Vill gera Vevo að hinu nýja MTV 14. mars 2013 06:00 Stærstur hluti áhorfenda Vevo-vefsíðunnar er undir 34 ára og því líklegt að Rihanna verði á dagskránni á nýju sjónvarpsstöðinni. Tónlistarmyndbandasíðan Vevo, sem var sett á fót af tónlistarútgáfurisunum Sony og Universal árið 2009, hleypti á þriðjudag í loftið nýrri stafrænni sjónvarpsstöð sem sýnir myndbönd og aðra tónlistartengda dagskrá allan sólarhringinn. Hægt verður að sjá stöðina með tækjum sem tengjast við internetsjónvarpstæki, eins og Xbox, og einnig í snjallsímum og spjaldtölvum. Vevo-stöðin verður fyrst um sinn einungis fáanleg í Bandaríkjunum og Kanada en stefnt er að því að hefja útsendingar ætlaðar Evrópu- og Suður-Ameríkumarkaði síðar á þessu ári. Rio Caraeff, forstjóri Vevo, segir í viðtali við Financial Times að hefðbundin sjónvarpsstöð með tónlistarefni geti enn dregið að sér yngri áhorfendur, eða „stafrænu kynslóðina“ eins og hann orðar það. Spurður hvort Vevo verði hið nýja MTV, sem fór í loftið fyrir 31 ári, segir Caraeff: „Ég vona það og stefni að því en eðli málsins samkvæmt verða stöðvarnar ólíkar. Við reynum að framkalla vissa nostalgíu en 70 prósent áhorfenda okkar eru undir 34 ára aldri.“ Leikjavísir Tónlist Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tónlistarmyndbandasíðan Vevo, sem var sett á fót af tónlistarútgáfurisunum Sony og Universal árið 2009, hleypti á þriðjudag í loftið nýrri stafrænni sjónvarpsstöð sem sýnir myndbönd og aðra tónlistartengda dagskrá allan sólarhringinn. Hægt verður að sjá stöðina með tækjum sem tengjast við internetsjónvarpstæki, eins og Xbox, og einnig í snjallsímum og spjaldtölvum. Vevo-stöðin verður fyrst um sinn einungis fáanleg í Bandaríkjunum og Kanada en stefnt er að því að hefja útsendingar ætlaðar Evrópu- og Suður-Ameríkumarkaði síðar á þessu ári. Rio Caraeff, forstjóri Vevo, segir í viðtali við Financial Times að hefðbundin sjónvarpsstöð með tónlistarefni geti enn dregið að sér yngri áhorfendur, eða „stafrænu kynslóðina“ eins og hann orðar það. Spurður hvort Vevo verði hið nýja MTV, sem fór í loftið fyrir 31 ári, segir Caraeff: „Ég vona það og stefni að því en eðli málsins samkvæmt verða stöðvarnar ólíkar. Við reynum að framkalla vissa nostalgíu en 70 prósent áhorfenda okkar eru undir 34 ára aldri.“
Leikjavísir Tónlist Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira