Nýdönsk með árlega tónleika Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 18. apríl 2013 13:00 Hægt verður að sjá Nýdönsk á sviði árlega héðan í frá. „Eftir 25 ára afmælistónleikana í fyrra helltist yfir okkur löngun til að gera þetta aftur að ári. Þetta var svo einstök upplifun“, segir Jón Ólafsson, meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk. Hljómsveitin hefur nú ákveðið að blása til tónleika í Eldborgarsal Hörpunnar 21. september og er stefnan að stórtónleikar með sveitinni verði árlegur viðburður héðan í frá. Stefnt er að því að hafa tónleikana í september ár hvert, sem Jón telur vera góðan mánuð þar sem það sé lognið á undan storminum sem fylgir jólaösinni með tilheyrandi útgáfu- og jólatónleikum. „Tónleikarnir verða ólíkir frá ári til árs. Við höfum gefið út reiðinnar býsn af efni í gegnum tíðina þannig að það ætti ekki að vera vandamál. Hugsanlega fáum við svo gesti til að krydda þetta aðeins,“ segir Jón og bætir við að þeir gætu rétt eins komið úr hópi dýratemjara eins og tónlistarfólks. Tónleikarnir bera yfirskriftina Fram á nótt eftir einu þekktasta lagi hljómsveitarinnar en vinsælustu lög sveitarinnar verða einmitt höfð í brennidepli. „Við tónlistarmennirnir höfum tilhneigingu til að lauma minna þekktum lögum inn á milli þeirra þekktustu því okkur þykir svo gaman að spila þau. Að þessu sinni ætlum við þó að beygja okkur í duftið og spila eingöngu okkar vinsælustu lög. Þegar nær dregur munum við bjóða upp á skoðanakönnun þar sem áhangendur geta pantað uppáhaldslög sín fyrir tónleikana.“ Forsala miða hefst 2. maí. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Eftir 25 ára afmælistónleikana í fyrra helltist yfir okkur löngun til að gera þetta aftur að ári. Þetta var svo einstök upplifun“, segir Jón Ólafsson, meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk. Hljómsveitin hefur nú ákveðið að blása til tónleika í Eldborgarsal Hörpunnar 21. september og er stefnan að stórtónleikar með sveitinni verði árlegur viðburður héðan í frá. Stefnt er að því að hafa tónleikana í september ár hvert, sem Jón telur vera góðan mánuð þar sem það sé lognið á undan storminum sem fylgir jólaösinni með tilheyrandi útgáfu- og jólatónleikum. „Tónleikarnir verða ólíkir frá ári til árs. Við höfum gefið út reiðinnar býsn af efni í gegnum tíðina þannig að það ætti ekki að vera vandamál. Hugsanlega fáum við svo gesti til að krydda þetta aðeins,“ segir Jón og bætir við að þeir gætu rétt eins komið úr hópi dýratemjara eins og tónlistarfólks. Tónleikarnir bera yfirskriftina Fram á nótt eftir einu þekktasta lagi hljómsveitarinnar en vinsælustu lög sveitarinnar verða einmitt höfð í brennidepli. „Við tónlistarmennirnir höfum tilhneigingu til að lauma minna þekktum lögum inn á milli þeirra þekktustu því okkur þykir svo gaman að spila þau. Að þessu sinni ætlum við þó að beygja okkur í duftið og spila eingöngu okkar vinsælustu lög. Þegar nær dregur munum við bjóða upp á skoðanakönnun þar sem áhangendur geta pantað uppáhaldslög sín fyrir tónleikana.“ Forsala miða hefst 2. maí.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira