Óvissa um niðurfærslu skulda Össur Skarphéðinsson skrifar 29. maí 2013 07:00 Stefnuyfirlýsing nýju stjórnarinnar er að mörgu leyti athyglisverð – og fyrir sinn hatt prýðileg. Hún ber þó augljóslega með sér að í vöfflutúrunum tókst oddvitum hennar ekki að leiða í jörð ágreining um hvernig á að efna kosningaloforð Framsóknar um að lækka höfuðstól verðtryggðra skulda um 300 milljarða. Sigmundur Davíð sagði efndir þessa loforðs forsendu nýrrar ríkisstjórnar. Það ætti því að vera svartalágmark að hans eigin ríkisstjórn segi skýrt hvaða leið eigi að fara til að efna loforðið. Það er þó ekki gert í stefnuyfirlýsingunni. Skýringin á því er óþægileg. Hún liggur í óleystum ágreiningi milli flokkanna um hvaða leið ber að fara. Fyrir kosningar margítrekaði Bjarni að hugmyndir Framsóknar væru óraunhæfar og leystu engan vanda. Í Kastljósi í síðustu viku var hann á svipuðum slóðum. Ný óvissa Þessi óleysti ágreiningur birtist nokkuð nakinn í stefnuyfirlýsingunni. Þar greinir ríkisstjórnin frá tveimur aðalleiðum til að bæta hlut skuldara – en getur ekki gert upp á milli þeirra! Í stað þess að eyða óvissu býr hún til nýja óvissu fyrir þá sem glíma við verðtryggðan skuldavanda. Af ýmsum ástæðum efa ég ekki augnablik að Sigmundur Davíð hefur einlægan vilja til að efna loforðið. En hann gerði tvenn mistök: Í fyrsta lagi lagði hann upp í leiðangurinn án þess að útkljá ágreininginn við Sjálfstæðisflokkinn. Í öðru lagi lét hann svo fjármálaráðuneytið í hendur sjálfstæðismanna og þeir munu því ráða hvort, og þá hvernig, skuldaniðurfærsluleiðin verður farin. Andstaðan innan þingflokks Sjálfstæðismanna við niðurfærsluleið Framsóknar er flestum ljós. Nú getur hann í ofanálag túlkað tvíbent orðalag stjórnarsáttmálans þannig að ekkert sé í gadda slegið milli flokkanna. Hann mun haga sér í samræmi við það. Eftir rómantíska hveitibrauðsdaga er því öldungis óvíst að við taki ástir samlyndra hjóna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Stefnuyfirlýsing nýju stjórnarinnar er að mörgu leyti athyglisverð – og fyrir sinn hatt prýðileg. Hún ber þó augljóslega með sér að í vöfflutúrunum tókst oddvitum hennar ekki að leiða í jörð ágreining um hvernig á að efna kosningaloforð Framsóknar um að lækka höfuðstól verðtryggðra skulda um 300 milljarða. Sigmundur Davíð sagði efndir þessa loforðs forsendu nýrrar ríkisstjórnar. Það ætti því að vera svartalágmark að hans eigin ríkisstjórn segi skýrt hvaða leið eigi að fara til að efna loforðið. Það er þó ekki gert í stefnuyfirlýsingunni. Skýringin á því er óþægileg. Hún liggur í óleystum ágreiningi milli flokkanna um hvaða leið ber að fara. Fyrir kosningar margítrekaði Bjarni að hugmyndir Framsóknar væru óraunhæfar og leystu engan vanda. Í Kastljósi í síðustu viku var hann á svipuðum slóðum. Ný óvissa Þessi óleysti ágreiningur birtist nokkuð nakinn í stefnuyfirlýsingunni. Þar greinir ríkisstjórnin frá tveimur aðalleiðum til að bæta hlut skuldara – en getur ekki gert upp á milli þeirra! Í stað þess að eyða óvissu býr hún til nýja óvissu fyrir þá sem glíma við verðtryggðan skuldavanda. Af ýmsum ástæðum efa ég ekki augnablik að Sigmundur Davíð hefur einlægan vilja til að efna loforðið. En hann gerði tvenn mistök: Í fyrsta lagi lagði hann upp í leiðangurinn án þess að útkljá ágreininginn við Sjálfstæðisflokkinn. Í öðru lagi lét hann svo fjármálaráðuneytið í hendur sjálfstæðismanna og þeir munu því ráða hvort, og þá hvernig, skuldaniðurfærsluleiðin verður farin. Andstaðan innan þingflokks Sjálfstæðismanna við niðurfærsluleið Framsóknar er flestum ljós. Nú getur hann í ofanálag túlkað tvíbent orðalag stjórnarsáttmálans þannig að ekkert sé í gadda slegið milli flokkanna. Hann mun haga sér í samræmi við það. Eftir rómantíska hveitibrauðsdaga er því öldungis óvíst að við taki ástir samlyndra hjóna.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar