Veit forsætisráðherra ekki betur? Jón Steinsson skrifar 30. maí 2013 07:00 Þorbjörn Þórðarson fréttamaður spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra út í veiðigjaldið í Íslandi í dag á dögunum. Sigmundur Davíð svaraði á þessa leið: „Eins og kemur fram í stjórnarsáttmála þá verður áframhaldandi gjaldtaka en munurinn verður sá að gjaldtakan verður til þess fallin að halda litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum gangandi.“ Þessi ummæli eiga að vera rök fyrir því að breyta sérstöku veiðigjaldi þannig að það verði skattur á hagnað hvers fyrirtækis í stað þess að vera gjald á þorskígildi sem ákvarðast af afkomu greinarinnar í heild. En ef tilgangurinn væri að hlífa litlum fyrirtækjum væri mun auðveldara að lækka gjaldið á fyrstu nokkur hundruð þorskígildistonn hvers fyrirtækis. Ákvæði um slíkt er meira að segja að finna í núgildandi lögum. Einungis þyrfti að hækka afsláttinn. Getur verið að raunverulegur tilgangur þess að breyta veiðigjaldinu sé allt annar en að hlífa litlum fyrirtækjum? Getur verið að tilgangurinn sé að haga gjaldtökunni þannig að fyrirtæki í greininni eigi auðveldara með að koma sér hjá því að greiða gjaldið? Þorbjörn fréttamaður spurði Sigmund Davíð einnig út í þetta atriði. Sigmundur svaraði: „Þú tekur ekki peninga út úr fyrirtæki öðruvísi en að það sé hagnaður. Og þá greiðir þú af því skatt.“ Ekkert heilagt Er þetta svona einfalt? Hár skattur á hagnað veitir eigendum fyrirtækja sterka hvata til þess að „taka fé út úr fyrirtækjum sínum“ í formi hlunninda sem þeir geta talið sem rekstrarkostnað. Hjá stærri fyrirtækjum þarf hins vegar stórtækari aðferðir en risnu og annað í þeim dúr til þess að ná verulegu fé út úr fyrirtækinu. Eigendur slíkra fyrirtækja geta hins vegar látið fyrirtækin taka lán á háum vöxtum frá tengdum aðilum. Þannig er fé tekið út úr fyrirtækinu í formi óeðlilegra vaxtagreiðslna til tengdra aðila og enginn skattur greiddur. Leikfimi af þessum toga er auðvitað strangt til tekið ólögleg. En það er erfitt að sanna lögbrot af þessum toga og öllum er ljóst að yfirvöld skella skollaeyrum hvað þetta varðar. Mikilvægur kostur við útfærslu núverandi veiðigjalds er að frá sjónarhóli hvers fyrirtækis er lítið sem þau geta gert til þess að koma sér undan gjaldinu (þar sem það ákvarðast af afkomu greinarinnar). Þetta lágmarkar neikvæð áhrif veiðigjaldsins á hegðun sjávarútvegsfyrirtækja. Í flestum tilfellum er Sjálfstæðismönnum mjög umhugað um að lágmarka skekkjandi áhrif skatta. En í þessu tilfelli virðast þeir þvert á móti vilja auka þau til muna og þannig draga úr hagkvæmni í greininni. Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldinu eru síðan sérstaklega athyglisverðar í ljósi þess að það málamyndaveiðigjald sem fyrri ríkisstjórn þessara flokka setti á fyrir um áratug var ekki lagt á hagnað hvers fyrirtækis einmitt af þeim ástæðum sem raktar eru hér að ofan. En núverandi stjórnvöldum virðist ekkert heilagt þegar kemur að því að hygla útgerðarmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Þorbjörn Þórðarson fréttamaður spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra út í veiðigjaldið í Íslandi í dag á dögunum. Sigmundur Davíð svaraði á þessa leið: „Eins og kemur fram í stjórnarsáttmála þá verður áframhaldandi gjaldtaka en munurinn verður sá að gjaldtakan verður til þess fallin að halda litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum gangandi.“ Þessi ummæli eiga að vera rök fyrir því að breyta sérstöku veiðigjaldi þannig að það verði skattur á hagnað hvers fyrirtækis í stað þess að vera gjald á þorskígildi sem ákvarðast af afkomu greinarinnar í heild. En ef tilgangurinn væri að hlífa litlum fyrirtækjum væri mun auðveldara að lækka gjaldið á fyrstu nokkur hundruð þorskígildistonn hvers fyrirtækis. Ákvæði um slíkt er meira að segja að finna í núgildandi lögum. Einungis þyrfti að hækka afsláttinn. Getur verið að raunverulegur tilgangur þess að breyta veiðigjaldinu sé allt annar en að hlífa litlum fyrirtækjum? Getur verið að tilgangurinn sé að haga gjaldtökunni þannig að fyrirtæki í greininni eigi auðveldara með að koma sér hjá því að greiða gjaldið? Þorbjörn fréttamaður spurði Sigmund Davíð einnig út í þetta atriði. Sigmundur svaraði: „Þú tekur ekki peninga út úr fyrirtæki öðruvísi en að það sé hagnaður. Og þá greiðir þú af því skatt.“ Ekkert heilagt Er þetta svona einfalt? Hár skattur á hagnað veitir eigendum fyrirtækja sterka hvata til þess að „taka fé út úr fyrirtækjum sínum“ í formi hlunninda sem þeir geta talið sem rekstrarkostnað. Hjá stærri fyrirtækjum þarf hins vegar stórtækari aðferðir en risnu og annað í þeim dúr til þess að ná verulegu fé út úr fyrirtækinu. Eigendur slíkra fyrirtækja geta hins vegar látið fyrirtækin taka lán á háum vöxtum frá tengdum aðilum. Þannig er fé tekið út úr fyrirtækinu í formi óeðlilegra vaxtagreiðslna til tengdra aðila og enginn skattur greiddur. Leikfimi af þessum toga er auðvitað strangt til tekið ólögleg. En það er erfitt að sanna lögbrot af þessum toga og öllum er ljóst að yfirvöld skella skollaeyrum hvað þetta varðar. Mikilvægur kostur við útfærslu núverandi veiðigjalds er að frá sjónarhóli hvers fyrirtækis er lítið sem þau geta gert til þess að koma sér undan gjaldinu (þar sem það ákvarðast af afkomu greinarinnar). Þetta lágmarkar neikvæð áhrif veiðigjaldsins á hegðun sjávarútvegsfyrirtækja. Í flestum tilfellum er Sjálfstæðismönnum mjög umhugað um að lágmarka skekkjandi áhrif skatta. En í þessu tilfelli virðast þeir þvert á móti vilja auka þau til muna og þannig draga úr hagkvæmni í greininni. Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldinu eru síðan sérstaklega athyglisverðar í ljósi þess að það málamyndaveiðigjald sem fyrri ríkisstjórn þessara flokka setti á fyrir um áratug var ekki lagt á hagnað hvers fyrirtækis einmitt af þeim ástæðum sem raktar eru hér að ofan. En núverandi stjórnvöldum virðist ekkert heilagt þegar kemur að því að hygla útgerðarmönnum.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun