Áfram stelpur til framtíðar Svandís Svavarsdóttir og umhverfis- og auðlindaráðherra skrifa 8. mars 2013 06:00 Ég á tvær dætur og tvær dótturdætur. Ég er rík kona. Móðir mín var vinkona mín og fyrirmynd í svo ótal mörgu en kannski mest í tímalausu æðruleysi og gleði yfir því smáa í mannlífinu og náttúrunni. Og líka því að þora að taka rými á eigin forsendum. Reynsla kynslóðanna, frá konu til konu, milli systra, mæðgna og vinkvenna, felur í sér sköpunarkraft og hreyfiafl sem breytir heiminum og bætir hann á hverjum degi. Þessi kraftur er alla jafna ekki viðfangsefni stjórnmálanna en ætti að eiga þangað greiða leið, enda er þar vettvangur ákvarðanatöku og stefnumótunar um það hvers konar samfélag við byggjum. Konur endast skemur í pólitík en karlar en eiga þangað brýnt erindi ekki síður en þeir. Við sem erum konur í stjórnmálum þurfum að gera okkur grein fyrir þessu. Styðja hver aðra og hvetja hver aðra, líka þvert á flokkslínur og hópa. Hvetjum dætur okkar, systur og mæður til dáða, til að taka rými, láta að sér kveða og standa með öðrum konum. Ekki veitir af. Sögur kvenna þarf að segja. Þær eiga erindi en heyrast allt of sjaldan – í opinberri umræðu, í stjórnunarstöðum, á ritstjórnum fjölmiðla, í fræðum og vísindum, í listum, kvikmyndum og leikhúsi, í íþróttum og atvinnulífi. Líka í umræðu um félagslíf eða áfengismeðferðir. Alls staðar í samfélaginu. Á eigin forsendum. Enn minnir 8. mars okkur á endalausa vegferð kvenna á öllum tímum. Kröfuna um jöfn réttindi, frelsi til að vera og frelsi til að taka þátt. Frelsi til að ráða ráðum sínum, hafa vald á eigin líkama, njóta jafnræðis í launum, kjörum og tækifærum. Að þurfa ekki að óttast ofbeldi maka síns, ókunnugra eða kunnugra. Að ganga öruggar um götur og torg. Líka í myrkri. Líka undir áhrifum. Þegar heimilisofbeldi, mansali og vændi hefur verið útrýmt. Þegar konur verða hvergi verslunarvara. Þegar kjör karla og kvenna verða jöfn. Þegar stúlkur geta málað allan heiminn í sínum litum rétt eins og drengir. Þá er baráttunni lokið – ekki fyrr. Gleðilegan 8. mars! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ég á tvær dætur og tvær dótturdætur. Ég er rík kona. Móðir mín var vinkona mín og fyrirmynd í svo ótal mörgu en kannski mest í tímalausu æðruleysi og gleði yfir því smáa í mannlífinu og náttúrunni. Og líka því að þora að taka rými á eigin forsendum. Reynsla kynslóðanna, frá konu til konu, milli systra, mæðgna og vinkvenna, felur í sér sköpunarkraft og hreyfiafl sem breytir heiminum og bætir hann á hverjum degi. Þessi kraftur er alla jafna ekki viðfangsefni stjórnmálanna en ætti að eiga þangað greiða leið, enda er þar vettvangur ákvarðanatöku og stefnumótunar um það hvers konar samfélag við byggjum. Konur endast skemur í pólitík en karlar en eiga þangað brýnt erindi ekki síður en þeir. Við sem erum konur í stjórnmálum þurfum að gera okkur grein fyrir þessu. Styðja hver aðra og hvetja hver aðra, líka þvert á flokkslínur og hópa. Hvetjum dætur okkar, systur og mæður til dáða, til að taka rými, láta að sér kveða og standa með öðrum konum. Ekki veitir af. Sögur kvenna þarf að segja. Þær eiga erindi en heyrast allt of sjaldan – í opinberri umræðu, í stjórnunarstöðum, á ritstjórnum fjölmiðla, í fræðum og vísindum, í listum, kvikmyndum og leikhúsi, í íþróttum og atvinnulífi. Líka í umræðu um félagslíf eða áfengismeðferðir. Alls staðar í samfélaginu. Á eigin forsendum. Enn minnir 8. mars okkur á endalausa vegferð kvenna á öllum tímum. Kröfuna um jöfn réttindi, frelsi til að vera og frelsi til að taka þátt. Frelsi til að ráða ráðum sínum, hafa vald á eigin líkama, njóta jafnræðis í launum, kjörum og tækifærum. Að þurfa ekki að óttast ofbeldi maka síns, ókunnugra eða kunnugra. Að ganga öruggar um götur og torg. Líka í myrkri. Líka undir áhrifum. Þegar heimilisofbeldi, mansali og vændi hefur verið útrýmt. Þegar konur verða hvergi verslunarvara. Þegar kjör karla og kvenna verða jöfn. Þegar stúlkur geta málað allan heiminn í sínum litum rétt eins og drengir. Þá er baráttunni lokið – ekki fyrr. Gleðilegan 8. mars!
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar