Miami getur í nótt tryggt sér sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar með sigri á Indiana í sjötta leik liðanna í úrslitarimmu vesturdeildarinnar. Sigurvegari rimmunnar mætir San Antonio Spurs í lokaúrslitunum.
Miami er ríkjandi meistari og fyrir fram var ekki talið að liðið myndi lenda í teljandi vandræðum með Indiana. En síðarnefnda liðið var með undirtökin framan af í leik liðanna í gærnótt og stefndi í að liðið færi með 3-2 forystu í sjötta leikinn sem fer fram í Indiana í kvöld.
En LeBron James sneri leiknum sínum mönnum í vil með frábærum kafla í þriðja leikhluta. Þá skoraði hann sextán af 30 stigum sínum í leiknum og var aðalmaðurinn í 20 stiga viðsnúningi. Miami vann, 90-79, og er því í lykilstöðu fyrir leik kvöldsins.
Leikurinn í kvöld er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 0.30.
Miami getur tryggt sig í úrslit