Veit forsætisráðherra ekki betur? Jón Steinsson skrifar 30. maí 2013 07:00 Þorbjörn Þórðarson fréttamaður spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra út í veiðigjaldið í Íslandi í dag á dögunum. Sigmundur Davíð svaraði á þessa leið: „Eins og kemur fram í stjórnarsáttmála þá verður áframhaldandi gjaldtaka en munurinn verður sá að gjaldtakan verður til þess fallin að halda litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum gangandi.“ Þessi ummæli eiga að vera rök fyrir því að breyta sérstöku veiðigjaldi þannig að það verði skattur á hagnað hvers fyrirtækis í stað þess að vera gjald á þorskígildi sem ákvarðast af afkomu greinarinnar í heild. En ef tilgangurinn væri að hlífa litlum fyrirtækjum væri mun auðveldara að lækka gjaldið á fyrstu nokkur hundruð þorskígildistonn hvers fyrirtækis. Ákvæði um slíkt er meira að segja að finna í núgildandi lögum. Einungis þyrfti að hækka afsláttinn. Getur verið að raunverulegur tilgangur þess að breyta veiðigjaldinu sé allt annar en að hlífa litlum fyrirtækjum? Getur verið að tilgangurinn sé að haga gjaldtökunni þannig að fyrirtæki í greininni eigi auðveldara með að koma sér hjá því að greiða gjaldið? Þorbjörn fréttamaður spurði Sigmund Davíð einnig út í þetta atriði. Sigmundur svaraði: „Þú tekur ekki peninga út úr fyrirtæki öðruvísi en að það sé hagnaður. Og þá greiðir þú af því skatt.“ Ekkert heilagt Er þetta svona einfalt? Hár skattur á hagnað veitir eigendum fyrirtækja sterka hvata til þess að „taka fé út úr fyrirtækjum sínum“ í formi hlunninda sem þeir geta talið sem rekstrarkostnað. Hjá stærri fyrirtækjum þarf hins vegar stórtækari aðferðir en risnu og annað í þeim dúr til þess að ná verulegu fé út úr fyrirtækinu. Eigendur slíkra fyrirtækja geta hins vegar látið fyrirtækin taka lán á háum vöxtum frá tengdum aðilum. Þannig er fé tekið út úr fyrirtækinu í formi óeðlilegra vaxtagreiðslna til tengdra aðila og enginn skattur greiddur. Leikfimi af þessum toga er auðvitað strangt til tekið ólögleg. En það er erfitt að sanna lögbrot af þessum toga og öllum er ljóst að yfirvöld skella skollaeyrum hvað þetta varðar. Mikilvægur kostur við útfærslu núverandi veiðigjalds er að frá sjónarhóli hvers fyrirtækis er lítið sem þau geta gert til þess að koma sér undan gjaldinu (þar sem það ákvarðast af afkomu greinarinnar). Þetta lágmarkar neikvæð áhrif veiðigjaldsins á hegðun sjávarútvegsfyrirtækja. Í flestum tilfellum er Sjálfstæðismönnum mjög umhugað um að lágmarka skekkjandi áhrif skatta. En í þessu tilfelli virðast þeir þvert á móti vilja auka þau til muna og þannig draga úr hagkvæmni í greininni. Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldinu eru síðan sérstaklega athyglisverðar í ljósi þess að það málamyndaveiðigjald sem fyrri ríkisstjórn þessara flokka setti á fyrir um áratug var ekki lagt á hagnað hvers fyrirtækis einmitt af þeim ástæðum sem raktar eru hér að ofan. En núverandi stjórnvöldum virðist ekkert heilagt þegar kemur að því að hygla útgerðarmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þorbjörn Þórðarson fréttamaður spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra út í veiðigjaldið í Íslandi í dag á dögunum. Sigmundur Davíð svaraði á þessa leið: „Eins og kemur fram í stjórnarsáttmála þá verður áframhaldandi gjaldtaka en munurinn verður sá að gjaldtakan verður til þess fallin að halda litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum gangandi.“ Þessi ummæli eiga að vera rök fyrir því að breyta sérstöku veiðigjaldi þannig að það verði skattur á hagnað hvers fyrirtækis í stað þess að vera gjald á þorskígildi sem ákvarðast af afkomu greinarinnar í heild. En ef tilgangurinn væri að hlífa litlum fyrirtækjum væri mun auðveldara að lækka gjaldið á fyrstu nokkur hundruð þorskígildistonn hvers fyrirtækis. Ákvæði um slíkt er meira að segja að finna í núgildandi lögum. Einungis þyrfti að hækka afsláttinn. Getur verið að raunverulegur tilgangur þess að breyta veiðigjaldinu sé allt annar en að hlífa litlum fyrirtækjum? Getur verið að tilgangurinn sé að haga gjaldtökunni þannig að fyrirtæki í greininni eigi auðveldara með að koma sér hjá því að greiða gjaldið? Þorbjörn fréttamaður spurði Sigmund Davíð einnig út í þetta atriði. Sigmundur svaraði: „Þú tekur ekki peninga út úr fyrirtæki öðruvísi en að það sé hagnaður. Og þá greiðir þú af því skatt.“ Ekkert heilagt Er þetta svona einfalt? Hár skattur á hagnað veitir eigendum fyrirtækja sterka hvata til þess að „taka fé út úr fyrirtækjum sínum“ í formi hlunninda sem þeir geta talið sem rekstrarkostnað. Hjá stærri fyrirtækjum þarf hins vegar stórtækari aðferðir en risnu og annað í þeim dúr til þess að ná verulegu fé út úr fyrirtækinu. Eigendur slíkra fyrirtækja geta hins vegar látið fyrirtækin taka lán á háum vöxtum frá tengdum aðilum. Þannig er fé tekið út úr fyrirtækinu í formi óeðlilegra vaxtagreiðslna til tengdra aðila og enginn skattur greiddur. Leikfimi af þessum toga er auðvitað strangt til tekið ólögleg. En það er erfitt að sanna lögbrot af þessum toga og öllum er ljóst að yfirvöld skella skollaeyrum hvað þetta varðar. Mikilvægur kostur við útfærslu núverandi veiðigjalds er að frá sjónarhóli hvers fyrirtækis er lítið sem þau geta gert til þess að koma sér undan gjaldinu (þar sem það ákvarðast af afkomu greinarinnar). Þetta lágmarkar neikvæð áhrif veiðigjaldsins á hegðun sjávarútvegsfyrirtækja. Í flestum tilfellum er Sjálfstæðismönnum mjög umhugað um að lágmarka skekkjandi áhrif skatta. En í þessu tilfelli virðast þeir þvert á móti vilja auka þau til muna og þannig draga úr hagkvæmni í greininni. Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldinu eru síðan sérstaklega athyglisverðar í ljósi þess að það málamyndaveiðigjald sem fyrri ríkisstjórn þessara flokka setti á fyrir um áratug var ekki lagt á hagnað hvers fyrirtækis einmitt af þeim ástæðum sem raktar eru hér að ofan. En núverandi stjórnvöldum virðist ekkert heilagt þegar kemur að því að hygla útgerðarmönnum.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun