Kosið verður um efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Í yfirstandandi kosningabaráttu er að verulegu leyti siglt framhjá þeirri staðreynd að það varð fjárhagslegt hrun í bankakreppunni. Of margir stjórnmálaflokkar bjóða óraunhæfa framtíðarsýn og vekja vonir og væntingar sem engin innistæða er fyrir. Afleiðingin af þessu ábyrgðarleysi verður eingöngu slæm, óstöðugleiki, verðbólga, kjaraskerðing og ennfrekari skuldasöfnun hins opinbera og einstaklinga. Veruleikinn er sá, að þjóðin hefur aldrei verið eins nálægt því að missa úr höndunum á sér efnahagslegt sjálfstæði sitt. Óstöðugleiki og verðbólga á næstu árum gætu leitt til þess að stjórnvöld misstu algerlega tökin og landið yrði komið upp á náð og miskunn erlendra lánardrottna. Þetta hefur áður gerst í sögunni og er nærtækast að minna á Nýfundnaland, sem réði ekki við skuldir sínar og varð hluti af Kanada um miðja síðustu öld. Þrátt fyrir harðar aðgerðir í ríkisfjármálum á síðustu 4 árum er enn nokkuð langt í land. Skuldir hins opinbera eru mjög háar og vaxtagreiðslur eru einn allra stærsti útgjaldaliður fjárlaga. Á hverji ári er greitt tvöfalt meira í vexti af skuldum en varið er til reksturs Landsspítalans. Vaxtakostnaður eins árs eru svipaðar og fjárveitingar til nýframkvæmda í vegamálum í heilan áratug. Ríkið er háð Alþjóða gjaldeyrissjóðnum um aðgang að nægilegum erlendum gjaldeyri og það þarf að hafa ströng gjaldeyrishöft til þess að koma í veg fyrir stórfellda almenna kjaraskerðingu sem annars yrði. Brýnasta verkefnið er að greiða niður skuldir ríkisins, endurskipuleggja rekstur þess, losa um gjaldeyrishöft og koma á efnahagslegum stöðugleika með lágri verðbólgu. Takist þetta mun verða hægt að standa við framtíðarskuldbindingar innanlands sem erlendis og auka á næstu árum hægt og bítandi framlög til velferðarmála. Þetta er verkefnið framundan, sem verður að horfast í augu við. Það er flótti frá veruleikanum að halda öðru fram. Það eru engin töfraráð til sem breyta myndinni og verði hlaupið eftir lýðskruminu að þessu sinni mun það seinka því að farið verði í nauðsynlegar efnahagslegar aðgerðir og þær munu þurfa að verða enn harðari þegar að þeim loks mun koma. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa skorið sig að verulegu leyti úr í kosningabaráttunni að þessu leyti. Forystumönnum flokkanna er greinilega ljós alvara málsins eftir eitt allra erfiðasta kjörtímabil á lýðveldistímanum. Jafnaðarmannaflokkarnir eru þess vegna öðrum flokkum líklegri til þess að haga stjórn efnahagsmála þannig að farsælt verði fyrir þjóðina. Ríkisstjórn annarra flokka er líkleg til þess að eyða tíma og takmörkuðum fjárráðum til þess að efna stórkarlaleg kosningaloforð. Það mun tefja efnahagslega endurreisn og setja í alvarlega tvísýnu efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Það er fjöregg sem stjórnmálaflokkarnir eiga ekki að leika sér að. Þá verður það verkefni næsta kjörtímabils að ákveða hvernig arðinum af auðlindum til lands og sjávar verður skipt og hvernig framtíðareignarhald verður mikilvægum fyrirtækjum eins og Landsvirkjun og Landsbankanum. Reynslan af einkavæðingunni í upphafi aldarinnar gefur ekki tilefni til þess að setja sömu flokkana aftur að þeim verkum. Samfylkingin hefur gefið út ítarlegan bækling um efnahagsmál, sem staðfestir að flokkurinn lítur á efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar sem helsta viðfangsefnið með mörgum skynsamlegum tillögum og Vinstri grænir hafa farið mjög gætilega í útgjaldaloforðum. Þrátt fyrir margvísleg mistök á kjörtímabilinu og alvarlegar vanefndir á mikilsverðum loforðum, sem sitja í mörgum þeirra sem studdu flokkana til valda fyrir fjórum árum eru jafnaðarmannaflokkarnir líklegri en gömlu stjórnarflokkarnir til þess að vinna úr fjárhagsvanda þjóðarinnar með ábyrgum hætti. Þeir eru fjárhagslega ábyrgari og munu fyrr geta lagt grunn að nauðsynlegri þjóðarsátt um langtímaaðgerðir í efnahagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Í yfirstandandi kosningabaráttu er að verulegu leyti siglt framhjá þeirri staðreynd að það varð fjárhagslegt hrun í bankakreppunni. Of margir stjórnmálaflokkar bjóða óraunhæfa framtíðarsýn og vekja vonir og væntingar sem engin innistæða er fyrir. Afleiðingin af þessu ábyrgðarleysi verður eingöngu slæm, óstöðugleiki, verðbólga, kjaraskerðing og ennfrekari skuldasöfnun hins opinbera og einstaklinga. Veruleikinn er sá, að þjóðin hefur aldrei verið eins nálægt því að missa úr höndunum á sér efnahagslegt sjálfstæði sitt. Óstöðugleiki og verðbólga á næstu árum gætu leitt til þess að stjórnvöld misstu algerlega tökin og landið yrði komið upp á náð og miskunn erlendra lánardrottna. Þetta hefur áður gerst í sögunni og er nærtækast að minna á Nýfundnaland, sem réði ekki við skuldir sínar og varð hluti af Kanada um miðja síðustu öld. Þrátt fyrir harðar aðgerðir í ríkisfjármálum á síðustu 4 árum er enn nokkuð langt í land. Skuldir hins opinbera eru mjög háar og vaxtagreiðslur eru einn allra stærsti útgjaldaliður fjárlaga. Á hverji ári er greitt tvöfalt meira í vexti af skuldum en varið er til reksturs Landsspítalans. Vaxtakostnaður eins árs eru svipaðar og fjárveitingar til nýframkvæmda í vegamálum í heilan áratug. Ríkið er háð Alþjóða gjaldeyrissjóðnum um aðgang að nægilegum erlendum gjaldeyri og það þarf að hafa ströng gjaldeyrishöft til þess að koma í veg fyrir stórfellda almenna kjaraskerðingu sem annars yrði. Brýnasta verkefnið er að greiða niður skuldir ríkisins, endurskipuleggja rekstur þess, losa um gjaldeyrishöft og koma á efnahagslegum stöðugleika með lágri verðbólgu. Takist þetta mun verða hægt að standa við framtíðarskuldbindingar innanlands sem erlendis og auka á næstu árum hægt og bítandi framlög til velferðarmála. Þetta er verkefnið framundan, sem verður að horfast í augu við. Það er flótti frá veruleikanum að halda öðru fram. Það eru engin töfraráð til sem breyta myndinni og verði hlaupið eftir lýðskruminu að þessu sinni mun það seinka því að farið verði í nauðsynlegar efnahagslegar aðgerðir og þær munu þurfa að verða enn harðari þegar að þeim loks mun koma. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa skorið sig að verulegu leyti úr í kosningabaráttunni að þessu leyti. Forystumönnum flokkanna er greinilega ljós alvara málsins eftir eitt allra erfiðasta kjörtímabil á lýðveldistímanum. Jafnaðarmannaflokkarnir eru þess vegna öðrum flokkum líklegri til þess að haga stjórn efnahagsmála þannig að farsælt verði fyrir þjóðina. Ríkisstjórn annarra flokka er líkleg til þess að eyða tíma og takmörkuðum fjárráðum til þess að efna stórkarlaleg kosningaloforð. Það mun tefja efnahagslega endurreisn og setja í alvarlega tvísýnu efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Það er fjöregg sem stjórnmálaflokkarnir eiga ekki að leika sér að. Þá verður það verkefni næsta kjörtímabils að ákveða hvernig arðinum af auðlindum til lands og sjávar verður skipt og hvernig framtíðareignarhald verður mikilvægum fyrirtækjum eins og Landsvirkjun og Landsbankanum. Reynslan af einkavæðingunni í upphafi aldarinnar gefur ekki tilefni til þess að setja sömu flokkana aftur að þeim verkum. Samfylkingin hefur gefið út ítarlegan bækling um efnahagsmál, sem staðfestir að flokkurinn lítur á efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar sem helsta viðfangsefnið með mörgum skynsamlegum tillögum og Vinstri grænir hafa farið mjög gætilega í útgjaldaloforðum. Þrátt fyrir margvísleg mistök á kjörtímabilinu og alvarlegar vanefndir á mikilsverðum loforðum, sem sitja í mörgum þeirra sem studdu flokkana til valda fyrir fjórum árum eru jafnaðarmannaflokkarnir líklegri en gömlu stjórnarflokkarnir til þess að vinna úr fjárhagsvanda þjóðarinnar með ábyrgum hætti. Þeir eru fjárhagslega ábyrgari og munu fyrr geta lagt grunn að nauðsynlegri þjóðarsátt um langtímaaðgerðir í efnahagsmálum.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun