði vaxið, en skógurinn hefur verið höggvinn niður og mikil jarðvegseyðing myndast.“Milljónatuga skógrækt Lamprecht hefur ekki látið sitt eftir liggja þegar kemur að skógrækt. Hann plantaði um 320 þúsund plöntum í Heiðardal og öll vinnan við það kostaði hann yfir 400 þúsund dollara, vel yfir 50 milljónir íslenkra króna. „Ég plantaði bara íslenskum trjám, birki og víði. Svo lét ég girða fyrir ágangi sauðfjár og vona að komandi kynslóðir muni njóta lítils birkiskógar þarna. Náttúruvernd er mín helsta driffjöður. ég held líka að með breyttu gróðurfari muni skordýrafánan breytast og það bæti fuglalíf og skilyrði fiska. Það er markmið mitt.“ Lamprecht hyggst því reyna að endurheimta aftur það náttúrufar sem hann segir hafa ríkt hér á landi. Auk þess að planta trjám hyggst hann fylla upp í frárennslisskurði í Heiðardal og endurheimta þannig votlendi með tilheyrandi fuglalífi. Þá hyggst hann rífa þær byggingar sem eru í Heiðardalnum, utan sumarhúsið sem hann dvelur í. Þannig verði dalurinn sem náttúrulegastur. „Ég vil rækta skóg, koma í veg fyrir jarðvegseyðingu og minnka ummerki um mannvist eins og hægt er með því að fjarlægja byggingarnar. Ég vil koma landinu í sem upprunalegast ástand með því að fylla upp í skurðina.“Lamprecht á allan Heiðardal og hefur fest kaup á jörðum í Geithellnadal í Álftarfirði. Hann segir það vaka fyrir sér að vernda náttúruna.Fréttablaðið/PjeturÓtti við utanaðkomandi Lamprecht segist skilja umræðuna um útlendinga sem kaupi íslenskt land. Íslendingar séu eyþjóð og hann mundi sýna sömu viðbrögð væri hann Íslendingur. „Það sem þarf að gera er að skilgreina hvað kaupandinn má gera á jörðinni. Það þarf að vera skýrt, en það má ekki neyða eigandann til að stunda hefðbundinn búskap. Í mínu tilfelli tel ég til dæmis að það sé betra að vernda náttúruna en að planta rófum og hafa sauðfé sem étur öll trén mín. Ef einhver segir við mig: Rudy, þú þarft sjálfur að stunda hér hefðbundinn búskap, þá mun ég segja að hann hafi rangt fyrir sér. Svo stór hluti af Íslandi hefur verið lagður undir landbúnað og ég skil það vel. Þannig lifði fólk af í gegnum aldirnar og ég virði það. Í dag þarf þjóðin ekki svona mikið landflæmi til að lifa af. Það þurfti fyrir hálfri öld, en það er liðin tíð. Ég held að náttúruvernd sé mikilvæg. Sauðfé og skógrækt fara ekki saman, kindurnar éta trén. Ég girði því skógræktina af til að verja trén.“ Lamprecht segir að óttinn við uppkaup útlendinga sé skiljanlegur, hann sé einnig til staðar í Sviss. Þetta séu hins vegar fyrst og fremst tilfinningarök. Eignarhald sé ekki vandamál ef skýrar reglur gilda um landnot.Verða að vera reglur Þar kemur að leiðarstefinu í hugmyndum Lamprechts varðandi jarðnotkun. Hann telur allt of fáar reglur gilda hér á landi. Séu reglurnar skýrar skipti engu máli hver eigi jarðirnar. „Ég skil áhyggjurnar varðandi eignarhald útlendinga, en ef skýrar reglur gilda um landnotkun af hverju er það þá vandamál? Það mun ekki gerast að útlendingar eigi 30 til 40 prósent af íslensku landi. Þetta eru tilfinningarök, sem eru skiljanleg og er að finna alls staðar í Evrópu. Ég heyrði að ráðherra í ríkisstjórninni hefði viljað setja reglur um að það yrði að yrkja jarðir á hefðbundinn hátt. En af hverju hefur hefðbundinn búskapur dregist svo saman? Af því að það er ekki efnahagslega hagkvæmt að stunda hann. Ég ætla ekki að stunda búskap á landi sem ég vil vernda. Það skortir reglur um landnotkun og þá reglur sem auka verðmætið. Ef ráðherra segir að maður verði að búa á jörðunum þá er það ekki regla heldur hugmynd. Ég mundi vilja segja við hann, með fullri virðingu, að þá hugmynd verði að skoða betur. Er það í raun góð regla? Er það besta leiðin til að auka verðmæti jarðanna? Ég held ekki. Það sem mun gerast er að útlendingar munu ekki kaupa neinar jarðir. Ég setti allt þetta fé í skógrækt af því að ég veit að það eykur gildi landsins. Aðrir útlendingar munu ekki gera slíkt hið sama ef krafan er uppi um að þeir búi hérna.“ Lamprecht segir að skipta eigi landinu upp í svæði. Stunda landbúnað á ákveðnum svæðum, reisa sumarhús á öðrum, vera með iðnað á sérstökum svæðum og afmarka ákveðin svæði fyrir verndun.“ „Ef reglur eru skýrar, hvert er þá vandamálið? Landið verður ekki svart þó útlendingar eigi það. Grasið deyr ekki. Þessi rök snúast fyrst og fremst um tilfinningar.“Allir velkomnir á jarðirnar mínar Lamprecht segir þær kjaftasögur hafa komist á kreik að hann vildi loka landsvæðum sínum fyrir umferð og banna veiði í Heiðarvatni. Það sé algjör firra, hann hafi ekki sett upp eina einustu keðju eða hlið á landareignum sínum. Allir geti keypt sér veiðileyfi í vatninu, en þar fór veiðileyfasala fram áður en hann keypti jörðina, og farið um jarðir hans. „En menn verða þá að virða reglur og aka á vegunum. Ég sætti mig ekki við það þegar fólk ekur utan vega. Það er ekki ég sem það geri, heldur Íslendingarnir á ofurjeppunum sínum. Þeir eru að eltast við hreindýr og aka þar sem þeim sýnist. Virði menn umgengni við landið eru þeir velkomnir á mínar jarðir.“
Tengdar fréttir Fasteignamat lögbýla 121 milljarður Kind er kind er kind og sullur er sullur er sullur segir í ágætri bók. Það er hins vegar ekki svo að jörð sé jörð sé jörð. Jarðirnar eru mjög misstórar, að ekki sé nú talað um verðmætar. 15. febrúar 2013 06:00 Ríkið er langstærsti jarðeigandinn Reglulega skjóta upp kollinum áhyggjur af því að jarðir séu að safnast á fárra hendur og auðmenn séu að eignast Ísland. Undanfarið hefur óttinn beinst að erlendum auðmönnum. Sé málið skoðað kemur þó í ljós að lítið hefur verið um jarðasöfnun og eignarhald 14. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Fasteignamat lögbýla 121 milljarður Kind er kind er kind og sullur er sullur er sullur segir í ágætri bók. Það er hins vegar ekki svo að jörð sé jörð sé jörð. Jarðirnar eru mjög misstórar, að ekki sé nú talað um verðmætar. 15. febrúar 2013 06:00
Ríkið er langstærsti jarðeigandinn Reglulega skjóta upp kollinum áhyggjur af því að jarðir séu að safnast á fárra hendur og auðmenn séu að eignast Ísland. Undanfarið hefur óttinn beinst að erlendum auðmönnum. Sé málið skoðað kemur þó í ljós að lítið hefur verið um jarðasöfnun og eignarhald 14. febrúar 2013 06:00