Keflvíkingurinn Pálína Gunnlaugsdóttir kórónaði frábært tímabil með því að vinna annað árið í röð tvöfalt á lokahófi KKÍ.
Pálína var kosin besti leikmaðurinn og besti varnarmaðurinn. Þetta var í sjötta sinn sem hún er kosin besti varnarmaðurinn og með því að vera kosin besti leikmaðurinn í þriðja sinn kemst hún í hóp með þeim Önnu Maríu Sveinsdóttir (6), Lindu Jónsdóttur (3) og Helenu Sverrisdóttur (3) yfir þá sem hafa oftast verið kosnar bestar.
Pálína er aftur á móti sú fyrsta til að taka tvennuna, besti leikmaður og besti varnarmaður, þrisvar sinnum en auk þess að taka á móti þessum einstaklingsbikurum þá lyfti hún þremur bikurum í vetur sem fyrirliði Keflavíkurliðsins.
Keflavík átti einnig besti unga leikmanninn hjá konum, sem var valin Sara Rún Hinriksdóttir. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var kosinn besti þjálfarinn.
Hildur Sigurðardóttir bætti met Önnu Maríu Sveinsdóttur með því að vera valinn í úrvalsliðið í 11. sinn.
Pálína komst í úrvalshóp
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn




