Valkostir tveir og vogun Örn Bárður Jónsson skrifar 13. mars 2013 06:00 Meirihluti er fyrir nýrri stjórnarskrá því 32 þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við hana. Frumvarpið er enn að stofni til byggt á tillögum stjórnlagaráðs enda þótt nokkrar breytingar hafi verið gerðar og sumar vart til bóta en látum það liggja á milli hluta að sinni. Andstæðingar klifa á því að sátt verði að ríkja um málið og það hefur sett ugg að sumum stjórnarþingmönnum. Nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar segist t.a.m. ekki vilja beita sér fyrir samþykkt frumvarpsins nema meiri sátt ríki um málið. En hver skyldi ástæðan vera fyrir andstöðunni við nýja stjórnarskrá? Skyldi það vera að hún skapaði áframhaldandi grundvöll fyrir spillingu? Mun hún festa sérhagsmuni í sessi? Mun hún áfram tryggja fámennum forréttindahópum auðlindir landsins? Mun hún viðhalda leynd í samfélaginu og auka grugg á kostnað gegnsæis? Mun hún viðhalda ójöfnuði atkvæða í landinu? Mun hún láta lek skilrúm milli valdþáttanna þriggja verða áfram eins og gatasigti? Mun hún stuðla að því að útiloka þjóðina frá aðkomu að mikilvægum málum? Svarið við öllum þessum spurningum er eitt stórt: NEI! Og þar liggur hundurinn nefnilega grafinn. Snýst um örlög þjóðar Á þessum tímapunkti spyr ég: Vilja menn semja um það sem er réttlátt og sanngjarnt? Hvað verður til úr slíkum bræðingi? Andstæðingar stjórnarskrárinnar vilja sumir og e.t.v. flestir viðhalda óbreyttu ástandi. Þeir vilja ekki samþykkja stjórnarskrá sem stuðlar að auknu réttlæti og sanngirni í samfélaginu. Ganga þeir erinda almennings? Þeir vilja fremur drepa málinu á dreif, fleyta því fram yfir kosningar, senda það inn í óræða framtíð þings sem enginn veit hvernig verður. Valdabraskararnir gera sér vonir um að geta haldið áfram að henda fjöreggi þjóðarinnar á milli sín á nýju þingi. Þetta snýst nefnilega um örlög þjóðar okkar. Nú stendur orrustan um Ísland yfir á Alþingi. Þeir sem nú eru harðastir á móti frumvarpinu vilja útþynna það á næsta þingi. En þar með mun taflið snúast við. Þeir sem nú vilja sjá réttlætið ná fram að ganga verða varla til sölu þegar sérhyggjulapið verður borið fram og því ausið á diskana. Á nýju þingi verður ekki heldur sátt um málið. Í nýju stjórnarskránni liggur nefnilega átakalínan í þjóðfélaginu milli réttar og óréttar, gegnsæis og gruggs, samhygðar og sérhyggju. Valkostir þeirra sem nú tvístíga eru tveir: Fyrri kosturinn er að taka þátt í valdabraskinu og senda frumvarpið inn í óræða framtíð. Þar með svíkur Alþingi þjóð sína sem talaði skýrt og skorinort 20. október 2012 og vænti þess að þingið kláraði málið. Sjá blogg mitt um þetta á Eyjunni: Síðari kosturinn er að láta til skarar skríða og gefa þeim þingmönnum sem styðja frumvarpið tækifæri til að standa við orð sín og yfirlýsingar um eitt mesta þjóðþrifamál frá því þjóðin fór að vakna til vitundar um eigin örlög. Þeir sem ekki styðja málið geta þá annað hvort setið hjá eða greitt atkvæði á móti því og staðfest þar með hvar þeir standa á vegi réttlætis og sanngirni og afhjúpa um leið þjónkun sína við sérhagsmunaöflin. Munu þeir voga sér að greiða atkvæði gegn þeirri réttlætisyfirlýsingu sem frumvarpið er? Spjöld sögunnar bíða eftir örlagaríkri afstöðu þingmanna. Og þjóðin bíður, þjóð sem veit sínu viti. Hún bíður eftir niðurstöðu – og hún bíður með atkvæði sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Örn Bárður Jónsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Meirihluti er fyrir nýrri stjórnarskrá því 32 þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við hana. Frumvarpið er enn að stofni til byggt á tillögum stjórnlagaráðs enda þótt nokkrar breytingar hafi verið gerðar og sumar vart til bóta en látum það liggja á milli hluta að sinni. Andstæðingar klifa á því að sátt verði að ríkja um málið og það hefur sett ugg að sumum stjórnarþingmönnum. Nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar segist t.a.m. ekki vilja beita sér fyrir samþykkt frumvarpsins nema meiri sátt ríki um málið. En hver skyldi ástæðan vera fyrir andstöðunni við nýja stjórnarskrá? Skyldi það vera að hún skapaði áframhaldandi grundvöll fyrir spillingu? Mun hún festa sérhagsmuni í sessi? Mun hún áfram tryggja fámennum forréttindahópum auðlindir landsins? Mun hún viðhalda leynd í samfélaginu og auka grugg á kostnað gegnsæis? Mun hún viðhalda ójöfnuði atkvæða í landinu? Mun hún láta lek skilrúm milli valdþáttanna þriggja verða áfram eins og gatasigti? Mun hún stuðla að því að útiloka þjóðina frá aðkomu að mikilvægum málum? Svarið við öllum þessum spurningum er eitt stórt: NEI! Og þar liggur hundurinn nefnilega grafinn. Snýst um örlög þjóðar Á þessum tímapunkti spyr ég: Vilja menn semja um það sem er réttlátt og sanngjarnt? Hvað verður til úr slíkum bræðingi? Andstæðingar stjórnarskrárinnar vilja sumir og e.t.v. flestir viðhalda óbreyttu ástandi. Þeir vilja ekki samþykkja stjórnarskrá sem stuðlar að auknu réttlæti og sanngirni í samfélaginu. Ganga þeir erinda almennings? Þeir vilja fremur drepa málinu á dreif, fleyta því fram yfir kosningar, senda það inn í óræða framtíð þings sem enginn veit hvernig verður. Valdabraskararnir gera sér vonir um að geta haldið áfram að henda fjöreggi þjóðarinnar á milli sín á nýju þingi. Þetta snýst nefnilega um örlög þjóðar okkar. Nú stendur orrustan um Ísland yfir á Alþingi. Þeir sem nú eru harðastir á móti frumvarpinu vilja útþynna það á næsta þingi. En þar með mun taflið snúast við. Þeir sem nú vilja sjá réttlætið ná fram að ganga verða varla til sölu þegar sérhyggjulapið verður borið fram og því ausið á diskana. Á nýju þingi verður ekki heldur sátt um málið. Í nýju stjórnarskránni liggur nefnilega átakalínan í þjóðfélaginu milli réttar og óréttar, gegnsæis og gruggs, samhygðar og sérhyggju. Valkostir þeirra sem nú tvístíga eru tveir: Fyrri kosturinn er að taka þátt í valdabraskinu og senda frumvarpið inn í óræða framtíð. Þar með svíkur Alþingi þjóð sína sem talaði skýrt og skorinort 20. október 2012 og vænti þess að þingið kláraði málið. Sjá blogg mitt um þetta á Eyjunni: Síðari kosturinn er að láta til skarar skríða og gefa þeim þingmönnum sem styðja frumvarpið tækifæri til að standa við orð sín og yfirlýsingar um eitt mesta þjóðþrifamál frá því þjóðin fór að vakna til vitundar um eigin örlög. Þeir sem ekki styðja málið geta þá annað hvort setið hjá eða greitt atkvæði á móti því og staðfest þar með hvar þeir standa á vegi réttlætis og sanngirni og afhjúpa um leið þjónkun sína við sérhagsmunaöflin. Munu þeir voga sér að greiða atkvæði gegn þeirri réttlætisyfirlýsingu sem frumvarpið er? Spjöld sögunnar bíða eftir örlagaríkri afstöðu þingmanna. Og þjóðin bíður, þjóð sem veit sínu viti. Hún bíður eftir niðurstöðu – og hún bíður með atkvæði sín.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar