
300 milljarðar Framsóknar
Fyrra loforðið var að afnema verðtrygginguna. Nefnd með fulltrúum allra flokka, með Eygló Harðardóttur, ritara Framsóknar, sem formann, hafði áður gefist upp á að finna brúklega leið. Sigmundur Davíð ítrekaði eigi að síður – fyrir og eftir kosningarnar – loforð Framsóknar um að afnema verðtryggingu kæmist hann í ríkisstjórn.
Síðara loforðið var efnislega um að lækka verðtryggðar skuldir húsnæðiskaupenda um 300 milljarða. Það sló Sigmundur Davíð rækilega í gadda í hverjum einasta þætti sem hann kom fram í – og gaf heldur í eftir kosningarnar en hitt.
Sigmundur Davíð kynnti nákvæma útfærslu á því sem hann lofaði að ríkissjóður myndi bæta skuldugum húsnæðiskaupendum. Það var hækkun á skuldum sem stafaði af muninum á milli verðbólguspár Seðlabankans fyrir hrun, og verðbólgunnar einsog hún þróaðist eftir hrunið. Þetta skilgreindi hann sem stökkbreytingu lána vegna forsendubrestsins.
Framsókn sjálf mat þessa upphæð samtals um 300 milljarða. Það sem meira var – lækkun á höfuðstól skulda átti að koma nánast strax og ný ríkisstjórn væri komin til starfa. Þegar ég benti á að lesa mætti úr orðum forystumanna að flokkurinn ætlaði að greiða þetta á 20 árum steig Framsókn strax fram, bar það til baka, og útskýrði leið sem hún kvað tryggja að hægt væri að lækka höfuðstólinn strax um 300 milljarða.
Guðni Ágústsson, samviska Framsóknar, hefur í hverjum þættinum eftir annan áréttað aftur og aftur að þessi skýru loforð geti Framsókn og Sigmundur Davíð ekki svikið. Guðni hefur bókstaflega sagt að þá verði bæði flokkur og formaður að ómerkingum.
Það er erfitt að vera ósammála því. Sigmundur Davíð hefur gefið kjósendum skýrari og stærri loforð en nokkur stjórnmálamaður í sögu Íslands. Hann horfði í augu þjóðarinnar og hét henni að afnema verðtryggingu og lækka höfuðstól húsnæðisskulda um 300 milljarða – strax eftir kosningar.
Hann getur ekki myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum um neitt minna. Kjósendur hafa gott minni. Hann hefur pólitískan heiður.
Skoðun

Embætti þitt geta allir séð
Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar

Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð
Nichole Leigh Mosty skrifar

Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð?
Davíð Bergmann skrifar

Sigursaga Evrópu í 21 ár
Pawel Bartoszek skrifar

Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Börnin á Gasa
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu?
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Hvað ert þú að gera?
Eiður Welding skrifar

Rauðir sokkar á 1. maí
Sveinn Ólafsson skrifar

1. maí er líka fyrir fatlað fólk!
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar

Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Á milli steins og sleggju Heinemann
Ólafur Stephensen skrifar

Heiðrum íslenska hestinn
Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar

Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk
Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar

Er kominn tími á Útlendingafrí?
Marion Poilvez skrifar

Janus og jakkalakkarnir
Óskar Guðmundsson skrifar

Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr
Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar

Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór?
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi
Ingrid Kuhlman skrifar

Sköpum störf við hæfi!
Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar

Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day
Maru Alemán skrifar

Tikkað í skipulagsboxin
Samúel Torfi Pétursson skrifar

Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri
Þóra Sigurðardóttir skrifar

Sjúklingur settur í fangaklefa
Arnar Þór Jónsson skrifar

Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar
Íris Róbertsdóttir skrifar

Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind
Björgmundur Guðmundsson skrifar

Hvað er „furry“ annars?
Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar

Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan
Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar

Hljóð og mynd íslenskra varna
Arnór Sigurjónsson skrifar

Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi
Davíð Már Sigurðsson skrifar