Refurinn beit frá sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. maí 2013 07:00 Jóni Margeiri líður hvergi betur en á hjólinu, hvort sem það er á fleygiferð niður hlíðar Esjunnar eða á stökkpöllum í Öskjuhlíðinni. Fréttablaðið/Daníel Jón Margeir Sverrisson er sallarólegur þótt Daniel Fox hafi slegið heimsmet hans. Ólympíumeistarinn einbeitir sér að því að bæta sinn eigin tíma og ætlar sér stóra hluti á heimsmeistaramótinu í Montreal í Kanada í ágúst. „Það kemur ekkert á óvart. Hann var örugglega pirraður eftir London og hefur ætlað að ná metinu aftur,“ segir Jón Margeir Sverrisson. Ástralinn Daniel Fox bætti á dögunum heimsmetið í 200 metra skriðsundi í flokki þroskahamlaðra á ástralska úrtökumótinu fyrir heimsmeistaramótið í Kanada í sumar. Heimsmetið hafði verið í höndum Jóns Margeirs frá því á Ólympíumótinu í London síðastliðið sumar. Þá hafði hann betur eftir æsilegan lokasprett við Ástralann. Jón Margeir kippir sér ekkert upp við það þótt metið sé komið úr hans höndum. Hann sé fyrst og fremst í keppni við sjálfan sig. „Ég ætla að reyna að bæta minn tíma. Á næsta móti ætla ég að reyna að fara á 1:59,00,“ segir Jón Margeir. Hans besti tími, sem þar til fyrir tíu dögum var heimsmet, er 1:59,62 mínútur, en nýja heimsmetið hjá Fox er 1:58,42 mínútur.Ætlar á pall í Montreal Reikna má með mikilli keppni á HM í Montreal í haust. Auk Jóns Margeirs og Fox verða Bretarnir Ben Proctor og Dan Pepper á sínum stað, auk Hollendingsins Marc Evers og Suður-Kóreumannsins Cho Wonsang, sem hreppti bronsið í London. „Markmiðið mitt er að ná á pall alveg sama hvort það er í 1., 2. eða 3. sæti,“ segir Jón Margeir sem fór með sama markmið til London síðastliðið sumar. Þá kom gull upp úr krafsinu eftir þrettán vikur. Jón Margeir keppir á Asparmótinu í Laugardalslaug um helgina. Jón Margeir hóf einmitt sundferilinn í röðum Aspar. Hann reiknar með mikilli keppni milli sín og Kristínar Þorsteinsdóttur í stigasöfnun um helgina. Kristín, sem er með Ísafirði, er með Downsheilkenni og keppir því í öðrum fötlunarflokki en Jón Margeir, sem er með þroskahömlun. Stigahæsti keppandinn á mótinu í heild sinni verður verðlaunaður og verður fróðlegt að sjá hver hreppir hnossið.Klessti næstum á hund Jón Margeir er mikill hjólagarpur og var á leiðinni upp á Esju með hjólið sitt þegar undirritaður heyrði í honum hljóðið í gær. Mikill mannfjöldi var í Esjunni þar sem Jón er tíður gestur. „Það munaði mjög litlu að ég klessti á hund í Esjunni um daginn. Það munaði bara tíu sentimetrum. Ég leit svo snöggt við og sá að hundurinn var sem betur fer í heilu lagi,“ sagði Jón Margeir sem lofaði að fara varlega.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Jón Margeir Sverrisson er sallarólegur þótt Daniel Fox hafi slegið heimsmet hans. Ólympíumeistarinn einbeitir sér að því að bæta sinn eigin tíma og ætlar sér stóra hluti á heimsmeistaramótinu í Montreal í Kanada í ágúst. „Það kemur ekkert á óvart. Hann var örugglega pirraður eftir London og hefur ætlað að ná metinu aftur,“ segir Jón Margeir Sverrisson. Ástralinn Daniel Fox bætti á dögunum heimsmetið í 200 metra skriðsundi í flokki þroskahamlaðra á ástralska úrtökumótinu fyrir heimsmeistaramótið í Kanada í sumar. Heimsmetið hafði verið í höndum Jóns Margeirs frá því á Ólympíumótinu í London síðastliðið sumar. Þá hafði hann betur eftir æsilegan lokasprett við Ástralann. Jón Margeir kippir sér ekkert upp við það þótt metið sé komið úr hans höndum. Hann sé fyrst og fremst í keppni við sjálfan sig. „Ég ætla að reyna að bæta minn tíma. Á næsta móti ætla ég að reyna að fara á 1:59,00,“ segir Jón Margeir. Hans besti tími, sem þar til fyrir tíu dögum var heimsmet, er 1:59,62 mínútur, en nýja heimsmetið hjá Fox er 1:58,42 mínútur.Ætlar á pall í Montreal Reikna má með mikilli keppni á HM í Montreal í haust. Auk Jóns Margeirs og Fox verða Bretarnir Ben Proctor og Dan Pepper á sínum stað, auk Hollendingsins Marc Evers og Suður-Kóreumannsins Cho Wonsang, sem hreppti bronsið í London. „Markmiðið mitt er að ná á pall alveg sama hvort það er í 1., 2. eða 3. sæti,“ segir Jón Margeir sem fór með sama markmið til London síðastliðið sumar. Þá kom gull upp úr krafsinu eftir þrettán vikur. Jón Margeir keppir á Asparmótinu í Laugardalslaug um helgina. Jón Margeir hóf einmitt sundferilinn í röðum Aspar. Hann reiknar með mikilli keppni milli sín og Kristínar Þorsteinsdóttur í stigasöfnun um helgina. Kristín, sem er með Ísafirði, er með Downsheilkenni og keppir því í öðrum fötlunarflokki en Jón Margeir, sem er með þroskahömlun. Stigahæsti keppandinn á mótinu í heild sinni verður verðlaunaður og verður fróðlegt að sjá hver hreppir hnossið.Klessti næstum á hund Jón Margeir er mikill hjólagarpur og var á leiðinni upp á Esju með hjólið sitt þegar undirritaður heyrði í honum hljóðið í gær. Mikill mannfjöldi var í Esjunni þar sem Jón er tíður gestur. „Það munaði mjög litlu að ég klessti á hund í Esjunni um daginn. Það munaði bara tíu sentimetrum. Ég leit svo snöggt við og sá að hundurinn var sem betur fer í heilu lagi,“ sagði Jón Margeir sem lofaði að fara varlega.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira