Er enginn Skúli á sviðinu? 1. júní 2013 07:00 En reizlan var bogin og lóðið var lakt,/ og létt reyndist allt, sem hún vó;/ útnesja fólkið var fátækt og spakt, / flest mátti bjóða því svo.“ Þetta er erindi úr Bátsenda pundaranum. Með því kvæði lyfti Grímur Thomsen í sögulegt æðra veldi viðureign Skúla fógeta við einokunarkaupmenn sem höfðu rangt við í viðskiptum. Á tímum einokunarinnar var gjaldmiðillinn stöðugur. En því skammrifi fylgdu margvíslegir bögglar. Landsmenn gátu til að mynda ekki treyst á að kaupmenn vigtuðu rétt. Að því er þessa tvo þætti varðar lá viðskiptaóvissan því fremur í vigtinni en gjaldmiðlinum. Þótt margt hafi breyst í aldanna rás eru vigtin og gjaldmiðillinn enn lykilatriði í viðskiptum. Þeirri óvissu sem áður fylgdi vigtinni hefur hins vegar verið eytt að mestu með alþjóðlegum eftirlitsreglum og samkeppni. En þegar kemur að því að meta verðgildi krónunnar er reislan nú bogin og lóðið lakt. Þar liggur óvissan. Það er þessi óvissa sem Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins vilja draga úr. Tilgangurinn er stöðugleiki með viðskiptafrelsi og þar með meiri verðmætasköpun og hærri kaupmætti. Vinnumarkaðurinn hefur því kallað eftir þríhliða samvinnu við nýja ríkisstjórn. Hún hefur tekið því kalli vel og reyndar sagt að það sé forsenda árangurs í baráttunni fyrir viðreisn þjóðarbúskaparins. Í stjórnarsáttmálanum hefur ríkisstjórnin aftur á móti sett það sem skilyrði að ekki megi ræða aðrar lausnir til frambúðar í peningamálum en krónuna. En vandinn er sá að eftir leið þríhliða samninga verður vafningasamara að finna raunhæfar og varanlegar lausnir hafi Þrándur í Götu stærra hlutverk en hugsjónir Skúla fógeta.Hlutverk Þrándar í GötuÞröngsýni ríkisstjórnarinnar lýtur ekki einvörðungu að álitaefnum varðandi framtíðarskipan gjaldmiðilsmála. Hún hefur einnig ákveðið að hætta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið; öndvert við vilja meirihluta þjóðarinnar eins og hann mælist í skoðanakönnunum. Í stað dýpri efnahagssamvinnu á innri markaðnum er tvíhliða samvinna við Asíuþjóðir síðan sett í forgang. Ríkisstjórninni gengur vitaskuld gott eitt til með skilyrðinu um krónuna, rétt eins og aðilum vinnumarkaðarins sem telja það óskynsamlegt. Afstaða ríkisstjórnarinnar byggist ekki á því réttmæta sjónarmiði að hægja á viðræðunum vegna umbrota innan Evrópusambandsins. Nær lagi er að rætur hennar liggi í eins konar pólitískri meinloku. Óumdeilt er að efnahagur landsins fór batnandi með vaxandi sjálfstjórn. Ástæðan fyrir því var sú að heimastjórn og síðar fullveldi var nýtt til að auka frelsi í viðskiptum fyrst inn á við og síðar út á við í samvinnu við aðrar þjóðir. En fullveldisréttur sem nýttur er til að takmarka þetta frelsi er jafn slæmur hvort heldur sem boðin koma úr danska kansellíinu eða stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg. Meinlokan er að líta svo á að óskorað fullveldi yfir eigin mynt með takmörkuðu viðskiptafrelsi sé betri kostur en óheft viðskiptafrelsi með sameiginlegri mynt og takmörkuðum beinum yfirráðum á því sviði. Einokunarkaupmennirnir vildu halda í þá stöðu að geta skekkt lóðin á reislunni. Ríkisstjórnin ætlar, hvað sem það kostar, að halda í mynt sem er breytilegasti verðmætamælikvarði í víðri veröld. Það er líka viðskiptahindrun. Afleiðingin er minni verðmætasköpun og lakari lífskjör. Ný hugsun aðila vinnumarkaðarins Í síðasta mánuði kom út skýrsla á vegum aðila vinnumarkaðarins um nýja sýn á gerð kjarasamninga og hugmyndir um bætt vinnubrögð. Þeir ákváðu að sækja fyrirmyndir til grannríkjanna sem tekist hefur að auka kaupmátt samhliða lágri verðbólgu. Ríkissáttasemjari skipulagði kynnisferð til Norðurlandanna í þessum tilgangi. Markmiðið er að allir sem hlut eiga að máli við gerð kjarasamninga hafi sameiginlega sýn á svigrúm til aukins kostnaðar og kjarabóta næstu árin. Þessi samtök hafa ekki sammælst um nýja mynt eða aðild að Evrópusambandinu. Því fer fjarri, en þau vilja ekki loka dyrum fyrir fram. Sú afstaða er auðskilin í ljósi þess að án alvöru mælikvarða í stöðugri mynt eru skammtímalausnir nærtækasta úrræðið. Ríkisstjórnin hefur leyst úr læðingi nokkra bjartsýni með þjóðinni. Flest bendir til að lokuð pólitísk staða verði opnuð og ný tækifæri gefist í þjóðarbúskapnum. En reginmunur er á því hvort úrlausnir hennar byggjast á skammtímasjónarmiðum eða langtímahugsun um kerfisleg nýmæli. Í þessu ljósi er því óskiljanlegt að ríkisstjórnin skuli útiloka kerfisbreytingar í gjaldmiðilsmálum þegar aðilar vinnumarkaðarins bjóðast til að ræða samstarf til lengri tíma á víðtækari grundvelli en áður hefur þekkst um stöðugleika og bætt kjör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
En reizlan var bogin og lóðið var lakt,/ og létt reyndist allt, sem hún vó;/ útnesja fólkið var fátækt og spakt, / flest mátti bjóða því svo.“ Þetta er erindi úr Bátsenda pundaranum. Með því kvæði lyfti Grímur Thomsen í sögulegt æðra veldi viðureign Skúla fógeta við einokunarkaupmenn sem höfðu rangt við í viðskiptum. Á tímum einokunarinnar var gjaldmiðillinn stöðugur. En því skammrifi fylgdu margvíslegir bögglar. Landsmenn gátu til að mynda ekki treyst á að kaupmenn vigtuðu rétt. Að því er þessa tvo þætti varðar lá viðskiptaóvissan því fremur í vigtinni en gjaldmiðlinum. Þótt margt hafi breyst í aldanna rás eru vigtin og gjaldmiðillinn enn lykilatriði í viðskiptum. Þeirri óvissu sem áður fylgdi vigtinni hefur hins vegar verið eytt að mestu með alþjóðlegum eftirlitsreglum og samkeppni. En þegar kemur að því að meta verðgildi krónunnar er reislan nú bogin og lóðið lakt. Þar liggur óvissan. Það er þessi óvissa sem Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins vilja draga úr. Tilgangurinn er stöðugleiki með viðskiptafrelsi og þar með meiri verðmætasköpun og hærri kaupmætti. Vinnumarkaðurinn hefur því kallað eftir þríhliða samvinnu við nýja ríkisstjórn. Hún hefur tekið því kalli vel og reyndar sagt að það sé forsenda árangurs í baráttunni fyrir viðreisn þjóðarbúskaparins. Í stjórnarsáttmálanum hefur ríkisstjórnin aftur á móti sett það sem skilyrði að ekki megi ræða aðrar lausnir til frambúðar í peningamálum en krónuna. En vandinn er sá að eftir leið þríhliða samninga verður vafningasamara að finna raunhæfar og varanlegar lausnir hafi Þrándur í Götu stærra hlutverk en hugsjónir Skúla fógeta.Hlutverk Þrándar í GötuÞröngsýni ríkisstjórnarinnar lýtur ekki einvörðungu að álitaefnum varðandi framtíðarskipan gjaldmiðilsmála. Hún hefur einnig ákveðið að hætta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið; öndvert við vilja meirihluta þjóðarinnar eins og hann mælist í skoðanakönnunum. Í stað dýpri efnahagssamvinnu á innri markaðnum er tvíhliða samvinna við Asíuþjóðir síðan sett í forgang. Ríkisstjórninni gengur vitaskuld gott eitt til með skilyrðinu um krónuna, rétt eins og aðilum vinnumarkaðarins sem telja það óskynsamlegt. Afstaða ríkisstjórnarinnar byggist ekki á því réttmæta sjónarmiði að hægja á viðræðunum vegna umbrota innan Evrópusambandsins. Nær lagi er að rætur hennar liggi í eins konar pólitískri meinloku. Óumdeilt er að efnahagur landsins fór batnandi með vaxandi sjálfstjórn. Ástæðan fyrir því var sú að heimastjórn og síðar fullveldi var nýtt til að auka frelsi í viðskiptum fyrst inn á við og síðar út á við í samvinnu við aðrar þjóðir. En fullveldisréttur sem nýttur er til að takmarka þetta frelsi er jafn slæmur hvort heldur sem boðin koma úr danska kansellíinu eða stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg. Meinlokan er að líta svo á að óskorað fullveldi yfir eigin mynt með takmörkuðu viðskiptafrelsi sé betri kostur en óheft viðskiptafrelsi með sameiginlegri mynt og takmörkuðum beinum yfirráðum á því sviði. Einokunarkaupmennirnir vildu halda í þá stöðu að geta skekkt lóðin á reislunni. Ríkisstjórnin ætlar, hvað sem það kostar, að halda í mynt sem er breytilegasti verðmætamælikvarði í víðri veröld. Það er líka viðskiptahindrun. Afleiðingin er minni verðmætasköpun og lakari lífskjör. Ný hugsun aðila vinnumarkaðarins Í síðasta mánuði kom út skýrsla á vegum aðila vinnumarkaðarins um nýja sýn á gerð kjarasamninga og hugmyndir um bætt vinnubrögð. Þeir ákváðu að sækja fyrirmyndir til grannríkjanna sem tekist hefur að auka kaupmátt samhliða lágri verðbólgu. Ríkissáttasemjari skipulagði kynnisferð til Norðurlandanna í þessum tilgangi. Markmiðið er að allir sem hlut eiga að máli við gerð kjarasamninga hafi sameiginlega sýn á svigrúm til aukins kostnaðar og kjarabóta næstu árin. Þessi samtök hafa ekki sammælst um nýja mynt eða aðild að Evrópusambandinu. Því fer fjarri, en þau vilja ekki loka dyrum fyrir fram. Sú afstaða er auðskilin í ljósi þess að án alvöru mælikvarða í stöðugri mynt eru skammtímalausnir nærtækasta úrræðið. Ríkisstjórnin hefur leyst úr læðingi nokkra bjartsýni með þjóðinni. Flest bendir til að lokuð pólitísk staða verði opnuð og ný tækifæri gefist í þjóðarbúskapnum. En reginmunur er á því hvort úrlausnir hennar byggjast á skammtímasjónarmiðum eða langtímahugsun um kerfisleg nýmæli. Í þessu ljósi er því óskiljanlegt að ríkisstjórnin skuli útiloka kerfisbreytingar í gjaldmiðilsmálum þegar aðilar vinnumarkaðarins bjóðast til að ræða samstarf til lengri tíma á víðtækari grundvelli en áður hefur þekkst um stöðugleika og bætt kjör.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun