Innlifun með Thurston, Kim og Yoko 28. febrúar 2013 16:00 Chimera útgáfan heitir eftir skepnu úr grískri goðafræði. Eitt af eftirminnilegustu atriðunum á Iceland Airwaves 2011 var Chimera-kvöldið í Norðurljósasal Hörpu. Þar kom Yoko Ono fram ásamt Plastic Ono Band, en einnig nokkur önnur nöfn sem tengjast útgáfunni sem sonur Yokoar, Sean Ono Lennon, stofnaði ásamt kærustunni Charlotte Kemp Muhl árið 2009. Chimera er nafnið á eldspúandi furðuveru úr grískri goðafræði. Hún er ljón að framan, geit í miðju og dreki að aftan. Með svona nafn er hægt að gera hvað sem er og það kemur engum á óvart að Chimera helgar sig tilraunkenndri tónlist að stórum hluta, þó að inn á milli leynist poppaðri hlutir. Á meðal listamanna útgáfunnar eru Sean sjálfur (kvikmyndaplatan Alter Egos er nýkomin út), stúlknadúettinn Kemp & Eden og japanska parið MI-GU sem einmitt spilaði í Hörpunni. Sú plata sem hefur vakið hvað mesta athygli er samt samstarfsplata Yokoar Ono, Thurstons Moore og Kim Gordon úr Sonic Youth. Platan, sem heitir einfaldlega YOKOKIMTHURSTON er fyrsta samstarfsverkefnið sem kemur út með Kim og Thurston frá því að þau slitu samvistum eftir 27 ára samband. Þau hafa lengi verið miklir aðdáendur Yokoar. Á plötunni eru sex verk sem flest eru nálægt tíu mínútum að lengd. Þetta er innlifunarkennd spunatónlist. Yoko syngur (eins og henni einni er lagið) og Kim og Thurston búa til misháværar gítarhljóðmyndir undir. Í laginu Running The Risk lesa þau svo tilviljanakennt upp úr blaðagreinum. Mjög í anda hugmyndalistar Yokoar. Platan hefur fengið misjafna dóma, enda er Yoko ekki allra. Breska blaðið Wire gaf henni samt mjög góða dóma. Yoko varð áttræð um daginn, en er enn á fullu. Hún treður reglulega upp með Ono Bandinu og mun sjá um að velja atriðin á Meltdown-tónlistarhátíðina í London í sumar. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Eitt af eftirminnilegustu atriðunum á Iceland Airwaves 2011 var Chimera-kvöldið í Norðurljósasal Hörpu. Þar kom Yoko Ono fram ásamt Plastic Ono Band, en einnig nokkur önnur nöfn sem tengjast útgáfunni sem sonur Yokoar, Sean Ono Lennon, stofnaði ásamt kærustunni Charlotte Kemp Muhl árið 2009. Chimera er nafnið á eldspúandi furðuveru úr grískri goðafræði. Hún er ljón að framan, geit í miðju og dreki að aftan. Með svona nafn er hægt að gera hvað sem er og það kemur engum á óvart að Chimera helgar sig tilraunkenndri tónlist að stórum hluta, þó að inn á milli leynist poppaðri hlutir. Á meðal listamanna útgáfunnar eru Sean sjálfur (kvikmyndaplatan Alter Egos er nýkomin út), stúlknadúettinn Kemp & Eden og japanska parið MI-GU sem einmitt spilaði í Hörpunni. Sú plata sem hefur vakið hvað mesta athygli er samt samstarfsplata Yokoar Ono, Thurstons Moore og Kim Gordon úr Sonic Youth. Platan, sem heitir einfaldlega YOKOKIMTHURSTON er fyrsta samstarfsverkefnið sem kemur út með Kim og Thurston frá því að þau slitu samvistum eftir 27 ára samband. Þau hafa lengi verið miklir aðdáendur Yokoar. Á plötunni eru sex verk sem flest eru nálægt tíu mínútum að lengd. Þetta er innlifunarkennd spunatónlist. Yoko syngur (eins og henni einni er lagið) og Kim og Thurston búa til misháværar gítarhljóðmyndir undir. Í laginu Running The Risk lesa þau svo tilviljanakennt upp úr blaðagreinum. Mjög í anda hugmyndalistar Yokoar. Platan hefur fengið misjafna dóma, enda er Yoko ekki allra. Breska blaðið Wire gaf henni samt mjög góða dóma. Yoko varð áttræð um daginn, en er enn á fullu. Hún treður reglulega upp með Ono Bandinu og mun sjá um að velja atriðin á Meltdown-tónlistarhátíðina í London í sumar.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira