Eyðilegging kvótans Ólafur Örn Jónsson skrifar 21. febrúar 2013 06:00 Mikil eyðilegging kvótans er búin að vera frá upphafi og ekki skrítið að margir útgerðarmenn trúðu því ekki að þessari endaleysu yrði haldið áfram og tóku þess vegna ekki þátt í að sölsa til sín kvóta. En þeir, ekki frekar en þjóðin, skildu ekki hvernig svikamyllu banka og nokkurra útgerða var háttað. Hvernig lánuð voru út á væntanleg veð í kvótunum lán sem stóðu jafnvel seljandanum ekki til boða. ÚA-hneykslið til dæmis. Skaðinn varð strax ljós þegar þær útgerðir sem staðið höfðu fyrir kvótabreytingunni byrjuðu að sanka að sér allt of miklum þorskkvótum „að sunnan“ og notuðu þá til að liggja í smáfiski í nýopnuðum hólfum fyrir Norðurlandi allan veturinn. Það tók tvö ár að eyðileggja friðunina sem átti sér stað í Sóknarmarkinu og fjórum árum seinna, 1990, sást ekki þorksur fyrir Suðurlandi og veiðin á þorski komin í 90.000 tonna sögulegt lágmark. Þarna var loksins brugðið við og hólfinu lokað og hert á smáfiskadrápi þessara skipa. En því miður í stað þess að afnema kvótakerfið var hert á því með afnámi frjálsra handfæraveiða og sett frjálst framsal. Við þetta fór af stað versta þróun sem hugsast gat fyrir íslenska sjómenn og þjóðina því að þarna hætti áherslan á hámörkun afrakstursins af veiðunum en í staðinn kom hámörkun fárra valinna einstaklinga á fjármögnun frá bönkunum. Nú var komin ríkisstjórn sem var til í að dansa hættulegan línudans í þeim eina tilgangi að hygla mönnum í útgerð með „leyfi“ til að nota aflaheimildir „eign þjóðarinnar“ sem eiginfé í viðskiptum við bankana. Þessi viðskipti stjórnuðu nú á þessum tíma öllu varðandi úthlutanir aflaheimilda sem ekki máttu verða meiri en svo að „viðunandi“ skortur væri á aflaheimildum svo verð á „öllum“ kvóta væri hátt og stöðugt. 1998 til 2007 Nú fór í gang hálfgerð skálmöld þar sem hreint og klárt var verið að reyna að fækka mönnum í útgerð. Þetta gekk svo langt að jafnvel gjaldfelldu bankar lán smærri útgerða til að þvinga þær til að láta þorskkvóta af hendi. Þetta hafði gífurleg áhrif á litlar útgerðir þar sem menn áttu litla þorskkvóta sem þeir notuðu til að fiska aukategundir. Þöggun En hvernig gátu svona alvarlegir atburðir átt sér stað? Fyrir utan að æðstu stjórnendur landsins stóðu vörð um þetta ferli og hvöttu til þess þá var í gangi þöggun þar sem ráðist var á alla þá í sjávarútvegi sem voguðu sér að segja sannleikann um það sem átti sér stað og bentu á dæmin þar sem miður fóru. Þarna voru sannarlega unnin mannréttindabrot á fólki og fjölskyldum sem við skulum vona að verði rannsökuð fyrr en seinna og tekin til dóms. Veiðar hafa alltaf verið sveiflukenndar á Íslandsmiðum, sem ætti að vera nóg ástæða til að menn skilji að kvótastýring er með öllu gagnslaus til að ná því markmiði að hámarka afrakstur greinarinnar. Ætla má að á síðustu 20 árum höfum við vanmetið veiðigetu þorskstofnsins fimm sinnum og mikið af fiski synt hjá garði og ekki nýst þjóðinni í útflutningsverðmæti eingöngu til að tryggja hátt og stöðugt verð á kvótanum í viðskiptum útgerða og banka. Að sjálfsögðu er þetta búið að skaða þjóðarbúið verulega og er skaðinn enn að birtast okkur núna í lítilli markaðshlutdeild sem gerir okkur erfitt fyrir í markaðsstríði við Norðmenn og Rússa nú þegar þeir eru búnir að átta sig á vitleysunni sem felst í því að reyna að „geyma“ óveiddan fisk í sjó. Fullvaxinn fisk á að veiða hvar sem í hann næst því þú tekur ekki fisk á morgun sem þú getur veitt í dag. Þetta er staðreynd sem allir reyndir skipstjórar þekkja vel. Gegn þjóðarvilja Nú er svo komið fyrir okkur að við horfum upp á nokkra útgerðaraðila ætla sér eignaraðild að nýtingarrétti fiskimiðanna í trássi við fiskveiðistjórnunarlögin og gegn skýlausum vilja þjóðarinnar. Það verður að segjast að við erum vitni að frekju og óbilgirni af hálfu sumra þessara manna og lygaáróðurinn sem þeir beita segir okkur að græðgin virðist ekki eiga sér nein takmörk hjá þessu fólki sem búið er að þvinga öll hagsmunasamtök og félög innan sjávarútvegs til að standa alfarið að baki þeim í baráttu þeirra fyrir þessari ólöglegu eignaraðild. Síðan, því miður, sjáum við alla fjóra gömlu stjórnmálaflokka landsins standa vörð um þetta kerfi og eru þeir til í að fara gegn þjóðinni þrátt fyrir að þjóðin hafi talað skýrt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eins og kom fram í fyrri grein minni gekk Sóknarmarkið mjög vel og var sátt um það. Þetta kerfi er hægt að taka upp með engum fyrirvara og bæta við það skilyrði um að allur fiskur verði seldur á mörkuðum. Með þessu fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunar komum við í veg fyrir óréttlæti, brottkast og löndun framhjá vigt. Við eyðum einokun að veiðum og vinnslu um leið og við hámörkum afrakstur miðanna. Okkur, sem trúum á frelsi einstaklingsins, á ekki dyljast að þetta yrði vítamínsprauta í íslenskt atvinnulíf sem mun skapa hringrás fjármagns sem síðan gagnast fyrirtækjum á innlendum markaði og í ríkisjóði. Hagur fólksins og fyrirtækjanna á að ganga fyrir græðgi fárra, það heitir lýðræði. Eyðum hagsmunagæslu fjórflokksins, kjósum nýju framboðin, kjósum DÖGUN. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Örn Jónsson Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikil eyðilegging kvótans er búin að vera frá upphafi og ekki skrítið að margir útgerðarmenn trúðu því ekki að þessari endaleysu yrði haldið áfram og tóku þess vegna ekki þátt í að sölsa til sín kvóta. En þeir, ekki frekar en þjóðin, skildu ekki hvernig svikamyllu banka og nokkurra útgerða var háttað. Hvernig lánuð voru út á væntanleg veð í kvótunum lán sem stóðu jafnvel seljandanum ekki til boða. ÚA-hneykslið til dæmis. Skaðinn varð strax ljós þegar þær útgerðir sem staðið höfðu fyrir kvótabreytingunni byrjuðu að sanka að sér allt of miklum þorskkvótum „að sunnan“ og notuðu þá til að liggja í smáfiski í nýopnuðum hólfum fyrir Norðurlandi allan veturinn. Það tók tvö ár að eyðileggja friðunina sem átti sér stað í Sóknarmarkinu og fjórum árum seinna, 1990, sást ekki þorksur fyrir Suðurlandi og veiðin á þorski komin í 90.000 tonna sögulegt lágmark. Þarna var loksins brugðið við og hólfinu lokað og hert á smáfiskadrápi þessara skipa. En því miður í stað þess að afnema kvótakerfið var hert á því með afnámi frjálsra handfæraveiða og sett frjálst framsal. Við þetta fór af stað versta þróun sem hugsast gat fyrir íslenska sjómenn og þjóðina því að þarna hætti áherslan á hámörkun afrakstursins af veiðunum en í staðinn kom hámörkun fárra valinna einstaklinga á fjármögnun frá bönkunum. Nú var komin ríkisstjórn sem var til í að dansa hættulegan línudans í þeim eina tilgangi að hygla mönnum í útgerð með „leyfi“ til að nota aflaheimildir „eign þjóðarinnar“ sem eiginfé í viðskiptum við bankana. Þessi viðskipti stjórnuðu nú á þessum tíma öllu varðandi úthlutanir aflaheimilda sem ekki máttu verða meiri en svo að „viðunandi“ skortur væri á aflaheimildum svo verð á „öllum“ kvóta væri hátt og stöðugt. 1998 til 2007 Nú fór í gang hálfgerð skálmöld þar sem hreint og klárt var verið að reyna að fækka mönnum í útgerð. Þetta gekk svo langt að jafnvel gjaldfelldu bankar lán smærri útgerða til að þvinga þær til að láta þorskkvóta af hendi. Þetta hafði gífurleg áhrif á litlar útgerðir þar sem menn áttu litla þorskkvóta sem þeir notuðu til að fiska aukategundir. Þöggun En hvernig gátu svona alvarlegir atburðir átt sér stað? Fyrir utan að æðstu stjórnendur landsins stóðu vörð um þetta ferli og hvöttu til þess þá var í gangi þöggun þar sem ráðist var á alla þá í sjávarútvegi sem voguðu sér að segja sannleikann um það sem átti sér stað og bentu á dæmin þar sem miður fóru. Þarna voru sannarlega unnin mannréttindabrot á fólki og fjölskyldum sem við skulum vona að verði rannsökuð fyrr en seinna og tekin til dóms. Veiðar hafa alltaf verið sveiflukenndar á Íslandsmiðum, sem ætti að vera nóg ástæða til að menn skilji að kvótastýring er með öllu gagnslaus til að ná því markmiði að hámarka afrakstur greinarinnar. Ætla má að á síðustu 20 árum höfum við vanmetið veiðigetu þorskstofnsins fimm sinnum og mikið af fiski synt hjá garði og ekki nýst þjóðinni í útflutningsverðmæti eingöngu til að tryggja hátt og stöðugt verð á kvótanum í viðskiptum útgerða og banka. Að sjálfsögðu er þetta búið að skaða þjóðarbúið verulega og er skaðinn enn að birtast okkur núna í lítilli markaðshlutdeild sem gerir okkur erfitt fyrir í markaðsstríði við Norðmenn og Rússa nú þegar þeir eru búnir að átta sig á vitleysunni sem felst í því að reyna að „geyma“ óveiddan fisk í sjó. Fullvaxinn fisk á að veiða hvar sem í hann næst því þú tekur ekki fisk á morgun sem þú getur veitt í dag. Þetta er staðreynd sem allir reyndir skipstjórar þekkja vel. Gegn þjóðarvilja Nú er svo komið fyrir okkur að við horfum upp á nokkra útgerðaraðila ætla sér eignaraðild að nýtingarrétti fiskimiðanna í trássi við fiskveiðistjórnunarlögin og gegn skýlausum vilja þjóðarinnar. Það verður að segjast að við erum vitni að frekju og óbilgirni af hálfu sumra þessara manna og lygaáróðurinn sem þeir beita segir okkur að græðgin virðist ekki eiga sér nein takmörk hjá þessu fólki sem búið er að þvinga öll hagsmunasamtök og félög innan sjávarútvegs til að standa alfarið að baki þeim í baráttu þeirra fyrir þessari ólöglegu eignaraðild. Síðan, því miður, sjáum við alla fjóra gömlu stjórnmálaflokka landsins standa vörð um þetta kerfi og eru þeir til í að fara gegn þjóðinni þrátt fyrir að þjóðin hafi talað skýrt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eins og kom fram í fyrri grein minni gekk Sóknarmarkið mjög vel og var sátt um það. Þetta kerfi er hægt að taka upp með engum fyrirvara og bæta við það skilyrði um að allur fiskur verði seldur á mörkuðum. Með þessu fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunar komum við í veg fyrir óréttlæti, brottkast og löndun framhjá vigt. Við eyðum einokun að veiðum og vinnslu um leið og við hámörkum afrakstur miðanna. Okkur, sem trúum á frelsi einstaklingsins, á ekki dyljast að þetta yrði vítamínsprauta í íslenskt atvinnulíf sem mun skapa hringrás fjármagns sem síðan gagnast fyrirtækjum á innlendum markaði og í ríkisjóði. Hagur fólksins og fyrirtækjanna á að ganga fyrir græðgi fárra, það heitir lýðræði. Eyðum hagsmunagæslu fjórflokksins, kjósum nýju framboðin, kjósum DÖGUN.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun