Hjálmar starfa með Erlend Øye Freyr Bjarnason skrifar 2. maí 2013 09:00 Hjálmar og Erlend Øye í Hljóðrita í Hafnarfirði. Óvíst er hvenær platan kemur út. fréttablaðið/valli Hjálmar og hinn þekkti norski tónlistarmaður Erlend Øye úr hljómsveitunum Kings of Convenience og The Whitest Boy Alive eru að vinna saman að nýrri plötu. Upptökum er í þann mund að ljúka hér á landi. „Hann sá okkur spila í Noregi. Hann fór að spjalla við okkur og við vorum svo í sambandi yfir netið,“ segir Helgi Svavar Helgason, trommari Hjálma, spurður út í tilurð samstarfsins. „Hann bókaði okkur á festival í Hollandi sem hann er að sjá um. Við spiluðum á undan honum og svo með honum. Í framhaldinu spurði hann mig hvort ég væri til í að spila með honum en svo þróaðist það út í að hann kom hingað og við erum að taka upp nýju plötuna hans.“ Öll lög og textar eru eftir Øye en Hjálmar spila undir á plötunni. Ekki hefur verið ákveðið hvort platan verði titluð sem samstarfsverkefni þeirra beggja eða hvort um sólóplötu hans verði að ræða. Aðspurður segir Helgi Svavar það algjöra snilld að starfa með Norðmanninum. „Þetta er „spontant“ og skemmtilegur gaur,“ segir hann en Helgi, Siggi í Hjálmum og Øye spiluðu óvænt saman á Slippbarnum í síðustu viku. „Hann gistir á þessu hóteli og langaði að spila þar. Við vorum að borða og svo var bara náð í starfsfólk og talið í. Ég held að þetta lýsi honum vel.“ Øye spilaði einnig með Hjálmum á Faktorý á laugardaginn þar sem nýja efnið var prufukeyrt. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hjálmar og hinn þekkti norski tónlistarmaður Erlend Øye úr hljómsveitunum Kings of Convenience og The Whitest Boy Alive eru að vinna saman að nýrri plötu. Upptökum er í þann mund að ljúka hér á landi. „Hann sá okkur spila í Noregi. Hann fór að spjalla við okkur og við vorum svo í sambandi yfir netið,“ segir Helgi Svavar Helgason, trommari Hjálma, spurður út í tilurð samstarfsins. „Hann bókaði okkur á festival í Hollandi sem hann er að sjá um. Við spiluðum á undan honum og svo með honum. Í framhaldinu spurði hann mig hvort ég væri til í að spila með honum en svo þróaðist það út í að hann kom hingað og við erum að taka upp nýju plötuna hans.“ Öll lög og textar eru eftir Øye en Hjálmar spila undir á plötunni. Ekki hefur verið ákveðið hvort platan verði titluð sem samstarfsverkefni þeirra beggja eða hvort um sólóplötu hans verði að ræða. Aðspurður segir Helgi Svavar það algjöra snilld að starfa með Norðmanninum. „Þetta er „spontant“ og skemmtilegur gaur,“ segir hann en Helgi, Siggi í Hjálmum og Øye spiluðu óvænt saman á Slippbarnum í síðustu viku. „Hann gistir á þessu hóteli og langaði að spila þar. Við vorum að borða og svo var bara náð í starfsfólk og talið í. Ég held að þetta lýsi honum vel.“ Øye spilaði einnig með Hjálmum á Faktorý á laugardaginn þar sem nýja efnið var prufukeyrt.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira