Mistök Sjálfstæðisflokks Össur Skarphéðinsson skrifar 22. febrúar 2013 06:00 Vasklegt þingmannsefni, Teitur Björn Einarsson, framstyggðist þegar ég rakti í Fréttablaðinu hvernig vítavert óraunsæi leiddi til alvarlegra mistaka Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum varðandi tvo stóratburði á síðustu tíu árum. Hinn fyrri var margboðuð brottför hersins í mars 2006. Sá síðari var hrunið 2008. Teiti finnst flokkurinn hafa það sér til afbötunar að hafa þó unnið úr málunum – eftir á. Hann hafi mætt brottför hersins með því að setja upp Varnarmálastofnun – og sett neyðarlögin eftir hrunið. Gott og vel. Á sínum tíma var Björn Bjarnason, hugmyndafræðingur flokksins, á móti Varnarmálastofnun. Hann hafði rétt fyrir sér. Eitt af fyrstu verkum mínum var því að leggja hana niður. Öll störf hennar eru nú unnin af öðrum stofnunum – og hundruð milljóna hafa sparast. Hitt er hárrétt hjá Teiti, að neyðarlögin hafa reynst helsta haldreipi Íslendinga í eftirleik hrunsins. Nú er að sönnu óvíst hvort réttlæti sé yfirhöfuð til í stjórnmálum, en sé svo, þá á sagan eftir að endurmeta bæði hlutverk og arfleifð tveggja stjórnmálamanna sem verðskulda þar mestan heiður, Björgvins G. Sigurðssonar og Geirs H. Haarde. Það breytir þó engu um óraunsæi Sjálfstæðisflokksins, sem missti af lokum kalda stríðsins. Hann var algerlega óviðbúinn þegar Bandaríkjamenn kipptu burt hernum. Í stað þess að skilgreina blákalda hagsmuni, og semja í samræmi við raunverulegar öryggisþarfir Íslendinga varðandi siglingar, leit og björgun, norðurslóðir, nýja háska gagnvart borgaralegu samfélagi, og auðlindanýtingu undir hafsbotni, snerist slagurinn um að ríghalda í fjórar orrustuþotur. Langlægsta punktinum var svo náð þegar forysta flokksins bauð stuðning Íslands við árásina á Írak til að skapa sér stöðu í samningunum. Sá díll var skandall. Sama óraunsæi birtist þegar Seðlabankinn undir forystu Sjálfstæðismanna daufheyrðist fram eftir ári 2008 við viðvörunum margra seðlabanka um að leita til AGS. Höfuðið var svo bitið af skömminni þegar Seðlabankinn hafði Ísland að ginningarfífli með órum um stórlán frá stórveldi sem sagan kennir ekki að sé þekkt að ókeypis örlæti í garð smáþjóða. Jafnvel rétt eftir hrun, meðan Íslandi blæddi, stritaðist Seðlabankinn gegn aðstoð AGS í heilan mánuð. Þessum dæmum ætti Teitur og landsfundur Sjálfstæðisflokksins að velta fyrir sér. Meðan flokkurinn sigldi kreddulaust eftir áttavita blákaldra hagsmuna Íslands tók hann sporið með Gylfa Þ. Gíslasyni inn í EFTA og þorði með jafnaðarmönnum í EES. Önfirska þingmannsefnið segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir alþjóðlegt samstarf og viðskiptafrelsi. En leiðin þangað liggur ekki í að leyfa lokuðum, innmúruðum valdaklíkum, sem hvergi eru kosnar á pall, að læsa Ísland inni í gjaldeyrishöftum. Þeim á ekki að leyfast að loka á þann möguleika að blákalt hagsmunamat geti leitt til þess að Ísland telji sér betur borgið með evruna –en án hennar. Það væri andstætt hagsmunum Íslands, og þar með Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Vasklegt þingmannsefni, Teitur Björn Einarsson, framstyggðist þegar ég rakti í Fréttablaðinu hvernig vítavert óraunsæi leiddi til alvarlegra mistaka Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum varðandi tvo stóratburði á síðustu tíu árum. Hinn fyrri var margboðuð brottför hersins í mars 2006. Sá síðari var hrunið 2008. Teiti finnst flokkurinn hafa það sér til afbötunar að hafa þó unnið úr málunum – eftir á. Hann hafi mætt brottför hersins með því að setja upp Varnarmálastofnun – og sett neyðarlögin eftir hrunið. Gott og vel. Á sínum tíma var Björn Bjarnason, hugmyndafræðingur flokksins, á móti Varnarmálastofnun. Hann hafði rétt fyrir sér. Eitt af fyrstu verkum mínum var því að leggja hana niður. Öll störf hennar eru nú unnin af öðrum stofnunum – og hundruð milljóna hafa sparast. Hitt er hárrétt hjá Teiti, að neyðarlögin hafa reynst helsta haldreipi Íslendinga í eftirleik hrunsins. Nú er að sönnu óvíst hvort réttlæti sé yfirhöfuð til í stjórnmálum, en sé svo, þá á sagan eftir að endurmeta bæði hlutverk og arfleifð tveggja stjórnmálamanna sem verðskulda þar mestan heiður, Björgvins G. Sigurðssonar og Geirs H. Haarde. Það breytir þó engu um óraunsæi Sjálfstæðisflokksins, sem missti af lokum kalda stríðsins. Hann var algerlega óviðbúinn þegar Bandaríkjamenn kipptu burt hernum. Í stað þess að skilgreina blákalda hagsmuni, og semja í samræmi við raunverulegar öryggisþarfir Íslendinga varðandi siglingar, leit og björgun, norðurslóðir, nýja háska gagnvart borgaralegu samfélagi, og auðlindanýtingu undir hafsbotni, snerist slagurinn um að ríghalda í fjórar orrustuþotur. Langlægsta punktinum var svo náð þegar forysta flokksins bauð stuðning Íslands við árásina á Írak til að skapa sér stöðu í samningunum. Sá díll var skandall. Sama óraunsæi birtist þegar Seðlabankinn undir forystu Sjálfstæðismanna daufheyrðist fram eftir ári 2008 við viðvörunum margra seðlabanka um að leita til AGS. Höfuðið var svo bitið af skömminni þegar Seðlabankinn hafði Ísland að ginningarfífli með órum um stórlán frá stórveldi sem sagan kennir ekki að sé þekkt að ókeypis örlæti í garð smáþjóða. Jafnvel rétt eftir hrun, meðan Íslandi blæddi, stritaðist Seðlabankinn gegn aðstoð AGS í heilan mánuð. Þessum dæmum ætti Teitur og landsfundur Sjálfstæðisflokksins að velta fyrir sér. Meðan flokkurinn sigldi kreddulaust eftir áttavita blákaldra hagsmuna Íslands tók hann sporið með Gylfa Þ. Gíslasyni inn í EFTA og þorði með jafnaðarmönnum í EES. Önfirska þingmannsefnið segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir alþjóðlegt samstarf og viðskiptafrelsi. En leiðin þangað liggur ekki í að leyfa lokuðum, innmúruðum valdaklíkum, sem hvergi eru kosnar á pall, að læsa Ísland inni í gjaldeyrishöftum. Þeim á ekki að leyfast að loka á þann möguleika að blákalt hagsmunamat geti leitt til þess að Ísland telji sér betur borgið með evruna –en án hennar. Það væri andstætt hagsmunum Íslands, og þar með Sjálfstæðisflokksins.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun