Lögsóttur vegna Beyoncé-leka 7. mars 2013 06:00 Útgáfurisinn Somy hefur lögsótt sænskan mann fyrir að dreifa plötu söngkonunnar Beyoncé á netinu áður en hún var gefin út opinberlega. Sony fer fram á rúmar 29 milljónir króna í skaðabætur. Frá þessu er greint á vefsíðu tónlistartímaritsins NME. Lögfræðingar Somy halda því fram að hinn 47 ára gamli maður frá Gautaborg hafi "lekið" plötunni 4 með Beyoncé á netið þann 8. júní árið 2011, rúmum tveimur vikum áður en platan var gefin út opinberlega. Nafn Svíans hefur ekki verið gert opinbert en talið er líklegt að hann starfi innan tónlistargeirans. Sony heldur því fram að athafnir mannsins hafi haft í för með sér margvíslegar neikvæðar afleiðingar í för með sér, þar á meðal fyrir sölutekjur af plötunni og markaðsherferð fyrir kynningu hennar. Sony heldur því einnig fram að lekinn hafi skaðað samband fyrirtækisins við söngkonuna og að orðspor Beyoncé hafi beðið hnekki fyrir vikið. Fyrr á þessu ári voru tveir enskir menn dæmdir í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og hundrað klukkustunda samfélagsvinnu fyrir að niðurhala ólöglega um 7.000 skjölum með tónlist frá Sony, meðal annarra plötum með Michael Jackson, Elvis Presley og téðri Beyoncé. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lagið Love On Top af umræddri plötu, 4. Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Útgáfurisinn Somy hefur lögsótt sænskan mann fyrir að dreifa plötu söngkonunnar Beyoncé á netinu áður en hún var gefin út opinberlega. Sony fer fram á rúmar 29 milljónir króna í skaðabætur. Frá þessu er greint á vefsíðu tónlistartímaritsins NME. Lögfræðingar Somy halda því fram að hinn 47 ára gamli maður frá Gautaborg hafi "lekið" plötunni 4 með Beyoncé á netið þann 8. júní árið 2011, rúmum tveimur vikum áður en platan var gefin út opinberlega. Nafn Svíans hefur ekki verið gert opinbert en talið er líklegt að hann starfi innan tónlistargeirans. Sony heldur því fram að athafnir mannsins hafi haft í för með sér margvíslegar neikvæðar afleiðingar í för með sér, þar á meðal fyrir sölutekjur af plötunni og markaðsherferð fyrir kynningu hennar. Sony heldur því einnig fram að lekinn hafi skaðað samband fyrirtækisins við söngkonuna og að orðspor Beyoncé hafi beðið hnekki fyrir vikið. Fyrr á þessu ári voru tveir enskir menn dæmdir í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og hundrað klukkustunda samfélagsvinnu fyrir að niðurhala ólöglega um 7.000 skjölum með tónlist frá Sony, meðal annarra plötum með Michael Jackson, Elvis Presley og téðri Beyoncé. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lagið Love On Top af umræddri plötu, 4.
Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira