
Hindrum ranglæti
Eins og margir Íslendingar varð ég fyrir vonbrigðum með þessa frétt. Ég tel að það sé ástæða til að taka upp mál Martins á Íslandi, eins og hann hefur óskað eftir, fremur en að vísa honum úr landi. Helstu ástæðurnar eru að mínu mati: 1) Taka skuli tillit til níu ára biðar hans á Ítalíu við mat á málinu. 2) Á Ítalíu dvelja fleiri en 30.000 hælisleitendur og aðstæður þeirra virðast vera mjög slæmar. 3) Betri skilningur á samkynhneigð er til staðar á Íslandi.
En það var eitthvað sem stakk hjarta mitt í þessu máli og vakti hjá mér sorg fremur en vonbrigði. Embættismenn hjá Útlendingastofnun eða í ráðuneytinu eru allir vel menntaðir í lögfræði, stjórnsýslufræði eða stjórnmálafræði. Þegar þeir hófu nám eða þegar þeir tóku við embætti hljóta þeir að hafa átt sér eigin draum eða eið, sem var líklega að vernda hið góða og hvetja til þess í samfélaginu, hindra ranglæti og losa okkur undan því. Þessi atriði má segja að séu sameiginleg ósk alls fólks og liggja til grundvallar í samfélagi okkar. Það er e.t.v. einfaldara að orða fyrrnefnd atriði en hugtakið mannréttindi, en án þeirrar óskar væri ekki hægt að stýra þróun samfélagsins til framtíðar.
Engu að síður er raunveruleikinn sá að þessir vel menntuðu sérfræðingar virðast vera ánægðir með að senda saklausan einstakling til baka í vonlausa óvissu þar sem hann hefur nú þegar eytt níu árum. Ætti þetta að vera svona?
Ég ætla alls ekki að fullyrða að starfsfólk Útlendingastofnunar eða ráðuneytisins sé vont fólk. En ef því finnst sjálfu að eitthvað eigi að vera leiðrétt hvað varðar ákvörðun um mál Martins, þá verður það að bera fram einhverja hugsun eða stefnutillögu fyrir samfélagið.
Ég óska þess innilega að yfirvöld veiti okkur áþreifanleg og jákvæð viðbrögð við málinu.
Skoðun

Grindavík lifir
Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar

Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Vér erum úr sömu sveit
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?”
Ingrid Kuhlman skrifar

Réttlát leiðrétting veiðigjalda
Elín Íris Fanndal skrifar

Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur?
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar

Heiðmörk: Gaddavír og girðingar
Auður Kjartansdóttir skrifar

Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

#blessmeta - önnur grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Hvers virði er lambakjöt?
Hafliði Halldórsson skrifar

Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð
Elín Íris Fanndal skrifar

Þjóðareign, trú og skattar
Svanur Guðmundsson skrifar

Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt?
Einar G Harðarson skrifar

Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar

Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan
Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Opið bréf til stjórnvalda
Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar

Við skuldum þeim að hlusta
Ólafur Adolfsson skrifar

„Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv.
Flosi Þorgeirsson skrifar

Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum?
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs!
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Stéttarkerfi
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza
BIrgir Finnsson skrifar

Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025
Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar

Æfingin skapar meistarann!
Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar

140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu
Sigurður G. Guðjónsson skrifar