Í myrkvuðu herbergi í marga daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2013 07:00 Guðbjörg Gunnarsdóttir var ein af fjórum bestu markvörðum sænsku deildarinnar á síðasta tímabili. Mynd/Nordic Photos/Getty Algarve-mótið skiptir landsliðsmarkvörðinn Guðbjörgu Gunnarsdóttur miklu máli enda hennar aðalvettvangur til að sýna sig og sanna fyrir landsliðsþjálfaranum. Guðbjörg hefur verið með undanfarin sex ár og spilað þrettán af 21 landsleik sínum í Algarve-bikarnum. Nú er hins vegar ekki öruggt að hún geti verið með í næsta mánuði eftir að hún veiktist skyndilega í byrjun síðustu viku. „Ég er búin að vera á sjúkrahúsi síðan að ég veiktist á miðvikudaginn í síðustu viku. Ég er búin að vera ælandi í myrkvuðu herbergi síðustu daga," segir Guðbjörg sem fékk loksins að vita meira í gær. „Ég fór í alls konar rannsóknir á miðvikudaginn og það komu niðurstöður í dag. Það er einhver sýking í heilanum á mér. Þetta er einhver veira sem læknast af sjálfu sér og ég mátti því fara heim. Ég á að taka því rólega," segir Guðbjörg. „Ég er öll að hressast og það stefnir í það að ég fari með. Ég þarf líka að tala við félagsþjálfara minn um hvort þeir hreinlega leyfi mér að fara. Ég vona innilega að ég verði orðin frísk því það er líka ósanngjarnt gagnvart landsliðsþjálfaranum ef ég mæti og er ógeðslega slöpp. Þá er ég líka að skemma fyrir. Ég vil ekki mæta og vera eins og einhver sjúklingur," segir Guðbjörg en það er líka erfitt að sjá eina alvöru tækifæri sitt renna út í sandinn. „Það yrði mjög svekkjandi ef ég myndi missa af þessu því þetta er eina ferðin þar sem ég fæ almennilegt tækifæri til að sýna mig. Ég fæ aldrei tækifæri í þessum stuttu ferðum þar sem við hittumst tveimur dögum fyrir leik. Þetta er eina ferðin þar sem maður fær æfingar og svo fæ ég yfirleitt tvo leiki þótt það hafi ekki verið svoleiðis í fyrra," segir Guðbjörg en hún er farin að spila með norska úrvalsdeildarliðinu Avaldsnes eftir fjögur flott tímabil í Svíþjóð.Finnst ég eiga meira skilið „Það skipti engu máli hvort ég ætti frábæra leiki með Djurgården eða glataða því það hafði ekki mikil áhrif á veru mína í landsliðinu. Ég veit sjálf að ég átti frábært tímabil á síðasta ári og mér finnst ég eiga miklu meira skilið. Það er svekkjandi að hann sér mig spila svo lítið," segir Guðbjörg. Hún hefur verið í kringum landsliðið frá 2004 er samt aðeins búin að spila 21 landsleik og hefur setið á bekknum í 29 leikjum frá og með árinu 2009. „Ég get alveg viðurkennt það að ég hef verið nokkrum sinnum nálægt því að hætta í landsliðinu. Ég er náttúrulega keppnismanneskja og þetta er ekki auðvelt. Á endanum hlýt ég að uppskera því ég finn sjálf hvað ég er orðin miklu betri leikmaður en þegar ég kom fyrst út. Hann hlýtur að sjá það," segir Guðbjörg, en stærsta málið í dag er samt að hún verði nógu heilsuhraust til að fara með til Portúgals í byrjun næsta mánaðar.Orðin miklu hressari „Ég verð að vera skynsöm og gera enga vitleysu. Þetta er heilinn í mér og ég er með einhvern vírus. Ég er orðin miklu hressari og býst við því að þetta verði í lagi. Ég tek enga óþarfa áhættu því það er mjög mikið fram undan og ég ætla ekki að gera neitt heimskulegt," sagði Guðbjörg að lokum. Það er hægt að sjá allan landsliðshópinn inni á Vísir.is. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Algarve-mótið skiptir landsliðsmarkvörðinn Guðbjörgu Gunnarsdóttur miklu máli enda hennar aðalvettvangur til að sýna sig og sanna fyrir landsliðsþjálfaranum. Guðbjörg hefur verið með undanfarin sex ár og spilað þrettán af 21 landsleik sínum í Algarve-bikarnum. Nú er hins vegar ekki öruggt að hún geti verið með í næsta mánuði eftir að hún veiktist skyndilega í byrjun síðustu viku. „Ég er búin að vera á sjúkrahúsi síðan að ég veiktist á miðvikudaginn í síðustu viku. Ég er búin að vera ælandi í myrkvuðu herbergi síðustu daga," segir Guðbjörg sem fékk loksins að vita meira í gær. „Ég fór í alls konar rannsóknir á miðvikudaginn og það komu niðurstöður í dag. Það er einhver sýking í heilanum á mér. Þetta er einhver veira sem læknast af sjálfu sér og ég mátti því fara heim. Ég á að taka því rólega," segir Guðbjörg. „Ég er öll að hressast og það stefnir í það að ég fari með. Ég þarf líka að tala við félagsþjálfara minn um hvort þeir hreinlega leyfi mér að fara. Ég vona innilega að ég verði orðin frísk því það er líka ósanngjarnt gagnvart landsliðsþjálfaranum ef ég mæti og er ógeðslega slöpp. Þá er ég líka að skemma fyrir. Ég vil ekki mæta og vera eins og einhver sjúklingur," segir Guðbjörg en það er líka erfitt að sjá eina alvöru tækifæri sitt renna út í sandinn. „Það yrði mjög svekkjandi ef ég myndi missa af þessu því þetta er eina ferðin þar sem ég fæ almennilegt tækifæri til að sýna mig. Ég fæ aldrei tækifæri í þessum stuttu ferðum þar sem við hittumst tveimur dögum fyrir leik. Þetta er eina ferðin þar sem maður fær æfingar og svo fæ ég yfirleitt tvo leiki þótt það hafi ekki verið svoleiðis í fyrra," segir Guðbjörg en hún er farin að spila með norska úrvalsdeildarliðinu Avaldsnes eftir fjögur flott tímabil í Svíþjóð.Finnst ég eiga meira skilið „Það skipti engu máli hvort ég ætti frábæra leiki með Djurgården eða glataða því það hafði ekki mikil áhrif á veru mína í landsliðinu. Ég veit sjálf að ég átti frábært tímabil á síðasta ári og mér finnst ég eiga miklu meira skilið. Það er svekkjandi að hann sér mig spila svo lítið," segir Guðbjörg. Hún hefur verið í kringum landsliðið frá 2004 er samt aðeins búin að spila 21 landsleik og hefur setið á bekknum í 29 leikjum frá og með árinu 2009. „Ég get alveg viðurkennt það að ég hef verið nokkrum sinnum nálægt því að hætta í landsliðinu. Ég er náttúrulega keppnismanneskja og þetta er ekki auðvelt. Á endanum hlýt ég að uppskera því ég finn sjálf hvað ég er orðin miklu betri leikmaður en þegar ég kom fyrst út. Hann hlýtur að sjá það," segir Guðbjörg, en stærsta málið í dag er samt að hún verði nógu heilsuhraust til að fara með til Portúgals í byrjun næsta mánaðar.Orðin miklu hressari „Ég verð að vera skynsöm og gera enga vitleysu. Þetta er heilinn í mér og ég er með einhvern vírus. Ég er orðin miklu hressari og býst við því að þetta verði í lagi. Ég tek enga óþarfa áhættu því það er mjög mikið fram undan og ég ætla ekki að gera neitt heimskulegt," sagði Guðbjörg að lokum. Það er hægt að sjá allan landsliðshópinn inni á Vísir.is.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti