Trommar með 20 mismunandi sveitum Freyr Bjarnason skrifar 20. febrúar 2013 12:00 Magnús Trygvason Eliassen spilar með um tuttugu hljómsveitum. Tónleikaröðin Magnús mánaðarins hefst á sunnudag. Mynd/GVA Tónleikaröðin Magnús mánaðarins hefur göngu sína á Kex Hostel á sunnudagskvöld. Þar býður trommuleikarinn Magnús Trygvason Eliassen góðum gestum í heimsókn úr þeim fjölmörgu hljómsveitum sem hann starfar með. Aðspurður segist Magnús vera í um tuttugu hljómsveitum. Hann segist ekki vita hvort einhver sé í fleiri sveitum hér á landi en hann. „Það er alveg til fólk sem vinnur með jafnmörgum og ég. En mikið af þessu fólki sem ég vinn með er rosalega áberandi," segir hinn fjölhæfi Magnús, sem hefur haft trommuleikinn sem aðalstarf undanfarin fimm til sex ár. „Sumir segja að tónlistin sé einhvers konar köllun í lífinu og ég get alveg skrifað undir það." Fyrir síðustu jól spilaði hann inn á plötur með Moses Hightower, Tilbury, Borko og ADHD. Á meðal annarra hljómsveita sem hann spilar með eru Sin Fang, Mr. Silla, Monotown og K-Tríó. Magnús, sem á norskan föður, er þekktur fyrir að hafa NBA-derhúfu á höfðinu á tónleikum og býst við því að halda því áfram í Magnúsi mánaðarins. „Ég kem alltaf til dyranna eins og ég er klæddur og ég verð vafalaust með derhúfu. Ég er ekki þekktur fyrir að klæða mig neitt sérstaklega mikið upp en ég er mikill aðdáandi þessara derhúfna sem ég safna," segir kappinn sem á ellefu til tólf svoleiðis húfur á lager. Magnús mánaðarins verður haldin einu sinni í mánuði og hefjast fyrstu tónleikarnir á sunnudag klukkan 20.30. Þá spilar Magnús með Kippi Kaninus en þeir eru að ljúka við plötu saman. „Við ætlum að nýta það að við erum í góðri æfingu." Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónleikaröðin Magnús mánaðarins hefur göngu sína á Kex Hostel á sunnudagskvöld. Þar býður trommuleikarinn Magnús Trygvason Eliassen góðum gestum í heimsókn úr þeim fjölmörgu hljómsveitum sem hann starfar með. Aðspurður segist Magnús vera í um tuttugu hljómsveitum. Hann segist ekki vita hvort einhver sé í fleiri sveitum hér á landi en hann. „Það er alveg til fólk sem vinnur með jafnmörgum og ég. En mikið af þessu fólki sem ég vinn með er rosalega áberandi," segir hinn fjölhæfi Magnús, sem hefur haft trommuleikinn sem aðalstarf undanfarin fimm til sex ár. „Sumir segja að tónlistin sé einhvers konar köllun í lífinu og ég get alveg skrifað undir það." Fyrir síðustu jól spilaði hann inn á plötur með Moses Hightower, Tilbury, Borko og ADHD. Á meðal annarra hljómsveita sem hann spilar með eru Sin Fang, Mr. Silla, Monotown og K-Tríó. Magnús, sem á norskan föður, er þekktur fyrir að hafa NBA-derhúfu á höfðinu á tónleikum og býst við því að halda því áfram í Magnúsi mánaðarins. „Ég kem alltaf til dyranna eins og ég er klæddur og ég verð vafalaust með derhúfu. Ég er ekki þekktur fyrir að klæða mig neitt sérstaklega mikið upp en ég er mikill aðdáandi þessara derhúfna sem ég safna," segir kappinn sem á ellefu til tólf svoleiðis húfur á lager. Magnús mánaðarins verður haldin einu sinni í mánuði og hefjast fyrstu tónleikarnir á sunnudag klukkan 20.30. Þá spilar Magnús með Kippi Kaninus en þeir eru að ljúka við plötu saman. „Við ætlum að nýta það að við erum í góðri æfingu."
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira