Semja enska texta og safna fyrir nýrri plötu Freyr Bjarnason skrifar 2. apríl 2013 11:15 Arnar Pétursson gítarleikari, sem borðar eingöngu hráfæði, spilar á söfnunartónleikum Mammút 6. apríl. "Við ætlum að halda þessa söfnunartónleika til að við getum klárað þetta dæmi,“ segir Arnar Pétursson, gítarleikari Mammút. Hljómsveitin spilar á Faktorý laugardaginn 6. apríl og verður aðgangseyririnn notaður til gerðar þriðju plötu hennar, sem hefur verið lengi í undirbúningi. Tvö ár eru liðin síðan Mammút skrifaði undir samning við Record Records vegna plötunnar en síðan þá hefur henni verið frestað hvað eftir annað. Record Records lagði ákveðið fjármagn í hana í byrjun, sem núna er uppurið. Aðspurður segist Arnar ekki vita ástæðuna fyrir töfunum. "Við höfum rætt þetta fram og til baka og haldið fundi og farið upp í sveit í hljómsveitarmeðferð til að reyna að finna eitthvað út úr þessu. Það er oft erfitt ferli hjá okkur að semja. Við semjum allt saman og þegar fimm einstaklingar hittast og reyna að koma skoðunum sínum á framfæri ganga hlutirnir oft erfiðlega,“ segir hann. "Karkari [síðasta plata Mammút sem kom út fyrir fimm árum] gekk líka rosalega vel og við lifðum lengi á henni. Við gátum alltaf frestað þessu einhvern veginn en núna er það löngu búið. Þetta er erfiðasta ferli sem maður hefur gengið í gegnum en við sjáum loksins fyrir endann á þessu núna.“ Búið er að taka upp grunna fyrir öll lög plötunnar en aðeins er búið að klára eitt að fullu, Salt sem kom út fyrir skömmu. Stefnt er á útgáfu síðar á þessu ári ef söfnunin gengur vel. Mammút, sem vann Músíktilraunir 2004, ætlar í fyrsta sinn að semja enska texta fyrir nýju plötuna með útgáfu erlendis í huga. Íslenskan verður samt áfram til staðar fyrir aðdáendur hennar hér á landi. "Þetta verða í rauninni tvær útgáfur af sömu plötunni. Umboðsmaðurinn okkar, sem er breskur, er búinn að ræða við ýmsa aðila úti. Þeir segja að þetta sé rosalega flott en segja svo: "Tölum saman þegar þetta er komið á ensku“. Það er alltaf sama svarið sem við fáum, þannig að við ákváðum að taka nýjan vinkil á þetta. En okkur finnst mikilvægt að halda íslenskunni líka,“ segir Arnar. Ojba Rasta, Samaris og Oyama spila einnig á Faktorý 6. apríl. Húsið opnar klukkan 21 og fyrsta band fer á svið 22. Mammút hét upphaflega ROKMammút á tímum Karkara.Mammút var stofnuð árið 2003 sem stúlknatríóið ROK. Nafnið Mammút var þó tekið upp fljótlega og bættust þá strákarnir í hópinn. Hljómsveitin er skipuð þeim Katrínu Mogensen, Arnari Péturssyni, Andra Bjarti Jakobssyni, Alexöndru Baldursdóttur og Vilborgu Ásu Dýradóttur. Hún hefur gefið út tvær plötur síðan hún vann Músíktilraunir 2004. Sú fyrsta hét einfaldlega Mammút og kom út árið 2006. Sú næsta, Karkari, leit dagsins ljós tveimur árum síðar. Hún innihélt ellefu lög, þar á meðal Svefnsýkt, sem naut mikilla vinsælda. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
"Við ætlum að halda þessa söfnunartónleika til að við getum klárað þetta dæmi,“ segir Arnar Pétursson, gítarleikari Mammút. Hljómsveitin spilar á Faktorý laugardaginn 6. apríl og verður aðgangseyririnn notaður til gerðar þriðju plötu hennar, sem hefur verið lengi í undirbúningi. Tvö ár eru liðin síðan Mammút skrifaði undir samning við Record Records vegna plötunnar en síðan þá hefur henni verið frestað hvað eftir annað. Record Records lagði ákveðið fjármagn í hana í byrjun, sem núna er uppurið. Aðspurður segist Arnar ekki vita ástæðuna fyrir töfunum. "Við höfum rætt þetta fram og til baka og haldið fundi og farið upp í sveit í hljómsveitarmeðferð til að reyna að finna eitthvað út úr þessu. Það er oft erfitt ferli hjá okkur að semja. Við semjum allt saman og þegar fimm einstaklingar hittast og reyna að koma skoðunum sínum á framfæri ganga hlutirnir oft erfiðlega,“ segir hann. "Karkari [síðasta plata Mammút sem kom út fyrir fimm árum] gekk líka rosalega vel og við lifðum lengi á henni. Við gátum alltaf frestað þessu einhvern veginn en núna er það löngu búið. Þetta er erfiðasta ferli sem maður hefur gengið í gegnum en við sjáum loksins fyrir endann á þessu núna.“ Búið er að taka upp grunna fyrir öll lög plötunnar en aðeins er búið að klára eitt að fullu, Salt sem kom út fyrir skömmu. Stefnt er á útgáfu síðar á þessu ári ef söfnunin gengur vel. Mammút, sem vann Músíktilraunir 2004, ætlar í fyrsta sinn að semja enska texta fyrir nýju plötuna með útgáfu erlendis í huga. Íslenskan verður samt áfram til staðar fyrir aðdáendur hennar hér á landi. "Þetta verða í rauninni tvær útgáfur af sömu plötunni. Umboðsmaðurinn okkar, sem er breskur, er búinn að ræða við ýmsa aðila úti. Þeir segja að þetta sé rosalega flott en segja svo: "Tölum saman þegar þetta er komið á ensku“. Það er alltaf sama svarið sem við fáum, þannig að við ákváðum að taka nýjan vinkil á þetta. En okkur finnst mikilvægt að halda íslenskunni líka,“ segir Arnar. Ojba Rasta, Samaris og Oyama spila einnig á Faktorý 6. apríl. Húsið opnar klukkan 21 og fyrsta band fer á svið 22. Mammút hét upphaflega ROKMammút á tímum Karkara.Mammút var stofnuð árið 2003 sem stúlknatríóið ROK. Nafnið Mammút var þó tekið upp fljótlega og bættust þá strákarnir í hópinn. Hljómsveitin er skipuð þeim Katrínu Mogensen, Arnari Péturssyni, Andra Bjarti Jakobssyni, Alexöndru Baldursdóttur og Vilborgu Ásu Dýradóttur. Hún hefur gefið út tvær plötur síðan hún vann Músíktilraunir 2004. Sú fyrsta hét einfaldlega Mammút og kom út árið 2006. Sú næsta, Karkari, leit dagsins ljós tveimur árum síðar. Hún innihélt ellefu lög, þar á meðal Svefnsýkt, sem naut mikilla vinsælda.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira