Sólþurrkuð sixtísáhrif 4. apríl 2013 15:00 Eitt af því sem Hróarskeldufarar þessa árs verða sviknir um eru tónleikar með Kaliforníu-dúóinu Foxygen og líklegt að einhver hluti téðs tónlistaráhugafólks hafi rekið upp harmakvein þegar eftirfarandi fréttatilkynning barst frá bandinu í vikunni. „Við verðum að aflýsa öllum tónleikum okkar í Evrópu í maí og júní, þar á meðal festivölum. Við biðjum aðdáendur okkar og stuðningsfólk í Evrópu afsökunar. Við vitum að þessi ákvörðun pirrar þá sem ætluðu að halda tónleikana og kaupa miða á þá. Við fullvissum ykkur þó um að þegar öllu er á botninn hvolft verður þetta til að efla þroska og heilsu hljómsveitarinnar." Burtséð frá miður skáldlegum klifunum verðum við að vonast til að ekki sé um mjög alvarleg vandamál að ræða hjá þeim Jonathan Rado og Sam France, sem stofnuðu Foxygen sem táningar (aldurinn útskýrir kannski hroðalegt hljómsveitarnafnið) í Westlake fyrir átta árum. Fyrsta „alvöru" platan þeirra, Take The Kids Off Broadway sem kom út síðasta sumar, vakti á þeim væga athygli. Sú nýjasta, hin nokkurra vikna gamla We Are the 21st Century Ambassadors of Peace & Magic, hefur hins vegar farið eins og eldur í sinu um indíheiminn og er þess eðlis að Rás 2, Bylgjan, X-ið og FM957 gætu allar sameinast um að spila hana í drep. Hljóðheimur Foxygen byggir að langmestu leyti á vandlega íhuguðum áhrifum frá sjöunda áratugnum (sem ætti undir venjulegum kringumstæðum að nægja til þess að fjöldinn allur af pælurum, minnugir síðari tíma Oasis, grípi til bareflis) en tvíeykinu tekst á einhvern hrífandi hátt að fá Bítla-, Kinks- og Zombies-tilvísanirnar til að ganga upp og sneiða hjá lúðaskap. Afar hressandi, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, svona í blásumarbyrjun. Áhugasamir gætu gert margt vitlausara en að hlýða á fyrsta smáskífulagið Shuggie, hinn dáleiðandi slagara San Fransisco eða Stóns-skotna óðinn No Destruction og fjárfesta svo í gripnum, sem verður örugglega með þeim eigulegustu sem koma út árið 2013. Tónlist Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Fleiri fréttir Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Eitt af því sem Hróarskeldufarar þessa árs verða sviknir um eru tónleikar með Kaliforníu-dúóinu Foxygen og líklegt að einhver hluti téðs tónlistaráhugafólks hafi rekið upp harmakvein þegar eftirfarandi fréttatilkynning barst frá bandinu í vikunni. „Við verðum að aflýsa öllum tónleikum okkar í Evrópu í maí og júní, þar á meðal festivölum. Við biðjum aðdáendur okkar og stuðningsfólk í Evrópu afsökunar. Við vitum að þessi ákvörðun pirrar þá sem ætluðu að halda tónleikana og kaupa miða á þá. Við fullvissum ykkur þó um að þegar öllu er á botninn hvolft verður þetta til að efla þroska og heilsu hljómsveitarinnar." Burtséð frá miður skáldlegum klifunum verðum við að vonast til að ekki sé um mjög alvarleg vandamál að ræða hjá þeim Jonathan Rado og Sam France, sem stofnuðu Foxygen sem táningar (aldurinn útskýrir kannski hroðalegt hljómsveitarnafnið) í Westlake fyrir átta árum. Fyrsta „alvöru" platan þeirra, Take The Kids Off Broadway sem kom út síðasta sumar, vakti á þeim væga athygli. Sú nýjasta, hin nokkurra vikna gamla We Are the 21st Century Ambassadors of Peace & Magic, hefur hins vegar farið eins og eldur í sinu um indíheiminn og er þess eðlis að Rás 2, Bylgjan, X-ið og FM957 gætu allar sameinast um að spila hana í drep. Hljóðheimur Foxygen byggir að langmestu leyti á vandlega íhuguðum áhrifum frá sjöunda áratugnum (sem ætti undir venjulegum kringumstæðum að nægja til þess að fjöldinn allur af pælurum, minnugir síðari tíma Oasis, grípi til bareflis) en tvíeykinu tekst á einhvern hrífandi hátt að fá Bítla-, Kinks- og Zombies-tilvísanirnar til að ganga upp og sneiða hjá lúðaskap. Afar hressandi, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, svona í blásumarbyrjun. Áhugasamir gætu gert margt vitlausara en að hlýða á fyrsta smáskífulagið Shuggie, hinn dáleiðandi slagara San Fransisco eða Stóns-skotna óðinn No Destruction og fjárfesta svo í gripnum, sem verður örugglega með þeim eigulegustu sem koma út árið 2013.
Tónlist Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Fleiri fréttir Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira