Risaháhýsi frá 2007 Guðni Th. Jóhannesson og Dögg Hjaltalín skrifar 6. maí 2013 08:00 Gangi áform verktaka eftir hefjast senn framkvæmdir við nær 150 íbúða fjölbýlishús á allt að níu hæðum á Lýsisreitnum svokallaða í Vesturbæ Reykjavíkur. Íbúar í nágrenninu reyna nú af veikum mætti að koma í veg fyrir að þessi risastóra bygging verði reist innan um gömul timburhús og lágreistar íbúablokkir. Fólk hefur ekkert á móti fjölbýlishúsi á reitnum en flykki af þessu tagi verður ekki í neinu samræmi við umhverfið og mun skapa margvísleg vandamál fyrir íbúa hverfisins. Þessi sjónarmið komu m.a. fram á fjölmennum íbúafundi í lok síðasta mánaðar.Viðkvæm ásýnd Bráðræðisholtsins Lýsisreiturinn ber nafn sitt af því að Lýsi rak þar verksmiðju um árabil. Reiturinn er á Bráðræðisholtinu en á því standa einkum gömul og aðflutt timburhús auk steinbæjar, eins örfárra sem enn er að finna í Reykjavík. Í skýrslu Minjasafns Reykjavíkur um byggðina á holtinu frá 2004 segir að flest hafi húsin menningarsögulegt gildi og mikilvægt sé að vernda yfirsýn hverfisins. Það verður ekki gert með níu hæða nýbyggingu.Grandavegi breytt í botnlanga Á Bráðræðisholtinu eins og annars staðar í Vesturbæ skortir mjög bílastæði. Ökumenn neyðast til að leggja þvers og kruss, við gular línur og uppi á gangstéttum ef því er að skipta, til ama fyrir íbúa og gangandi fólk. Ekki verður séð að gert sé ráð fyrir nægilegum fjölda bílastæða í bílakjallara sem til stendur að hafa undir nýbyggingunni. Óleyst vandamál verður enn erfiðara viðureignar. Þá má hafa áhyggjur af þeirri þungu umferð sem verður óumflýjanlega um Grandaveg, fari svo sem horfir. Á fundi sínum lýstu íbúar þeirri kröfu að komið yrði í veg fyrir að umferð vegna nýbyggingarinnar fari öll eða nær öll um Grandaveginn, til dæmis með því að loka honum miðjum og breyta í botnlanga. Íbúahverfi verður aldrei friðsælt með umferðaræð sem sker það í sundur.Vindstrengir Bitur reynsla er af snörpum vindhviðum við háhýsi á höfuðborgarsvæðinu. Allir vita að hætta verður á slíkum ófögnuði við níu hæða fjölbýlishús niðri við sjó í Vesturbænum. Þrátt fyrir þá vitneskju hefur engin rannsókn farið fram á vindstrengjum vegna nýbyggingarinnar og hugsanlegum leiðum til að lágmarka þá. Íbúar í nágrenninu vænta þess að slíkar rannsóknir fari fram áður en hafist verður handa, í stað þess að það komi bara í ljós hvort það verður yfirleitt stætt við háhýsið þegar vind hreyfir í framtíðinni.Deiliskipulag frá 2007 Núverandi deiliskipulag á Lýsisreitnum var samþykkt í borgarráði í febrúar 2007 (fimm dögum áður en bygging Höfðatorgs var samþykkt). Á því herrans ári þótti sniðugast að byggja sem hæst, mest og hraðast. Við hefðum haldið að valdhafar hefðu eitthvað lært síðan þá, ekki síst þeir sem voru kjörnir á grundvelli loforða um breytta tíma. Blokkir eru ekki betri, því hærri sem þær eru, og það er ekki íbúalýðræði í reynd sem snýst bara um að leyfa okkar að velja hvort gert verður við rólur eða göngustíg þetta árið. Við biðjum okkar lýðræðislega kjörnu fulltrúa að koma í veg fyrir að fín áform um þéttingu byggðar í borginni leiði þá ekki út í það feigðarflan að fara einfaldlega alltaf eftir ítrustu kröfum verktaka og fjárfestingarfyrirtækja. Hugsið líka um okkur hin.Núverandi deiliskipulag á Lýsisreitnum var samþykkt í borgarráði í febrúar 2007 (fimm dögum áður en bygging Höfðatorgs var samþykkt). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dögg Hjaltalín Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Gangi áform verktaka eftir hefjast senn framkvæmdir við nær 150 íbúða fjölbýlishús á allt að níu hæðum á Lýsisreitnum svokallaða í Vesturbæ Reykjavíkur. Íbúar í nágrenninu reyna nú af veikum mætti að koma í veg fyrir að þessi risastóra bygging verði reist innan um gömul timburhús og lágreistar íbúablokkir. Fólk hefur ekkert á móti fjölbýlishúsi á reitnum en flykki af þessu tagi verður ekki í neinu samræmi við umhverfið og mun skapa margvísleg vandamál fyrir íbúa hverfisins. Þessi sjónarmið komu m.a. fram á fjölmennum íbúafundi í lok síðasta mánaðar.Viðkvæm ásýnd Bráðræðisholtsins Lýsisreiturinn ber nafn sitt af því að Lýsi rak þar verksmiðju um árabil. Reiturinn er á Bráðræðisholtinu en á því standa einkum gömul og aðflutt timburhús auk steinbæjar, eins örfárra sem enn er að finna í Reykjavík. Í skýrslu Minjasafns Reykjavíkur um byggðina á holtinu frá 2004 segir að flest hafi húsin menningarsögulegt gildi og mikilvægt sé að vernda yfirsýn hverfisins. Það verður ekki gert með níu hæða nýbyggingu.Grandavegi breytt í botnlanga Á Bráðræðisholtinu eins og annars staðar í Vesturbæ skortir mjög bílastæði. Ökumenn neyðast til að leggja þvers og kruss, við gular línur og uppi á gangstéttum ef því er að skipta, til ama fyrir íbúa og gangandi fólk. Ekki verður séð að gert sé ráð fyrir nægilegum fjölda bílastæða í bílakjallara sem til stendur að hafa undir nýbyggingunni. Óleyst vandamál verður enn erfiðara viðureignar. Þá má hafa áhyggjur af þeirri þungu umferð sem verður óumflýjanlega um Grandaveg, fari svo sem horfir. Á fundi sínum lýstu íbúar þeirri kröfu að komið yrði í veg fyrir að umferð vegna nýbyggingarinnar fari öll eða nær öll um Grandaveginn, til dæmis með því að loka honum miðjum og breyta í botnlanga. Íbúahverfi verður aldrei friðsælt með umferðaræð sem sker það í sundur.Vindstrengir Bitur reynsla er af snörpum vindhviðum við háhýsi á höfuðborgarsvæðinu. Allir vita að hætta verður á slíkum ófögnuði við níu hæða fjölbýlishús niðri við sjó í Vesturbænum. Þrátt fyrir þá vitneskju hefur engin rannsókn farið fram á vindstrengjum vegna nýbyggingarinnar og hugsanlegum leiðum til að lágmarka þá. Íbúar í nágrenninu vænta þess að slíkar rannsóknir fari fram áður en hafist verður handa, í stað þess að það komi bara í ljós hvort það verður yfirleitt stætt við háhýsið þegar vind hreyfir í framtíðinni.Deiliskipulag frá 2007 Núverandi deiliskipulag á Lýsisreitnum var samþykkt í borgarráði í febrúar 2007 (fimm dögum áður en bygging Höfðatorgs var samþykkt). Á því herrans ári þótti sniðugast að byggja sem hæst, mest og hraðast. Við hefðum haldið að valdhafar hefðu eitthvað lært síðan þá, ekki síst þeir sem voru kjörnir á grundvelli loforða um breytta tíma. Blokkir eru ekki betri, því hærri sem þær eru, og það er ekki íbúalýðræði í reynd sem snýst bara um að leyfa okkar að velja hvort gert verður við rólur eða göngustíg þetta árið. Við biðjum okkar lýðræðislega kjörnu fulltrúa að koma í veg fyrir að fín áform um þéttingu byggðar í borginni leiði þá ekki út í það feigðarflan að fara einfaldlega alltaf eftir ítrustu kröfum verktaka og fjárfestingarfyrirtækja. Hugsið líka um okkur hin.Núverandi deiliskipulag á Lýsisreitnum var samþykkt í borgarráði í febrúar 2007 (fimm dögum áður en bygging Höfðatorgs var samþykkt).
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun