2007 í augsýn! Sighvatur Björgvinsson skrifar 15. maí 2013 06:00 Krafan um að skuldugu fólki verði bætt áföllin sem urðu vegna afleiðinga hrunsins – vegna „forsendubrestsins” svonefnda – er einfaldlega krafa um að staða skuldsettra heimila verði gerð sú hin sama og hún var fyrir hrun. Þessa sömu kröfu má eins orða þannig: „Við viljum fá 2007 aftur!” Þá þegar voru samt 16 þúsund heimili komin á vanskilaskrá – höfðu sem sé lifað langt um efni fram og sáu fram á greiðsluþrot. Níu þúsund heimili bættust við skrána við hrunið. Er fólk þá sátt við að einungis þeim heimilum, sem bættust á vanskilaskrána í hruninu, verði hjálpað? Er krafan um að „forsendubresturinn” sé bættur ekki einvörðungu sú? Að hin 16 þúsundin verði þá skilin eftir eins og þau voru á sig komin af eigin völdum fyrir hrun – án nokkurs „forsendubrests”? Eða er ætlast til þess að skuldlitlir lífeyrisþegar, skuldlitlir skattborgarar – nú eða erlendir lánveitendur, sem skuldunautar þeirra kalla „hrægamma”, taki þeirra vanda á sig líka? Vanda þessara 16 þúsunda sem komu sér á vanskilaskrá án nokkurrar utanaðkomandi „aðstoðar”? Af einhverjum orsökum hefur hin sjálfhverfa kynslóð aldrei gefið neitt svar við þessari einföldu spurningu? Þeir Bjarni og Sigmundur Davíð vita því ekki hvað skuldsetta fólkið vill nákvæmlega. Vill það „forsendubrestinn” einan bættan - eða vill það að skuldir þess alls séu greiddar niður, hvernig svo sem skuldavandinn er til kominn?2007 á góðri leið Vill þetta fólk virkilega fá lífshættina eins og þeir voru fyrir hrun aftur – fá aftur ástandið, sem skóp „forsendubrestinn”? Þegar draumurinn var að græða á daginn og grilla á kvöldin. Þegar íslensk heimili urðu á fjórum árum skuldsettustu heimili innan OECD. Ég fæ satt að segja ekki séð annað en að íslenska þjóðin sé á góðri leið áleiðis að því markmiði – án nokkurrar hjálpar annarra en sjálfrar sín. Árið 2007 námu yfirdráttarskuldir heimilanna, kreditkortaskuldir og neyslulán 77 milljörðum króna. Nú nálgast þessar skuldir 90 milljarða! Fyrir hrun hugðust fjölmargir Íslendingar hagnast á því að slá lán til hlutafjárkaupa, græða á því morðfjár og komast með tærnar á hæla gulldrengjanna, sem var æðsti óskadraumur fjölmargra heimilisfeðra. Nú eru menn aftur byrjaðir á sama athæfi. Slá lán til hlutafjárkaupa í von um margfalda uppskeru. 2007 er komið á færibandið og færist nær!Aftur hægt að grilla Heildarhagsmunir er orð, sem virðist vera illskiljanlegt, a.m.k. er það ekki í hávegum haft. Góðkunnur rithöfundur og íslenskumaður sagði mér á dögunum, að nú skildu nemendur í íslenskunámi; framhaldsnámi; ekki lengur orðið „blæbrigði”. Hví ætti fólk þá að skilja orðið „heildarhagsmunir”? Samt er þó enn fullur skilningur á orðinu „eiginhagsmunir”. Þar er átt við budduna, hvað kemur mikið af aurum í hana og að aurarnir komi strax. Sama hvaðan „gott” kemur; hvort heldur frá afa og ömmu, frá nágrönnunum nú eða „hrægömmunum” – bara að það komi, komi strax og komi nóg. Þá getum við nefnilega aftur farið að grilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Krafan um að skuldugu fólki verði bætt áföllin sem urðu vegna afleiðinga hrunsins – vegna „forsendubrestsins” svonefnda – er einfaldlega krafa um að staða skuldsettra heimila verði gerð sú hin sama og hún var fyrir hrun. Þessa sömu kröfu má eins orða þannig: „Við viljum fá 2007 aftur!” Þá þegar voru samt 16 þúsund heimili komin á vanskilaskrá – höfðu sem sé lifað langt um efni fram og sáu fram á greiðsluþrot. Níu þúsund heimili bættust við skrána við hrunið. Er fólk þá sátt við að einungis þeim heimilum, sem bættust á vanskilaskrána í hruninu, verði hjálpað? Er krafan um að „forsendubresturinn” sé bættur ekki einvörðungu sú? Að hin 16 þúsundin verði þá skilin eftir eins og þau voru á sig komin af eigin völdum fyrir hrun – án nokkurs „forsendubrests”? Eða er ætlast til þess að skuldlitlir lífeyrisþegar, skuldlitlir skattborgarar – nú eða erlendir lánveitendur, sem skuldunautar þeirra kalla „hrægamma”, taki þeirra vanda á sig líka? Vanda þessara 16 þúsunda sem komu sér á vanskilaskrá án nokkurrar utanaðkomandi „aðstoðar”? Af einhverjum orsökum hefur hin sjálfhverfa kynslóð aldrei gefið neitt svar við þessari einföldu spurningu? Þeir Bjarni og Sigmundur Davíð vita því ekki hvað skuldsetta fólkið vill nákvæmlega. Vill það „forsendubrestinn” einan bættan - eða vill það að skuldir þess alls séu greiddar niður, hvernig svo sem skuldavandinn er til kominn?2007 á góðri leið Vill þetta fólk virkilega fá lífshættina eins og þeir voru fyrir hrun aftur – fá aftur ástandið, sem skóp „forsendubrestinn”? Þegar draumurinn var að græða á daginn og grilla á kvöldin. Þegar íslensk heimili urðu á fjórum árum skuldsettustu heimili innan OECD. Ég fæ satt að segja ekki séð annað en að íslenska þjóðin sé á góðri leið áleiðis að því markmiði – án nokkurrar hjálpar annarra en sjálfrar sín. Árið 2007 námu yfirdráttarskuldir heimilanna, kreditkortaskuldir og neyslulán 77 milljörðum króna. Nú nálgast þessar skuldir 90 milljarða! Fyrir hrun hugðust fjölmargir Íslendingar hagnast á því að slá lán til hlutafjárkaupa, græða á því morðfjár og komast með tærnar á hæla gulldrengjanna, sem var æðsti óskadraumur fjölmargra heimilisfeðra. Nú eru menn aftur byrjaðir á sama athæfi. Slá lán til hlutafjárkaupa í von um margfalda uppskeru. 2007 er komið á færibandið og færist nær!Aftur hægt að grilla Heildarhagsmunir er orð, sem virðist vera illskiljanlegt, a.m.k. er það ekki í hávegum haft. Góðkunnur rithöfundur og íslenskumaður sagði mér á dögunum, að nú skildu nemendur í íslenskunámi; framhaldsnámi; ekki lengur orðið „blæbrigði”. Hví ætti fólk þá að skilja orðið „heildarhagsmunir”? Samt er þó enn fullur skilningur á orðinu „eiginhagsmunir”. Þar er átt við budduna, hvað kemur mikið af aurum í hana og að aurarnir komi strax. Sama hvaðan „gott” kemur; hvort heldur frá afa og ömmu, frá nágrönnunum nú eða „hrægömmunum” – bara að það komi, komi strax og komi nóg. Þá getum við nefnilega aftur farið að grilla.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun