Hentistefna Evrópusambandsins Sigríður Á. Andersen skrifar 5. apríl 2013 07:00 Það hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla að Evrópusambandið veitti ekki bönkum og fjármagnseigendum á Kýpur sömu fyrirgreiðslu og það hefur veitt bönkum í öðrum Miðjarðarhafslöndum sínum. Menn velta mjög vöngum yfir þessu. Hvernig stendur á því að af öllum innstæðueigendum í Evrópusambandinu þurfa aðeins Kýpverjar að sætta sig við að tapa hluta innistæðna sinna? Hvað veldur þessari hörku núna allt í einu? Svarið blasir við. Það liggur fyrir að stór hluti innistæðnanna er í eigu aðila utan Evrópusambandsins. Þess vegna finnst Evrópusambandinu í lagi að þessir bankar fari á hliðina. Rússar eru eigendur stórs hluta innistæðna í kýpverskum bönkum. Evrópusambandinu er slétt sama um þessar innstæður. Er þetta ekki sama Evrópusambandið og hefur ofsótt Íslendinga undanfarin fjögur ár fyrir þær meintu sakir að mismuna innstæðueigendum eftir því hvar í landi þeir væru?Ofsóknir Evrópusambandið stundaði þessar ofsóknir á hendur Íslendingum þrátt fyrir að neyðarlögin íslensku hefðu veitt innstæðueigendum á Icesave forgang umfram skuldabréfaeigendur sem voru meðal annarra Seðlabanki Íslands og íslenskir lífeyrissjóðir. Rússar munu tapa miklu á falli kýpversku bankanna, því miður fyrir þá. Það vill hins vegar til að Kýpverjar sjálfir eiga innstæður í þessum sömu bönkum, því miður fyrir þá. Lítil eyþjóð í Evrópusambandinu vegur ekki þungt þegar í harðbakkann slær í Brussel og Frankfurt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Sigríður Á. Andersen Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla að Evrópusambandið veitti ekki bönkum og fjármagnseigendum á Kýpur sömu fyrirgreiðslu og það hefur veitt bönkum í öðrum Miðjarðarhafslöndum sínum. Menn velta mjög vöngum yfir þessu. Hvernig stendur á því að af öllum innstæðueigendum í Evrópusambandinu þurfa aðeins Kýpverjar að sætta sig við að tapa hluta innistæðna sinna? Hvað veldur þessari hörku núna allt í einu? Svarið blasir við. Það liggur fyrir að stór hluti innistæðnanna er í eigu aðila utan Evrópusambandsins. Þess vegna finnst Evrópusambandinu í lagi að þessir bankar fari á hliðina. Rússar eru eigendur stórs hluta innistæðna í kýpverskum bönkum. Evrópusambandinu er slétt sama um þessar innstæður. Er þetta ekki sama Evrópusambandið og hefur ofsótt Íslendinga undanfarin fjögur ár fyrir þær meintu sakir að mismuna innstæðueigendum eftir því hvar í landi þeir væru?Ofsóknir Evrópusambandið stundaði þessar ofsóknir á hendur Íslendingum þrátt fyrir að neyðarlögin íslensku hefðu veitt innstæðueigendum á Icesave forgang umfram skuldabréfaeigendur sem voru meðal annarra Seðlabanki Íslands og íslenskir lífeyrissjóðir. Rússar munu tapa miklu á falli kýpversku bankanna, því miður fyrir þá. Það vill hins vegar til að Kýpverjar sjálfir eiga innstæður í þessum sömu bönkum, því miður fyrir þá. Lítil eyþjóð í Evrópusambandinu vegur ekki þungt þegar í harðbakkann slær í Brussel og Frankfurt.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar