Þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur einkavæddu vatnið Katrín Júlíusdóttir skrifar 16. apríl 2013 12:00 Þegar jafnaðarmenn komu að eftir valdatíð Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks blasti við ófögur staða í auðlindamálum. Heitt og kalt grunnvatn í iðrum jarðar hafði verið sett í einkaeign árið 1998, yfirborðsvatnið okkar hafði verið einkavætt með alræmdum nýjum vatnalögum árið 2006, aðgengi að fiskveiðiauðlindinni var úthlutað án endurgjalds til þjóðarinnar á meðan handhafar veiðiheimilda innheimtu sjálfir veiðigjöld og ríkisstjórnin hafði selt jarðvarmaauðlindirnir á Reykjanesi, sem voru komnar í einkaeigu félags undir FL Group. REI-málið staðfesti síðan að þessir flokkar ætluðu að ganga enn lengra í þágu sérhagsmuna gegn almannahagsmunum í auðlindamálum. Alræmd einkavæðingarlög Fyrsta verk okkar jafnaðarmanna var að koma í gegn lögum sem bönnuðu sölu auðlinda úr opinberri eigu og til einkaaðila. Í framhaldi af því komust svo hinar mikilvægu jarðvarmaauðlindir á Reykjanesi í eigu ríkisins. Sem iðnaðarráðherra beitti ég mér fyrir því að afnema hin alræmdu einkavæðingarlög um yfirborðsvatnið og styrkja um leið almannaréttinn í gildandi vatnalögum. Við höfum líka tryggt þjóðinni eðlilega hlutdeild í þeim mikla arði sem til verður vegna verðmætis sjávarútvegsauðlindar okkar. Heildstæð auðlindastefna byggir á því að auðlindirnar sjálfar skuli vera í eigu eða umsjón þjóðarinnar og hún fái sanngjarnan hluta þess auðlindaarðs sem til verður vegna úthlutunar tímabundinna sérleyfa til nýtingar. Alþjóðlegir aðilar á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hafa hvatt ríki til að innheimta hluta auðlindarentu, því slíkt getur skapað miklar tekjur sem gera viðkomandi ríkjum kleift að lækka aðrar álögur eða efla innviði. Þá hefur slíkt tilkall miklu minni neikvæð áhrif á hvata til fjárfestingar og uppbyggingar en hefðbundnir skattar og gjöld. Næsta verkefni er að gera langþráð stjórnarskrárákvæði um þjóðareign á auðlindum að veruleika og nýta til þess þá samstöðu sem náðist um breytingarákvæði í stjórnarskrá. Þjóðin á að krefja öll framboð um afdráttarlaus svör við því hvort þau hyggist standa að því hagsmunamáli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Þegar jafnaðarmenn komu að eftir valdatíð Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks blasti við ófögur staða í auðlindamálum. Heitt og kalt grunnvatn í iðrum jarðar hafði verið sett í einkaeign árið 1998, yfirborðsvatnið okkar hafði verið einkavætt með alræmdum nýjum vatnalögum árið 2006, aðgengi að fiskveiðiauðlindinni var úthlutað án endurgjalds til þjóðarinnar á meðan handhafar veiðiheimilda innheimtu sjálfir veiðigjöld og ríkisstjórnin hafði selt jarðvarmaauðlindirnir á Reykjanesi, sem voru komnar í einkaeigu félags undir FL Group. REI-málið staðfesti síðan að þessir flokkar ætluðu að ganga enn lengra í þágu sérhagsmuna gegn almannahagsmunum í auðlindamálum. Alræmd einkavæðingarlög Fyrsta verk okkar jafnaðarmanna var að koma í gegn lögum sem bönnuðu sölu auðlinda úr opinberri eigu og til einkaaðila. Í framhaldi af því komust svo hinar mikilvægu jarðvarmaauðlindir á Reykjanesi í eigu ríkisins. Sem iðnaðarráðherra beitti ég mér fyrir því að afnema hin alræmdu einkavæðingarlög um yfirborðsvatnið og styrkja um leið almannaréttinn í gildandi vatnalögum. Við höfum líka tryggt þjóðinni eðlilega hlutdeild í þeim mikla arði sem til verður vegna verðmætis sjávarútvegsauðlindar okkar. Heildstæð auðlindastefna byggir á því að auðlindirnar sjálfar skuli vera í eigu eða umsjón þjóðarinnar og hún fái sanngjarnan hluta þess auðlindaarðs sem til verður vegna úthlutunar tímabundinna sérleyfa til nýtingar. Alþjóðlegir aðilar á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hafa hvatt ríki til að innheimta hluta auðlindarentu, því slíkt getur skapað miklar tekjur sem gera viðkomandi ríkjum kleift að lækka aðrar álögur eða efla innviði. Þá hefur slíkt tilkall miklu minni neikvæð áhrif á hvata til fjárfestingar og uppbyggingar en hefðbundnir skattar og gjöld. Næsta verkefni er að gera langþráð stjórnarskrárákvæði um þjóðareign á auðlindum að veruleika og nýta til þess þá samstöðu sem náðist um breytingarákvæði í stjórnarskrá. Þjóðin á að krefja öll framboð um afdráttarlaus svör við því hvort þau hyggist standa að því hagsmunamáli.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar