Ísland með fyrstu einkunn, -að utan! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 18. maí 2013 16:00 Í vikunni bárust a.m.k tvær jákvæðar fréttir sem tengjast áherslum Íslands í velferðarmálum. Báðar fréttirnar sýna að viðbrögð okkar við hruninu hafi verið félagslega meðvituð og árangursrík á sviði velferðarmálanna. Þetta er raunar langt í frá í fyrsta sinn sem þetta er staðfest á síðustu misserum.Jöfnuður eykst Í fyrsta lagi gefur OECD Íslandi góða einkunn í nýrri úttekt um þróun jafnaðar eða ójafnaðar í aðildarríkjum stofnunarinnar. Jöfnuður er samkvæmt skýrslu OECD hvergi meiri en á Íslandi og hefur aukist umtalsvert undanfarin ár öfugt við mörg önnur lönd í efnahagserfiðleikum. Á mannamáli þýðir það að íslenskum stjórnvöldum, nánar tiltekið ríkisstjórn okkar Vinstri grænna og Samfylkingar, hefur tekist að jafna byrðunum þannig að kaupmáttur hinna tekjulægri hefur varist betur en annarra gegnum þrengingarnar. Jöfnuður er hér almennt meiri en áður, færri en ella eru útsettir fyrir fátækt og félagsleg vandamál hafa ekki aukist svo merkjanlegt sé þrátt fyrir þær efnahagslegu hamfarir sem landið hefur gengið í gegnum. Í velflestum kreppuhrjáðum löndum jókst ójöfnuður eftir hrun en það hefur ekki gerst á Íslandi. Ísland er því undantekning í þessu samhengi. Velferðin varin Í öðru lagi sendi breski fræðimaðurinn David Stuckler frá Cambridge-háskólanum frá sér bók sem fjallar um áhrif kreppunnar á lýðheilsuástand fólks í Evrópu og Bandaríkjunum. Ítarlega hefur verið fjallað um útgáfu bókarinnar og rannsóknir Stucklers í erlendum fjölmiðlum síðustu daga. Niðurstaða Stucklers er að lýðheilsu í mörgum löndum í Evrópu og einnig í Bandaríkjunum hefur hrakað hjá þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Athyglisvert er að Stuckler tiltekur Ísland sérstaklega sem dæmi um land þar sem vel hefur tekist til við að viðhalda góðu lýðheilsuástandi. Á Íslandi hefur aðgengi að heilbrigðisstofnunum haldist óbreytt og þjónustustigið hefur verið varið eins vel kostur var. Þessu er öfugt farið víðast hvar samkvæmt rannsóknum Stucklers. Þau lönd sem koma einna best út úr rannsóknum Stucklers eru Norðurlöndin og ætti það ekki að koma neinum á óvart. Lýðheilsu hefur á hinn bóginn víða hrakað, sérstaklega nefnir Stuckler Grikkland í því sambandi en einnig hefur ástandið versnað í Bandaríkjunum og Bretlandi á allra síðustu árum. Stærsta velferðarmálið Þessir vitnisburðir að utan hljóta að gleðja mörg samtök og hópa sem bera þessi gildi fyrir brjósti, t.d. þau eða þá sem hafa nú um sinn beðið í ofvæni eftir annarri ríkisstjórn eins og forseta ASÍ. Hægri og miðjuöflin mega heldur betur standa sig vel ef þau eiga að ná því að auka hér enn jöfnuð eða gera betur hvað varðar félagslega réttláta dreifingu byrðanna. Staðreyndir, vandaðar rannsóknir og óumdeildar mælingar sem eru samanburðarhæfar milli landa tala sínu máli hvað sem allri stjórnmálaþrætu líður. Íslendingar myndu gera rétt í því að taka a.m.k. í einhverjum mæli mark á slíku ekki síður en heimatilbúnum veruleika loforðamanna og hagsmunaafla hins gamla Íslands. Hvers konar samfélag viljum við hér í landinu? Jöfnuð og jafnrétti eða græðgi sérhagsmunahópanna? Þar er efinn, ekki síst nú eftir síðustu alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Sjá meira
Í vikunni bárust a.m.k tvær jákvæðar fréttir sem tengjast áherslum Íslands í velferðarmálum. Báðar fréttirnar sýna að viðbrögð okkar við hruninu hafi verið félagslega meðvituð og árangursrík á sviði velferðarmálanna. Þetta er raunar langt í frá í fyrsta sinn sem þetta er staðfest á síðustu misserum.Jöfnuður eykst Í fyrsta lagi gefur OECD Íslandi góða einkunn í nýrri úttekt um þróun jafnaðar eða ójafnaðar í aðildarríkjum stofnunarinnar. Jöfnuður er samkvæmt skýrslu OECD hvergi meiri en á Íslandi og hefur aukist umtalsvert undanfarin ár öfugt við mörg önnur lönd í efnahagserfiðleikum. Á mannamáli þýðir það að íslenskum stjórnvöldum, nánar tiltekið ríkisstjórn okkar Vinstri grænna og Samfylkingar, hefur tekist að jafna byrðunum þannig að kaupmáttur hinna tekjulægri hefur varist betur en annarra gegnum þrengingarnar. Jöfnuður er hér almennt meiri en áður, færri en ella eru útsettir fyrir fátækt og félagsleg vandamál hafa ekki aukist svo merkjanlegt sé þrátt fyrir þær efnahagslegu hamfarir sem landið hefur gengið í gegnum. Í velflestum kreppuhrjáðum löndum jókst ójöfnuður eftir hrun en það hefur ekki gerst á Íslandi. Ísland er því undantekning í þessu samhengi. Velferðin varin Í öðru lagi sendi breski fræðimaðurinn David Stuckler frá Cambridge-háskólanum frá sér bók sem fjallar um áhrif kreppunnar á lýðheilsuástand fólks í Evrópu og Bandaríkjunum. Ítarlega hefur verið fjallað um útgáfu bókarinnar og rannsóknir Stucklers í erlendum fjölmiðlum síðustu daga. Niðurstaða Stucklers er að lýðheilsu í mörgum löndum í Evrópu og einnig í Bandaríkjunum hefur hrakað hjá þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Athyglisvert er að Stuckler tiltekur Ísland sérstaklega sem dæmi um land þar sem vel hefur tekist til við að viðhalda góðu lýðheilsuástandi. Á Íslandi hefur aðgengi að heilbrigðisstofnunum haldist óbreytt og þjónustustigið hefur verið varið eins vel kostur var. Þessu er öfugt farið víðast hvar samkvæmt rannsóknum Stucklers. Þau lönd sem koma einna best út úr rannsóknum Stucklers eru Norðurlöndin og ætti það ekki að koma neinum á óvart. Lýðheilsu hefur á hinn bóginn víða hrakað, sérstaklega nefnir Stuckler Grikkland í því sambandi en einnig hefur ástandið versnað í Bandaríkjunum og Bretlandi á allra síðustu árum. Stærsta velferðarmálið Þessir vitnisburðir að utan hljóta að gleðja mörg samtök og hópa sem bera þessi gildi fyrir brjósti, t.d. þau eða þá sem hafa nú um sinn beðið í ofvæni eftir annarri ríkisstjórn eins og forseta ASÍ. Hægri og miðjuöflin mega heldur betur standa sig vel ef þau eiga að ná því að auka hér enn jöfnuð eða gera betur hvað varðar félagslega réttláta dreifingu byrðanna. Staðreyndir, vandaðar rannsóknir og óumdeildar mælingar sem eru samanburðarhæfar milli landa tala sínu máli hvað sem allri stjórnmálaþrætu líður. Íslendingar myndu gera rétt í því að taka a.m.k. í einhverjum mæli mark á slíku ekki síður en heimatilbúnum veruleika loforðamanna og hagsmunaafla hins gamla Íslands. Hvers konar samfélag viljum við hér í landinu? Jöfnuð og jafnrétti eða græðgi sérhagsmunahópanna? Þar er efinn, ekki síst nú eftir síðustu alþingiskosningar.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun