Risaháhýsi frá 2007 Guðni Th. Jóhannesson og Dögg Hjaltalín skrifar 6. maí 2013 08:00 Gangi áform verktaka eftir hefjast senn framkvæmdir við nær 150 íbúða fjölbýlishús á allt að níu hæðum á Lýsisreitnum svokallaða í Vesturbæ Reykjavíkur. Íbúar í nágrenninu reyna nú af veikum mætti að koma í veg fyrir að þessi risastóra bygging verði reist innan um gömul timburhús og lágreistar íbúablokkir. Fólk hefur ekkert á móti fjölbýlishúsi á reitnum en flykki af þessu tagi verður ekki í neinu samræmi við umhverfið og mun skapa margvísleg vandamál fyrir íbúa hverfisins. Þessi sjónarmið komu m.a. fram á fjölmennum íbúafundi í lok síðasta mánaðar.Viðkvæm ásýnd Bráðræðisholtsins Lýsisreiturinn ber nafn sitt af því að Lýsi rak þar verksmiðju um árabil. Reiturinn er á Bráðræðisholtinu en á því standa einkum gömul og aðflutt timburhús auk steinbæjar, eins örfárra sem enn er að finna í Reykjavík. Í skýrslu Minjasafns Reykjavíkur um byggðina á holtinu frá 2004 segir að flest hafi húsin menningarsögulegt gildi og mikilvægt sé að vernda yfirsýn hverfisins. Það verður ekki gert með níu hæða nýbyggingu.Grandavegi breytt í botnlanga Á Bráðræðisholtinu eins og annars staðar í Vesturbæ skortir mjög bílastæði. Ökumenn neyðast til að leggja þvers og kruss, við gular línur og uppi á gangstéttum ef því er að skipta, til ama fyrir íbúa og gangandi fólk. Ekki verður séð að gert sé ráð fyrir nægilegum fjölda bílastæða í bílakjallara sem til stendur að hafa undir nýbyggingunni. Óleyst vandamál verður enn erfiðara viðureignar. Þá má hafa áhyggjur af þeirri þungu umferð sem verður óumflýjanlega um Grandaveg, fari svo sem horfir. Á fundi sínum lýstu íbúar þeirri kröfu að komið yrði í veg fyrir að umferð vegna nýbyggingarinnar fari öll eða nær öll um Grandaveginn, til dæmis með því að loka honum miðjum og breyta í botnlanga. Íbúahverfi verður aldrei friðsælt með umferðaræð sem sker það í sundur.Vindstrengir Bitur reynsla er af snörpum vindhviðum við háhýsi á höfuðborgarsvæðinu. Allir vita að hætta verður á slíkum ófögnuði við níu hæða fjölbýlishús niðri við sjó í Vesturbænum. Þrátt fyrir þá vitneskju hefur engin rannsókn farið fram á vindstrengjum vegna nýbyggingarinnar og hugsanlegum leiðum til að lágmarka þá. Íbúar í nágrenninu vænta þess að slíkar rannsóknir fari fram áður en hafist verður handa, í stað þess að það komi bara í ljós hvort það verður yfirleitt stætt við háhýsið þegar vind hreyfir í framtíðinni.Deiliskipulag frá 2007 Núverandi deiliskipulag á Lýsisreitnum var samþykkt í borgarráði í febrúar 2007 (fimm dögum áður en bygging Höfðatorgs var samþykkt). Á því herrans ári þótti sniðugast að byggja sem hæst, mest og hraðast. Við hefðum haldið að valdhafar hefðu eitthvað lært síðan þá, ekki síst þeir sem voru kjörnir á grundvelli loforða um breytta tíma. Blokkir eru ekki betri, því hærri sem þær eru, og það er ekki íbúalýðræði í reynd sem snýst bara um að leyfa okkar að velja hvort gert verður við rólur eða göngustíg þetta árið. Við biðjum okkar lýðræðislega kjörnu fulltrúa að koma í veg fyrir að fín áform um þéttingu byggðar í borginni leiði þá ekki út í það feigðarflan að fara einfaldlega alltaf eftir ítrustu kröfum verktaka og fjárfestingarfyrirtækja. Hugsið líka um okkur hin.Núverandi deiliskipulag á Lýsisreitnum var samþykkt í borgarráði í febrúar 2007 (fimm dögum áður en bygging Höfðatorgs var samþykkt). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dögg Hjaltalín Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Gangi áform verktaka eftir hefjast senn framkvæmdir við nær 150 íbúða fjölbýlishús á allt að níu hæðum á Lýsisreitnum svokallaða í Vesturbæ Reykjavíkur. Íbúar í nágrenninu reyna nú af veikum mætti að koma í veg fyrir að þessi risastóra bygging verði reist innan um gömul timburhús og lágreistar íbúablokkir. Fólk hefur ekkert á móti fjölbýlishúsi á reitnum en flykki af þessu tagi verður ekki í neinu samræmi við umhverfið og mun skapa margvísleg vandamál fyrir íbúa hverfisins. Þessi sjónarmið komu m.a. fram á fjölmennum íbúafundi í lok síðasta mánaðar.Viðkvæm ásýnd Bráðræðisholtsins Lýsisreiturinn ber nafn sitt af því að Lýsi rak þar verksmiðju um árabil. Reiturinn er á Bráðræðisholtinu en á því standa einkum gömul og aðflutt timburhús auk steinbæjar, eins örfárra sem enn er að finna í Reykjavík. Í skýrslu Minjasafns Reykjavíkur um byggðina á holtinu frá 2004 segir að flest hafi húsin menningarsögulegt gildi og mikilvægt sé að vernda yfirsýn hverfisins. Það verður ekki gert með níu hæða nýbyggingu.Grandavegi breytt í botnlanga Á Bráðræðisholtinu eins og annars staðar í Vesturbæ skortir mjög bílastæði. Ökumenn neyðast til að leggja þvers og kruss, við gular línur og uppi á gangstéttum ef því er að skipta, til ama fyrir íbúa og gangandi fólk. Ekki verður séð að gert sé ráð fyrir nægilegum fjölda bílastæða í bílakjallara sem til stendur að hafa undir nýbyggingunni. Óleyst vandamál verður enn erfiðara viðureignar. Þá má hafa áhyggjur af þeirri þungu umferð sem verður óumflýjanlega um Grandaveg, fari svo sem horfir. Á fundi sínum lýstu íbúar þeirri kröfu að komið yrði í veg fyrir að umferð vegna nýbyggingarinnar fari öll eða nær öll um Grandaveginn, til dæmis með því að loka honum miðjum og breyta í botnlanga. Íbúahverfi verður aldrei friðsælt með umferðaræð sem sker það í sundur.Vindstrengir Bitur reynsla er af snörpum vindhviðum við háhýsi á höfuðborgarsvæðinu. Allir vita að hætta verður á slíkum ófögnuði við níu hæða fjölbýlishús niðri við sjó í Vesturbænum. Þrátt fyrir þá vitneskju hefur engin rannsókn farið fram á vindstrengjum vegna nýbyggingarinnar og hugsanlegum leiðum til að lágmarka þá. Íbúar í nágrenninu vænta þess að slíkar rannsóknir fari fram áður en hafist verður handa, í stað þess að það komi bara í ljós hvort það verður yfirleitt stætt við háhýsið þegar vind hreyfir í framtíðinni.Deiliskipulag frá 2007 Núverandi deiliskipulag á Lýsisreitnum var samþykkt í borgarráði í febrúar 2007 (fimm dögum áður en bygging Höfðatorgs var samþykkt). Á því herrans ári þótti sniðugast að byggja sem hæst, mest og hraðast. Við hefðum haldið að valdhafar hefðu eitthvað lært síðan þá, ekki síst þeir sem voru kjörnir á grundvelli loforða um breytta tíma. Blokkir eru ekki betri, því hærri sem þær eru, og það er ekki íbúalýðræði í reynd sem snýst bara um að leyfa okkar að velja hvort gert verður við rólur eða göngustíg þetta árið. Við biðjum okkar lýðræðislega kjörnu fulltrúa að koma í veg fyrir að fín áform um þéttingu byggðar í borginni leiði þá ekki út í það feigðarflan að fara einfaldlega alltaf eftir ítrustu kröfum verktaka og fjárfestingarfyrirtækja. Hugsið líka um okkur hin.Núverandi deiliskipulag á Lýsisreitnum var samþykkt í borgarráði í febrúar 2007 (fimm dögum áður en bygging Höfðatorgs var samþykkt).
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar