Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 30. október 2025 18:30 Fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar kjarnast í hærri sköttum og auknum útgjöldum. Hann boðar fyrst og fremst kerfisbreytingar til lengri tíma en án bráðaaðgerða sem hjálpa fólki núna strax. Fólk þarf lausnir og Sjálfstæðisflokkurinn leggur til raunhæfar aðgerðir sem lækka kostnað og auka framboð núna strax. Afnemum stimpilgjöld hjá einstaklingum við íbúðakaup. Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað til að lækka byggingarkostnað. Rýmkum séreignarsparnaðarleiðina og tryggjum fyrirsjáanleika. Breytum skipulagslögum þannig að ekki sé hægt að sitja á lóðum og víkkum út vaxtarmörk á höfuðborgarsvæðinu án neitunarvalds sem tefur uppbyggingu. Hefði ríkisstjórnin haft vilja til þess að gera eitthvað að ofangreindu hefði henni verið í lófa lagið að gera það, en hún ákvað að gera það ekki. Það er þeirra pólítíska ábyrgð. Það er jákvætt að einfalda reglur og gera leyfisferli skilvirkara. Það er einnig jákvætt að séreignarsparnaðarleið Sjálfstæðisflokksins virðist fá nýtt líf eftir að ríkisstjórnin felldi hana niður og gerði ekki ráð fyrir henni í fjárlögum. Þetta er leið sem hefur reynst fólki vel og það er jákvætt að ríkisstjórnin hafi séð ljósið. Hærri skattar þýða hærra leiguverð En áfram heldur frasapólitíkin. Ríkisstjórnin heldur áfram að forðast í lengstu lög að nota réttnefnið skattahækkun og talar nú um að „draga úr skattfrelsi“ og „draga úr glufum í kerfinu“. Þessar aðgerðir þýða í reynd hærri skatta og álögur á útleigu og fjárfestingu sem mun skila sér í hærra leiguverði og minna framboði fasteigna. Margir á landsbyggðinni eiga íbúð í Reykjavík. Ný skattlagning á slíkum eignum er í raun skattur á landsbyggðina. Skattar á útleigu færa sig í leiguverð, hækka verðbólgu og halda vöxtum háum. Viljum við lægri vexti þurfum við að lækka skatta og kostnað. Bann við hækkun leigu fyrstu tólf mánuði hljómar vel en við 4-5% verðbólgu hækka margir verð í upphafi og leiguverð rýkur upp strax. Lausnin er meira framboð og minni kostnaður. Stofnframlög og hlutdeildarlán hækka útgjöld, en hafa ekki sýnt að þau lækki verðið í samræmi við kostnað. Breytingar á verðtryggingu eru óljósar og ekki boðnir raunhæfir valkostir samhliða. Ríkisstjórnin boðar 4.000 íbúðir í Úlfarsárdal á svæði sem er áætlað fyrir 2.000 íbúðir. Það eitt og sér vekur upp spurningar, en að fela Reykjavíkurborg útfærsluna án skýrra viðmiða er áhætta. Í viðtali á Bylgjunni í morgun viðurkenndi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, fjárhagsvanda Reykjavíkurborgar þegar hún sagði borgina ekki hafa bolmagn til að byggja innviði í Úlfarsárdal. Hún vísaði öllum spurningum um málið til borgarstjóra. Mikil er trú ríkisstjórnarinnar á meirihlutann í Reykjavík, sem hefur rekið eyðileggingarstefnu í húsnæðismálum í áraraðir, en á nú að leysa vandann sem hann hefur sjálfur skapað. Hvar eru tölurnar um bílastæði á hverja íbúð? Hvernig verður leikskólum, skólum, heilsugæslu og samgöngum mætt frá fyrsta degi? Ekkert af þessu er útfært. Til að ná raunverulegum árangri þarf að byggja meira, hraðar og hagkvæmar með einfaldara kerfi og lægri kostnaði, ekki með nýjum sköttum úr vasa heimilanna. Fólk þarf lyklana í hendurnar, ekki fleiri innihaldslausar yfirlýsingar. Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn með lausnirnar. Höfundur er þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Húsnæðismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar kjarnast í hærri sköttum og auknum útgjöldum. Hann boðar fyrst og fremst kerfisbreytingar til lengri tíma en án bráðaaðgerða sem hjálpa fólki núna strax. Fólk þarf lausnir og Sjálfstæðisflokkurinn leggur til raunhæfar aðgerðir sem lækka kostnað og auka framboð núna strax. Afnemum stimpilgjöld hjá einstaklingum við íbúðakaup. Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað til að lækka byggingarkostnað. Rýmkum séreignarsparnaðarleiðina og tryggjum fyrirsjáanleika. Breytum skipulagslögum þannig að ekki sé hægt að sitja á lóðum og víkkum út vaxtarmörk á höfuðborgarsvæðinu án neitunarvalds sem tefur uppbyggingu. Hefði ríkisstjórnin haft vilja til þess að gera eitthvað að ofangreindu hefði henni verið í lófa lagið að gera það, en hún ákvað að gera það ekki. Það er þeirra pólítíska ábyrgð. Það er jákvætt að einfalda reglur og gera leyfisferli skilvirkara. Það er einnig jákvætt að séreignarsparnaðarleið Sjálfstæðisflokksins virðist fá nýtt líf eftir að ríkisstjórnin felldi hana niður og gerði ekki ráð fyrir henni í fjárlögum. Þetta er leið sem hefur reynst fólki vel og það er jákvætt að ríkisstjórnin hafi séð ljósið. Hærri skattar þýða hærra leiguverð En áfram heldur frasapólitíkin. Ríkisstjórnin heldur áfram að forðast í lengstu lög að nota réttnefnið skattahækkun og talar nú um að „draga úr skattfrelsi“ og „draga úr glufum í kerfinu“. Þessar aðgerðir þýða í reynd hærri skatta og álögur á útleigu og fjárfestingu sem mun skila sér í hærra leiguverði og minna framboði fasteigna. Margir á landsbyggðinni eiga íbúð í Reykjavík. Ný skattlagning á slíkum eignum er í raun skattur á landsbyggðina. Skattar á útleigu færa sig í leiguverð, hækka verðbólgu og halda vöxtum háum. Viljum við lægri vexti þurfum við að lækka skatta og kostnað. Bann við hækkun leigu fyrstu tólf mánuði hljómar vel en við 4-5% verðbólgu hækka margir verð í upphafi og leiguverð rýkur upp strax. Lausnin er meira framboð og minni kostnaður. Stofnframlög og hlutdeildarlán hækka útgjöld, en hafa ekki sýnt að þau lækki verðið í samræmi við kostnað. Breytingar á verðtryggingu eru óljósar og ekki boðnir raunhæfir valkostir samhliða. Ríkisstjórnin boðar 4.000 íbúðir í Úlfarsárdal á svæði sem er áætlað fyrir 2.000 íbúðir. Það eitt og sér vekur upp spurningar, en að fela Reykjavíkurborg útfærsluna án skýrra viðmiða er áhætta. Í viðtali á Bylgjunni í morgun viðurkenndi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, fjárhagsvanda Reykjavíkurborgar þegar hún sagði borgina ekki hafa bolmagn til að byggja innviði í Úlfarsárdal. Hún vísaði öllum spurningum um málið til borgarstjóra. Mikil er trú ríkisstjórnarinnar á meirihlutann í Reykjavík, sem hefur rekið eyðileggingarstefnu í húsnæðismálum í áraraðir, en á nú að leysa vandann sem hann hefur sjálfur skapað. Hvar eru tölurnar um bílastæði á hverja íbúð? Hvernig verður leikskólum, skólum, heilsugæslu og samgöngum mætt frá fyrsta degi? Ekkert af þessu er útfært. Til að ná raunverulegum árangri þarf að byggja meira, hraðar og hagkvæmar með einfaldara kerfi og lægri kostnaði, ekki með nýjum sköttum úr vasa heimilanna. Fólk þarf lyklana í hendurnar, ekki fleiri innihaldslausar yfirlýsingar. Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn með lausnirnar. Höfundur er þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun