Stelpur, nú þurfið þið að hjálpa mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2013 07:00 Birna Valgarðsdóttir hefur skorað 4.984 stig í 339 leikjum frá 1992 til 2013 eða 14,7 stig að meðaltali í leik. Fréttablaðið/Daníel Birna Valgarðsdóttir var jafnvel að hugsa um að hvíla lúin bein í lokaumferð Dominos-deildar kvenna í kvöld og safna kröftum fyrir komandi úrslitakeppni en það breyttist fljótt þegar blaðamaður Fréttablaðsins lét hana vita af því í gær að hana vantaði bara 17 stig til þess að bæta stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur í efstu deild kvenna á Íslandi. Birna hefur líklega bara einn leik til þess að ná því – hér er aðeins um stig í deildarleikjum að ræða en stig í leikjum í úrslitakeppni eru ekki talin hér með. Birna er orðin 37 ára gömul og var plötuð til að taka eitt ár í viðbót. Það er því allt eins líklegt að hún sé að spila sinn síðasta deildarleik í kvöld. Deildarmeistarar Keflavíkur spila þá lokaleik sinn í deildarkeppninni þegar liðið mætir Fjölni í Toyota-höllinni í Keflavík. Það er þegar ljóst að liðin enda í 1. og 8. sæti og því ekkert undir í leiknum nema kannski það að Birnu takist að slá metið.Búin að missa af síðustu leikjum Birna ætti kannski að vera komin með metið en hún hefur misst af tveimur síðustu leikjum liðsins vegna meiðsla. Birna lék síðast á móti KR 16. mars og var þá með 26 stig. Síðasta stig hennar í þeim leik var númer 4.984 frá því að hún lék sinn fyrsta leik í efstu deild kvenna með Tindastóli 9. október 1992. „Þetta er rosaleg pressa. Ef ég spila á morgun (í kvöld) þá á ég ekki eftir að gefa boltann," sagði Birna hlæjandi þegar hún var búin að frétta af því hvað væri undir í leik kvöldsins. Birna lék með Keflavík þegar Anna María Sveinsdóttir kom til baka í einn leik 1. mars 2006 til þess að ná þeim fjórum stigum sem hana vantaði upp í 5.000 stigin. „Ég man það. Við vorum þarna allar þvílíkt að láta hana skjóta," rifjar Birna upp og bætir við: „Ég hugsaði bara þá að ég yrði nú löngu hætt áður en ég næði þessu. Ég bjóst ekki við að þrauka svona lengi," sagði Birna sem var þá 1.810 stigum á eftir Önnu Maríu. Nú, tæpum sjö árum síðar, er bilið næstum því brúað. „Nú fer ég bara og segi við stelpurnar í liðinu: Stelpur, nú þurfið þið bara að hjálpa mér, þetta er ekki flókið," sagði Birna og ef einhver hefur unnið sér það inn að fá eitthvað af stoðsendingum í kvöld þá er það hún enda búin að fórna ýmsu fyrir körfuboltann á liðnum árum.Græt þetta ekki núna Birna var eiginlega hætt eftir síðasta tímabil en segir að Sigurður Ingimundarson hafi kjaftað hana til og á endanum var hún bara mætt á æfingu. „Ég græt þetta ekki og ég væri löngu hætt ef að mér þætti þetta ekki svona svakalega gaman. Það er svo erfitt að ákveða að hætta og það er meira en að segja það að ég sé hætt," segir Birna sem hefur bætt deildarmeistara- og bikarmeistaratitlum í safnið í vetur og Keflavíkurliðið er síðan með heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Birna segist hafa gaman af að sjá unga leikmenn Keflavíkurliðsins blómstra en margar þeirra voru ekki fæddar þegar Birna spilaði sinn fyrsta leik í deildinni. Birna viðurkennir alveg að hún sé allt annar leikmaður í dag en þegar hún var „aðeins" yngri.Ekki eins frek á boltann núna „Ég er ekki eins frek á boltann og ég var því einu sinni fannst mér ég eiga hann. Nú hugsar maður kannski meira um að þær geti þetta kannski líka þessar elskur sem eru með manni. Ég verð því aðeins að gefa hann á þær," sagði Birna í léttum tón. En verður þetta síðasti deildarleikur hennar í kvöld? „Nei, ég er ekki búin að gefa það út að þetta sé síðasta tímabilið en maður er að undirbúa sig hægt og rólega. Maður er alltaf að fara að hætta en svo er maður alltaf svo góður í skrokknum eftir sumarpásuna að maður er tilbúinn í slaginn aftur. Ef ég næ þessu ekki í kvöld, þá kem ég aftur þó að það væri ekki nema í einn eða tvo leiki," sagði Birna skellihlæjandi að lokum. Birna hefur skoraði stigin sín fyrir fjögur félög: Tindastól (419 stig í 28 leikjum), Breiðablik (169/18), Grindavík (203/15) og Keflavík (3.865/260). Dominos-deild kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Birna Valgarðsdóttir var jafnvel að hugsa um að hvíla lúin bein í lokaumferð Dominos-deildar kvenna í kvöld og safna kröftum fyrir komandi úrslitakeppni en það breyttist fljótt þegar blaðamaður Fréttablaðsins lét hana vita af því í gær að hana vantaði bara 17 stig til þess að bæta stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur í efstu deild kvenna á Íslandi. Birna hefur líklega bara einn leik til þess að ná því – hér er aðeins um stig í deildarleikjum að ræða en stig í leikjum í úrslitakeppni eru ekki talin hér með. Birna er orðin 37 ára gömul og var plötuð til að taka eitt ár í viðbót. Það er því allt eins líklegt að hún sé að spila sinn síðasta deildarleik í kvöld. Deildarmeistarar Keflavíkur spila þá lokaleik sinn í deildarkeppninni þegar liðið mætir Fjölni í Toyota-höllinni í Keflavík. Það er þegar ljóst að liðin enda í 1. og 8. sæti og því ekkert undir í leiknum nema kannski það að Birnu takist að slá metið.Búin að missa af síðustu leikjum Birna ætti kannski að vera komin með metið en hún hefur misst af tveimur síðustu leikjum liðsins vegna meiðsla. Birna lék síðast á móti KR 16. mars og var þá með 26 stig. Síðasta stig hennar í þeim leik var númer 4.984 frá því að hún lék sinn fyrsta leik í efstu deild kvenna með Tindastóli 9. október 1992. „Þetta er rosaleg pressa. Ef ég spila á morgun (í kvöld) þá á ég ekki eftir að gefa boltann," sagði Birna hlæjandi þegar hún var búin að frétta af því hvað væri undir í leik kvöldsins. Birna lék með Keflavík þegar Anna María Sveinsdóttir kom til baka í einn leik 1. mars 2006 til þess að ná þeim fjórum stigum sem hana vantaði upp í 5.000 stigin. „Ég man það. Við vorum þarna allar þvílíkt að láta hana skjóta," rifjar Birna upp og bætir við: „Ég hugsaði bara þá að ég yrði nú löngu hætt áður en ég næði þessu. Ég bjóst ekki við að þrauka svona lengi," sagði Birna sem var þá 1.810 stigum á eftir Önnu Maríu. Nú, tæpum sjö árum síðar, er bilið næstum því brúað. „Nú fer ég bara og segi við stelpurnar í liðinu: Stelpur, nú þurfið þið bara að hjálpa mér, þetta er ekki flókið," sagði Birna og ef einhver hefur unnið sér það inn að fá eitthvað af stoðsendingum í kvöld þá er það hún enda búin að fórna ýmsu fyrir körfuboltann á liðnum árum.Græt þetta ekki núna Birna var eiginlega hætt eftir síðasta tímabil en segir að Sigurður Ingimundarson hafi kjaftað hana til og á endanum var hún bara mætt á æfingu. „Ég græt þetta ekki og ég væri löngu hætt ef að mér þætti þetta ekki svona svakalega gaman. Það er svo erfitt að ákveða að hætta og það er meira en að segja það að ég sé hætt," segir Birna sem hefur bætt deildarmeistara- og bikarmeistaratitlum í safnið í vetur og Keflavíkurliðið er síðan með heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Birna segist hafa gaman af að sjá unga leikmenn Keflavíkurliðsins blómstra en margar þeirra voru ekki fæddar þegar Birna spilaði sinn fyrsta leik í deildinni. Birna viðurkennir alveg að hún sé allt annar leikmaður í dag en þegar hún var „aðeins" yngri.Ekki eins frek á boltann núna „Ég er ekki eins frek á boltann og ég var því einu sinni fannst mér ég eiga hann. Nú hugsar maður kannski meira um að þær geti þetta kannski líka þessar elskur sem eru með manni. Ég verð því aðeins að gefa hann á þær," sagði Birna í léttum tón. En verður þetta síðasti deildarleikur hennar í kvöld? „Nei, ég er ekki búin að gefa það út að þetta sé síðasta tímabilið en maður er að undirbúa sig hægt og rólega. Maður er alltaf að fara að hætta en svo er maður alltaf svo góður í skrokknum eftir sumarpásuna að maður er tilbúinn í slaginn aftur. Ef ég næ þessu ekki í kvöld, þá kem ég aftur þó að það væri ekki nema í einn eða tvo leiki," sagði Birna skellihlæjandi að lokum. Birna hefur skoraði stigin sín fyrir fjögur félög: Tindastól (419 stig í 28 leikjum), Breiðablik (169/18), Grindavík (203/15) og Keflavík (3.865/260).
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira